Ritstjórnargreinar
Konur í vísindum
Nýlega var haldin ráðstefna á vegum Menntamálaráðuneytisins og fleiri stofnana sem bar yfirskriftina Konur í vísindum á Íslandi, en mikið hefur verið fjallað um þetta efni á síðustu misserum í Evrópu. Aðild Íslands að rammaáætlunum Evrópusambandsins (ESB) varð hvati þessa. Birtar voru tölfræðilegar niðurstöður úr skýrslu um hlut kvenna í vísindum, en mikill skortur hefur verið á slíkum upplýsingum hingað til og hefur torveldað allan samanburð á stöðu kvenna í vísindum og rannsóknum og er skýrslan því mikið þarfaþing. Nefnd um konur og vísindi, skipuð af menntamálaráðherra 1999, tók skýrsluna saman. Skipunin var í samræmi við áætlun framkvæmdastjórnar ESB frá sama ári sem miðar að því að fjölga konum í vísindum þar sem sýnt hefur verið fram á að verulega hallaði á hlut kvenna en einnig að ESB leggur nú áherslu á að styrkja vísindi og rannsóknastarf til að viðhalda hagvexti og velsæld.
Niðurstöður íslensku skýrslunnar sýna að líkt og almennt gerist innan ESB og í löndum sem tengdust fimmtu rammaáætluninni er hlutur kvenna í vísindum hér á landi rýrari en karla. Líkt og annars staðar er kynferði ein af þeim breytum sem hefur haft mikil áhrif á tækifæri fólks í vísindasamfélaginu. Sem leið til að efla vísindi og nýsköpun hljóta Íslendingar ekki síður en aðrir að leggja áherslu á að fjölga konum sem leggja fyrir sig vísindi og rannsóknir. Vikið er síðan að nokkrum þáttum sem stuðlað getað að fjölgun kvenna í vísindum. Skýr markmið stjórnvalda í jafnréttismálum eru nú þegar til staðar samkvæmt lögum um jafna stöðu kvenna og karla (nr. 96/2000). Víða hafa stjórnvöld landa sett sér ákveðin töluleg markmið til að auka hlutfall kvenna sem gegna starfi háskólakennara á öllum fræðasviðum vísinda. Einnig er talið mikilvægt að á Íslandi sé unnið að svipaðri markmiðssetningu og nauðsynlegt talið að vinna að því að fjölga konum þar sem stefnumótun á sviði vísinda fer fram. Mótun vísindastefnu og framkvæmd hennar þarf að taka tillit til þarfa kvenna jafnt sem karla. Tryggja þarf gagnsæi allra reglna, svo sem við úthlutun styrkja og stöðuveitinga. Söfnun tölfræðilegra upplýsinga er forsenda þess að hægt sé að setja fram markmið um fjölgun kvenna í vísindum og áframhaldandi söfnun sé nauðsynleg. Breyta þarf staðalmynd vísindamannsins, lærimeistarar, jöfnun fjölskylduábyrgðar, efling framhaldsnáms hér á landi, efling kynjarannsókna og netverk vísindakvenna eru atriði sem talin eru geta eflt stöðu kvenna í vísindum á Íslandi. Í lokaorðum er rætt um það að árangur þeirra kvenna sem starfa í vísindum hér sé hins vegar mikill. Honum ber að halda á lofti því hann vísar öðrum konum veginn og styrkir undirstöður vísinda á Íslandi. Þetta er mjög vel unnin skýrsla og nauðsynlegur lestur fyrir alla þá sem standa að rannsóknum hér á landi.
Fáar konur höfðu fengið hvatningarverðlaun RANNÍS þegar þessi skýrsla var skrifuð en nýlega hlutu nokkrar konur verðlaunin og er það einnig mjög jákvætt fyrir aðrar íslenskar vísindakonur.
Vísindanet kvenna spruttu upp víða í stærri háskólum og háskólasjúkrahúsum uppúr 1990 bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum til eflingar konum í vísindum. Vinna var lögð í öflun tölfræðilegra upplýsinga og mikil fræðsla fór fram um stöðu kvenna í vísindum allan síðastliðinn áratug. Margar vísindakonur fengu áhuga á því hvers vegna svo fáar konur komast til áhrifa innan vísindanna. Mikið hefur verið einblínt á konurnar sjálfar og hlutverk þeirra innan fjölskyldunnar. En það virðist ekki skýra málið.
Agnes Wold og Christine Wennerås, báðar læknar við Gautaborgarháskóla, ollu miklu fjaðrafoki í Svíþjóð árið 1995 með blaðaskrifum sínum í sænskt dagblað þar sem þær efuðust um það að rétt væri staðið að stöðu- og styrkjaveitingum hjá Rannsóknasjóði heilbrigðisvísinda (Medicinska forskningsrådet) þar í landi. Í framhaldi af því birtu þær grein í Nature 1997 sem er orðin fræg þar sem þær sýna fram á það tölfræðilega að það er sama jákvæða breytan að vera karl og það að vera í kunningja-fjölskyldutengslum. Agnes hélt fyrirlestur hér á Læknadögum nú í janúar síðastliðnum. Báðar þessar konur hafa átt sæti í sérfræðingahópi ESB um konur og vísindi sem birti skýrslu árið 2000 sem sýnir að konur standa verr að vígi í vísindum en karlar í ríkum ESB (ETAN-skýrslan).
Kannanir sýna að það er tilhneiging til þess að gleyma kynjavíddinni ef ekki er hugað að henni sérstaklega og að breytingarnar gerast ekki af sjálfu sér. Aðeins með virkum aðgerðum verður jákvæð þróun í þá átt að bæta stöðu kvenna í vísindum.
Víða í nágrannalöndunum hafa verið gerðar sérstakar aðgerðir til þess að efla og fjölga konum í vísindum og hér á landi þarf einnig að innleiða slíkt.
Félag kvenna í læknastétt stóð til dæmis fyrir málþingi síðastliðið vor um stöðu kvenna í læknastétt á Íslandi. Þar kom meðal annars fram að mjög fáar læknismenntaðar konur voru í kennslustöðum við Læknadeild Háskóla Íslands og á Landspítala var varla að finna nokkra konu í yfirlæknisstöðu. Þetta voru tölur sem töluðu sínu máli þó ekki væru þær tæmandi. Á síðastliðnu ári hefur orðið mikið skrið hvað varðar stöðuveitingar til kvenna og er það mjög gott.
Vonandi eiga fleiri jákvæðir atburðir eftir að eiga sér stað á næstu misserum.
Heimildir
1. Wennerås C, Wold A. Kvinnor diskrimineras i svensk medicinsk forskning. TFYL 1995; 595: 34-5.
2. Wennerås C, Wold A. A chair of one's own. Nature 2000; 408: 647.
3. Wennerås C, Wold A. Nepotism and sexism in peer-review. Nature 1997; 387: 341-3.
4. Wold A. Gunstlingssystemet í forskarvärlden måste bort. Läkartidningen 2001; 36(98): 3827-32.
5. European Commission: Science policies in the European Union: Promoting excellence through mainstreaming gender equality (European Technology Assessment Network (ETAN) on Women and Science). ftp://ftp.cordis. lu/pub/improving/docs/g_wo_etan_en_200101.pdf
6. Guðrún Agnarsdóttir. Læknablaðið 2001; 87: 142-4.
7. Ráðstefna 2001 á vegum NorFA. "Women in Academia". Skýrsla á slóðinni: www.norfa.no/_img/ACFB77B.pdf
8. Ráðstefna á Karolinska Insitutet, desember 2001. "Women in the Life Science". Videobroadcast: www.ki.se/wistool
9. Hellen Gunnarsdóttir. Morgunblaðið, 21. mars 2002: 8. "Konur sækja í sig veðrið".
10. Wold A. Morgunblaðið, 20. janúar 2002: 16. "Konur standa verr að vígi í vísindum en karlar".
11. Morgunblaðið, 22. janúar 2002: 30. Leiðari. "Kynjamisrétti í vísindasamfélaginu".
12. Skýrsla um konur í vísindum á Íslandi. Menntamálaráðuneytið, mars 2002. http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/konurivisindum.pdf
13. Dagens Nyheter 22/1 og 26/2 1995.
Niðurstöður íslensku skýrslunnar sýna að líkt og almennt gerist innan ESB og í löndum sem tengdust fimmtu rammaáætluninni er hlutur kvenna í vísindum hér á landi rýrari en karla. Líkt og annars staðar er kynferði ein af þeim breytum sem hefur haft mikil áhrif á tækifæri fólks í vísindasamfélaginu. Sem leið til að efla vísindi og nýsköpun hljóta Íslendingar ekki síður en aðrir að leggja áherslu á að fjölga konum sem leggja fyrir sig vísindi og rannsóknir. Vikið er síðan að nokkrum þáttum sem stuðlað getað að fjölgun kvenna í vísindum. Skýr markmið stjórnvalda í jafnréttismálum eru nú þegar til staðar samkvæmt lögum um jafna stöðu kvenna og karla (nr. 96/2000). Víða hafa stjórnvöld landa sett sér ákveðin töluleg markmið til að auka hlutfall kvenna sem gegna starfi háskólakennara á öllum fræðasviðum vísinda. Einnig er talið mikilvægt að á Íslandi sé unnið að svipaðri markmiðssetningu og nauðsynlegt talið að vinna að því að fjölga konum þar sem stefnumótun á sviði vísinda fer fram. Mótun vísindastefnu og framkvæmd hennar þarf að taka tillit til þarfa kvenna jafnt sem karla. Tryggja þarf gagnsæi allra reglna, svo sem við úthlutun styrkja og stöðuveitinga. Söfnun tölfræðilegra upplýsinga er forsenda þess að hægt sé að setja fram markmið um fjölgun kvenna í vísindum og áframhaldandi söfnun sé nauðsynleg. Breyta þarf staðalmynd vísindamannsins, lærimeistarar, jöfnun fjölskylduábyrgðar, efling framhaldsnáms hér á landi, efling kynjarannsókna og netverk vísindakvenna eru atriði sem talin eru geta eflt stöðu kvenna í vísindum á Íslandi. Í lokaorðum er rætt um það að árangur þeirra kvenna sem starfa í vísindum hér sé hins vegar mikill. Honum ber að halda á lofti því hann vísar öðrum konum veginn og styrkir undirstöður vísinda á Íslandi. Þetta er mjög vel unnin skýrsla og nauðsynlegur lestur fyrir alla þá sem standa að rannsóknum hér á landi.
Fáar konur höfðu fengið hvatningarverðlaun RANNÍS þegar þessi skýrsla var skrifuð en nýlega hlutu nokkrar konur verðlaunin og er það einnig mjög jákvætt fyrir aðrar íslenskar vísindakonur.
Vísindanet kvenna spruttu upp víða í stærri háskólum og háskólasjúkrahúsum uppúr 1990 bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum til eflingar konum í vísindum. Vinna var lögð í öflun tölfræðilegra upplýsinga og mikil fræðsla fór fram um stöðu kvenna í vísindum allan síðastliðinn áratug. Margar vísindakonur fengu áhuga á því hvers vegna svo fáar konur komast til áhrifa innan vísindanna. Mikið hefur verið einblínt á konurnar sjálfar og hlutverk þeirra innan fjölskyldunnar. En það virðist ekki skýra málið.
Agnes Wold og Christine Wennerås, báðar læknar við Gautaborgarháskóla, ollu miklu fjaðrafoki í Svíþjóð árið 1995 með blaðaskrifum sínum í sænskt dagblað þar sem þær efuðust um það að rétt væri staðið að stöðu- og styrkjaveitingum hjá Rannsóknasjóði heilbrigðisvísinda (Medicinska forskningsrådet) þar í landi. Í framhaldi af því birtu þær grein í Nature 1997 sem er orðin fræg þar sem þær sýna fram á það tölfræðilega að það er sama jákvæða breytan að vera karl og það að vera í kunningja-fjölskyldutengslum. Agnes hélt fyrirlestur hér á Læknadögum nú í janúar síðastliðnum. Báðar þessar konur hafa átt sæti í sérfræðingahópi ESB um konur og vísindi sem birti skýrslu árið 2000 sem sýnir að konur standa verr að vígi í vísindum en karlar í ríkum ESB (ETAN-skýrslan).
Kannanir sýna að það er tilhneiging til þess að gleyma kynjavíddinni ef ekki er hugað að henni sérstaklega og að breytingarnar gerast ekki af sjálfu sér. Aðeins með virkum aðgerðum verður jákvæð þróun í þá átt að bæta stöðu kvenna í vísindum.
Víða í nágrannalöndunum hafa verið gerðar sérstakar aðgerðir til þess að efla og fjölga konum í vísindum og hér á landi þarf einnig að innleiða slíkt.
Félag kvenna í læknastétt stóð til dæmis fyrir málþingi síðastliðið vor um stöðu kvenna í læknastétt á Íslandi. Þar kom meðal annars fram að mjög fáar læknismenntaðar konur voru í kennslustöðum við Læknadeild Háskóla Íslands og á Landspítala var varla að finna nokkra konu í yfirlæknisstöðu. Þetta voru tölur sem töluðu sínu máli þó ekki væru þær tæmandi. Á síðastliðnu ári hefur orðið mikið skrið hvað varðar stöðuveitingar til kvenna og er það mjög gott.
Vonandi eiga fleiri jákvæðir atburðir eftir að eiga sér stað á næstu misserum.
Heimildir
1. Wennerås C, Wold A. Kvinnor diskrimineras i svensk medicinsk forskning. TFYL 1995; 595: 34-5.2. Wennerås C, Wold A. A chair of one's own. Nature 2000; 408: 647.
3. Wennerås C, Wold A. Nepotism and sexism in peer-review. Nature 1997; 387: 341-3.
4. Wold A. Gunstlingssystemet í forskarvärlden måste bort. Läkartidningen 2001; 36(98): 3827-32.
5. European Commission: Science policies in the European Union: Promoting excellence through mainstreaming gender equality (European Technology Assessment Network (ETAN) on Women and Science). ftp://ftp.cordis. lu/pub/improving/docs/g_wo_etan_en_200101.pdf
6. Guðrún Agnarsdóttir. Læknablaðið 2001; 87: 142-4.
7. Ráðstefna 2001 á vegum NorFA. "Women in Academia". Skýrsla á slóðinni: www.norfa.no/_img/ACFB77B.pdf
8. Ráðstefna á Karolinska Insitutet, desember 2001. "Women in the Life Science". Videobroadcast: www.ki.se/wistool
9. Hellen Gunnarsdóttir. Morgunblaðið, 21. mars 2002: 8. "Konur sækja í sig veðrið".
10. Wold A. Morgunblaðið, 20. janúar 2002: 16. "Konur standa verr að vígi í vísindum en karlar".
11. Morgunblaðið, 22. janúar 2002: 30. Leiðari. "Kynjamisrétti í vísindasamfélaginu".
12. Skýrsla um konur í vísindum á Íslandi. Menntamálaráðuneytið, mars 2002. http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/konurivisindum.pdf
13. Dagens Nyheter 22/1 og 26/2 1995.