Umræða fréttir

Formannaráðstefna Læknafélags Íslands



Boðað er til formannafundar skv. 9. grein laga Læknafélags Íslands föstudaginn 12. apríl í húsnæði læknasamtakanna að Hlíðasmára 8, Kópavogi.



Dagskrá:

10:00-12:30 Skýrsla formanns LÍ um afgreiðslu ályktana aðalfundar 2001, störf stjórnar og stöðu helstu mála. Skýrslur formanna aðildarfélaga, samninganefnda og helstu starfsnefnda eftir atvikum.

12:30-13:30 Matarhlé

13:30-15:00 1. Læknar í vanda. Heilbrigðiseftirlit með læknum

Frummælendur: Landlæknir og Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins

2. Upplýsingar - auglýsingar á tölvuöld

Frummælandi: Einar Oddsson, formaður Siðfræðiráðs LÍ

3. Skipulagsmál læknasamtakanna, stéttarfélag/félög lækna

Frummælandi: Sigurbjörn Sveinsson, formaður LÍ

Umræður

15:00-15:30 Kaffihlé

15:30-17:00 Áframhald umræðna

Önnur mál



Fundarlok verða á heimili formanns að Hæðarseli 28, Reykjavík.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica