Umræða fréttir
Almenn sátt ríkir um meðferð kærumála
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra upplýsti það á Alþingi fyrir skömmu í svari við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur alþingismanns að kærum vegna meintra læknamistaka hefði fjölgað umtalsvert á undanförnum árum. Birti hann tölur fyrir fjögur ár sem voru á þessa leið:
1990 188 kærur
1995 261 kæra
2000 373 kærur
2001 356 kærur
Jafnframt kom fram í máli ráðherra að við meðferð Landlæknisembættisins á kærunum kæmi í ljós að um þriðjungur þeirra er talinn eiga við rök að styðjast og af þeim tilvikum flokkast um helmingur sem læknamistök en tíundi hluti telst eiga rót sína í samskiptaörðugleikum.
Þarna er um mikla fjölgun að ræða, tilvikin tvöfaldast á rúmum áratug. Ástæður þess taldi ráðherra einkum vera aukin réttindi sjúklinga sem fest hafa verið í lög og í framhaldi af því aukin vitund almennings og heilbrigðisstétta um rétt sjúklinga. Læknablaðinu lék forvitni á að vita hvernig embætti landlæknis tekur á þessum kærum. Sá sem ber hitann og þungann af því starfi er Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir.
Haukur staðfesti að annir embættisins vegna kærumála hefðu aukist verulega undanfarin ár. "Okkur finnst við þurfa meira fé og mannafla til þess að takast á við þessi mál en nú fer mest af tíma mínum í þau og ég hef ekki undan. Enda ber nokkuð á því að fólki finnist afgreiðsla mála taka langan tíma. Á þessu þarf að taka því þetta kemur niður á öðrum verkefnum sem embættinu er ætlað að sinna," segir Haukur.
Málsmeðferðin
Haukur benti á að þeim sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á mistökum heilbrigðisstarfsmanna (ekki bara lækna því innan heilbrigðiskerfisins starfa 30 löggildar starfsstéttir) séu ýmsar leiðir opnar. Auk þess að kæra til landlæknis geta menn leitað til þriggja manna nefndar sem skipuð er af Hæstarétti. Sum mál fara fyrir læknaráð, einkum þau sem erfiðari eru og alvarlegri. Vilji menn ekki una úrskurði þessara aðila er hægt að fara dómstólaleiðina.
"Þegar okkur berst kæra á hendur heilbrigðisstarfsmanni byrjum við oft á að ganga úr skugga um það hvort kærandi hafi rætt málið við yfirstjórn þeirrar stofnunar þar sem atvikið varð. Það gerum við vegna þess að lögin um réttindi sjúklinga kveða á um að það skuli gert.
Að því loknu skoðum við málið, köllum eftir upplýsingum frá þeim sem kærður er, biðjum um sjúkraskýrslur og/eða greinargerð og reynum að leggja faglegt mat á atvikið. Þegar fagþekkingu okkar hjá embættinu þrýtur leitum við aðstoðar óháðra sérfræðinga. Við reynum fyrst og fremst að greina á milli hvort um sé að ræða slys eða mistök. Á grundvelli þessa semjum við drög að álitsgerð sem send er aðilum málsins en þeir hafa fjögurra vikna andmælarétt. Að honum liðnum sendum við frá okkur endanlegt álit.
Niðurstaða okkar getur orðið á þann veg að kæran sé ekki staðfest. Eins getur kæran verið staðfest að hluta eða í heild. Sé það niðurstaða okkar að kæran sé staðfest getum við veitt viðkomandi ábendingu eða aðfinnslu. Einnig formlega áminningu eða tillögu til ráðherra um sviptingu starfsleyfis."
Dómsmál sjaldgæf
Landlæknir getur veitt heilbrigðisstarfsmönnum áminningu eða lagt til við heilbrigðisráðherra að læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður sé sviptur leyfi sínu.
"Margir halda líka að við getum úrskurðað um bótaskyldu og dæmt sjúklingum bætur en það er mesti misskilningur. Við getum einungis bent fólki á lög um réttindi sjúklinga og sjúkratryggingar og vísað því til Tryggingastofnunar ríkisins. Fái menn ekki úrlausn sinna mála þar geta þeir leitað til dómstóla. Við bendum fólki líka á að þótt það velji eina leið til að ná rétti sínum þá lokast aðrar leiðir ekki við það."
Landlæknisembættið gaf út rit um kvartanir og kærur á hendur heilbrigðisstarfsmönnum sem bárust embættinu á árunum 1991-1997 og segir Haukur að þótt nokkur fjölgun hafi orðið síðan hafi kærumálin ekki breyst mikið. Í ritinu kemur fram að af rúmlega 1.500 kærum sem bárust á þessum árum hafi helmingurinn verið vegna meintra mistaka. Næst komu samskiptaerfiðleikar, þá kvartanir vegna aðgengi að þjónustu og fjórði stærsti flokkurinn var vegna læknisvottorða.
Af 750 kærum vegna meintra mistaka taldi embættið staðfest að 200 kærur ættu við rök að styðjast og 63 til viðbótar voru staðfestar að hluta. Þetta gerir um þriðjung og svipað hlutfall af kærum vegna samskiptaörðugleika var staðfest. Á þessum árum fengu 149 starfsmenn ábendingu, 98 aðfinnslu, 16 hlutu formlega áminningu og embættið lagði til að tveir starfsmenn yrðu sviptir starfsleyfi.
Verðum lítið vör við óánægju
Þær raddir hafa heyrst að meðferð kærumála hjá embættinu sé lokað ferli þar sem sami aðilinn taki við kæru, rannsaki málið og kveði upp úrskurð. Verður Haukur var við mikla óánægju með þessar starfsaðferðir?
"Nei, við verðum ekki vör við að fólk sé ósátt. Mörgum sjúklingum finnst kerfið vera nokkur frumskógur og erfitt að leita réttar síns en við reynum að vísa fólki rétta leið enda lítum við á okkur sem umboðsmenn sjúklinga. Það gefur nokkra vísbendingu að hér á landi er ekki mikið um málaferli vegna læknamistaka. Fólk getur leitað til dómstóla ef það er óánægt með niðurstöður okkar en slíkt er ekki algengt. Við höfum heldur ekki upplifað það oft að dómstólar snúi við niðurstöðum okkar enda reynum við að vanda til þeirra og vinna á faglegan hátt.
Hitt er annað mál að aukin réttindi sjúklinga sem ákvörðuð eru með lögum gera málin flóknari og erfiðari viðureignar. Þau þurfa að fylgja ákveðnum formlegum reglum og taka meiri tíma en áður. Við þetta bætist að viðhorf almennings til lækna hefur breyst, fólk er djarfara en áður og meðvitaðra um rétt sinn enda almennt betur menntað. Allt verður þetta til þess að fjölga málum og auka álagið og annríkið hjá okkur," segir Haukur.
Í áðurnefndu svari ráðherra kom fram að áætlaður kostnaður Landlæknisembættisins vegna kærumála hefði verið um 13 milljónir króna árið 2001 en þá var þessi kostnaður aðgreindur frá öðrum póstum í bókhaldi embættisins í fyrsta sinn. Ljóst er að þessi kostnaður mun aukast og því þarf að mæta, að öðrum kosti mun það bitna á öðrum verkefnum embættisins sem eru ærin. -ÞH
1990 188 kærur
1995 261 kæra
2000 373 kærur
2001 356 kærur
Jafnframt kom fram í máli ráðherra að við meðferð Landlæknisembættisins á kærunum kæmi í ljós að um þriðjungur þeirra er talinn eiga við rök að styðjast og af þeim tilvikum flokkast um helmingur sem læknamistök en tíundi hluti telst eiga rót sína í samskiptaörðugleikum.
Þarna er um mikla fjölgun að ræða, tilvikin tvöfaldast á rúmum áratug. Ástæður þess taldi ráðherra einkum vera aukin réttindi sjúklinga sem fest hafa verið í lög og í framhaldi af því aukin vitund almennings og heilbrigðisstétta um rétt sjúklinga. Læknablaðinu lék forvitni á að vita hvernig embætti landlæknis tekur á þessum kærum. Sá sem ber hitann og þungann af því starfi er Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir.
Haukur staðfesti að annir embættisins vegna kærumála hefðu aukist verulega undanfarin ár. "Okkur finnst við þurfa meira fé og mannafla til þess að takast á við þessi mál en nú fer mest af tíma mínum í þau og ég hef ekki undan. Enda ber nokkuð á því að fólki finnist afgreiðsla mála taka langan tíma. Á þessu þarf að taka því þetta kemur niður á öðrum verkefnum sem embættinu er ætlað að sinna," segir Haukur.
Málsmeðferðin
Haukur benti á að þeim sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á mistökum heilbrigðisstarfsmanna (ekki bara lækna því innan heilbrigðiskerfisins starfa 30 löggildar starfsstéttir) séu ýmsar leiðir opnar. Auk þess að kæra til landlæknis geta menn leitað til þriggja manna nefndar sem skipuð er af Hæstarétti. Sum mál fara fyrir læknaráð, einkum þau sem erfiðari eru og alvarlegri. Vilji menn ekki una úrskurði þessara aðila er hægt að fara dómstólaleiðina."Þegar okkur berst kæra á hendur heilbrigðisstarfsmanni byrjum við oft á að ganga úr skugga um það hvort kærandi hafi rætt málið við yfirstjórn þeirrar stofnunar þar sem atvikið varð. Það gerum við vegna þess að lögin um réttindi sjúklinga kveða á um að það skuli gert.
Að því loknu skoðum við málið, köllum eftir upplýsingum frá þeim sem kærður er, biðjum um sjúkraskýrslur og/eða greinargerð og reynum að leggja faglegt mat á atvikið. Þegar fagþekkingu okkar hjá embættinu þrýtur leitum við aðstoðar óháðra sérfræðinga. Við reynum fyrst og fremst að greina á milli hvort um sé að ræða slys eða mistök. Á grundvelli þessa semjum við drög að álitsgerð sem send er aðilum málsins en þeir hafa fjögurra vikna andmælarétt. Að honum liðnum sendum við frá okkur endanlegt álit.
Niðurstaða okkar getur orðið á þann veg að kæran sé ekki staðfest. Eins getur kæran verið staðfest að hluta eða í heild. Sé það niðurstaða okkar að kæran sé staðfest getum við veitt viðkomandi ábendingu eða aðfinnslu. Einnig formlega áminningu eða tillögu til ráðherra um sviptingu starfsleyfis."
Dómsmál sjaldgæf
Landlæknir getur veitt heilbrigðisstarfsmönnum áminningu eða lagt til við heilbrigðisráðherra að læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður sé sviptur leyfi sínu."Margir halda líka að við getum úrskurðað um bótaskyldu og dæmt sjúklingum bætur en það er mesti misskilningur. Við getum einungis bent fólki á lög um réttindi sjúklinga og sjúkratryggingar og vísað því til Tryggingastofnunar ríkisins. Fái menn ekki úrlausn sinna mála þar geta þeir leitað til dómstóla. Við bendum fólki líka á að þótt það velji eina leið til að ná rétti sínum þá lokast aðrar leiðir ekki við það."
Landlæknisembættið gaf út rit um kvartanir og kærur á hendur heilbrigðisstarfsmönnum sem bárust embættinu á árunum 1991-1997 og segir Haukur að þótt nokkur fjölgun hafi orðið síðan hafi kærumálin ekki breyst mikið. Í ritinu kemur fram að af rúmlega 1.500 kærum sem bárust á þessum árum hafi helmingurinn verið vegna meintra mistaka. Næst komu samskiptaerfiðleikar, þá kvartanir vegna aðgengi að þjónustu og fjórði stærsti flokkurinn var vegna læknisvottorða.
Af 750 kærum vegna meintra mistaka taldi embættið staðfest að 200 kærur ættu við rök að styðjast og 63 til viðbótar voru staðfestar að hluta. Þetta gerir um þriðjung og svipað hlutfall af kærum vegna samskiptaörðugleika var staðfest. Á þessum árum fengu 149 starfsmenn ábendingu, 98 aðfinnslu, 16 hlutu formlega áminningu og embættið lagði til að tveir starfsmenn yrðu sviptir starfsleyfi.
Verðum lítið vör við óánægju
Þær raddir hafa heyrst að meðferð kærumála hjá embættinu sé lokað ferli þar sem sami aðilinn taki við kæru, rannsaki málið og kveði upp úrskurð. Verður Haukur var við mikla óánægju með þessar starfsaðferðir?"Nei, við verðum ekki vör við að fólk sé ósátt. Mörgum sjúklingum finnst kerfið vera nokkur frumskógur og erfitt að leita réttar síns en við reynum að vísa fólki rétta leið enda lítum við á okkur sem umboðsmenn sjúklinga. Það gefur nokkra vísbendingu að hér á landi er ekki mikið um málaferli vegna læknamistaka. Fólk getur leitað til dómstóla ef það er óánægt með niðurstöður okkar en slíkt er ekki algengt. Við höfum heldur ekki upplifað það oft að dómstólar snúi við niðurstöðum okkar enda reynum við að vanda til þeirra og vinna á faglegan hátt.
Hitt er annað mál að aukin réttindi sjúklinga sem ákvörðuð eru með lögum gera málin flóknari og erfiðari viðureignar. Þau þurfa að fylgja ákveðnum formlegum reglum og taka meiri tíma en áður. Við þetta bætist að viðhorf almennings til lækna hefur breyst, fólk er djarfara en áður og meðvitaðra um rétt sinn enda almennt betur menntað. Allt verður þetta til þess að fjölga málum og auka álagið og annríkið hjá okkur," segir Haukur.
Í áðurnefndu svari ráðherra kom fram að áætlaður kostnaður Landlæknisembættisins vegna kærumála hefði verið um 13 milljónir króna árið 2001 en þá var þessi kostnaður aðgreindur frá öðrum póstum í bókhaldi embættisins í fyrsta sinn. Ljóst er að þessi kostnaður mun aukast og því þarf að mæta, að öðrum kosti mun það bitna á öðrum verkefnum embættisins sem eru ærin. -ÞH