Fræðigreinar
  • Greinin öll á.pdf

Klínískar leiðbeiningar

Fyrri hluti þessara leiðbeininga birtist hér, þ.e. sá hluti er lýtur að minniháttar höfuðáverkum. Fjallað er um líkur á höfuðkúpubroti og heilaskaða eftir áverka, þýðingu minnkaðrar meðvitundar og þörfina fyrir frekari rannsóknir, og þá sérstaklega tölvusneiðmyndir (CT). Rætt er um útskrift eftir skoðun eina saman og hvenær þörf sé á innlögn, ráðgjöf heila- og taugaskurðlæknis eða flutningi á heila- og taugaskurðlækningadeild.

Leiðbeiningarnar eru ætlaðar læknum sem fyrstir taka á móti slösuðum sjúklingum. Þær birtust í Journal of Trauma 2000; 48 og hefur læknum verið bent á þá grein með bréfi og tölvupósti. Svipaðar leiðbeiningar hafa birst víða í nágrannalöndunum.

Hér á eftir fer ágrip af leiðbeiningunum á íslensku, en þær má einnig nálgast á vef Landlæknisembættisins www.landlaeknir.is undir klínískar leiðbeiningar.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica