Umræða fréttir
Námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk í dreifbýli
Um miðjan marsmánuð hefst á Akureyri fyrsta námskeiðið í nýrri námskeiðaröð sem endurmenntunardeild Háskólans á Akureyri heldur fyrir heilbrigðisstarfsfólk á landsbyggðinni í samvinnu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og heilbrigðisdeild háskólans. Námskeiðið stendur frá morgni föstudagsins 15. mars og fram að hádegi daginn eftir og fjallar um myndgreiningu.