Fræðigreinar

Klínískar leiðbeiningar um blóðþynningu og blóðflöguhemjandi meðferð einstaklinga með gáttatif án lokusjúkdóma

Á vegum Landlæknisembættisins hafa verið unnar klínískar leiðbeiningar um ýmis læknisfræðileg vandamál og eru þessar leiðbeiningar aðgengilegar á vef embættisins á www.landlaeknir.is. Á undanförnum árum hafa birst fjölmargar rannsóknir um gagnsemi blóðþynningarmeðferðar til að koma í veg fyrir heilablóðfall hjá sjúklingum með gáttatif. Tilgangur þessara leiðbeininga er að draga saman niðurstöður þessara rannsókna og gera þær aðgengilegar fyrir íslenska lækna en ýmislegt bendir til þess að notkun blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum með gáttatif sé ábótavant bæði hérlendis og erlendis.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica