Umræða fréttir
Smásjáin 1
Kulnun í starfi
Vinnueftirlitið gengst fyrir málþingi um kulnun í starfi í Norræna húsinu 8. febrúar nk. kl. 13-17. Aðalfyrirlesri málþingsins verður Wilmar Schaufeli prófessor í félags- og skipulagssálfræði við háskólann í Utrecht í Hollandi. Málþingið verður auglýst nánar í dagblöðum.Námskeið um sérgreinaval unglækna
Stjórn Félags unglækna stóð fyrir námskeiði um Sérgreinaval að loknu kandidatsári í samvinnu við Helgu Hannesdóttur geðlækni þann 19. janúar síðastliðinn. Kennari á námskeiðinu var Lisbeth Knudsen, heilsugæslulæknir frá Danmörku.Þetta er í þriðja sinn sem Lisbeth kemur til Íslands á vegum Félags unglækna til að halda námskeið um þetta efni. Ráðgjöf um val á sérnámi er algeng í nágrannalöndum okkar. Í Danmörku er ráðgjöfin í samvinnu við danska læknafélagið og heilbrigðisráðuneytið. Þátttaka á námskeiðinu var góð eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var af hópnum sem sótti námskeiðið í Hlíðasmára 8.