Umræða fréttir
Tímarit á sviði taugalæknisfræði: Krefjast yfirlýsingar um frelsi höfunda
Ritstjórar 14 leiðandi tímarita á sviði taugalækninga hafa ákveðið að krefjast þess af höfundum fræðigreina að þeir undirriti yfirlýsingu þess efnis að þeir hafi óskoraðan rétt til að birta öll sín rannsóknargögn og niðurstöður og að þeir þurfi ekki að leita leyfis þess sem fjármagnar rannsóknina. Án slíkrar yfirlýsingar verða greinar þeirra ekki teknar til birtingar, segir í ritstjórnargrein tímaritsins Journal of Neurology, Neurosurgery and Psychiatry (2002; 72: 143).
Í greininni segir að fyrirtæki sem kosta rannsóknir eigi ekki að komast upp með að hafa áhrif á birtingu rannsóknarniðurstaðna, hvað þá að koma í veg fyrir birtingu þeirra séu niðurstöðurnar ekki hliðhollar framleiðslu þeirra. "Höfundar, ritstjórar og kostendur gera sér ljósa grein fyrir þeim vanda sem hér er orðinn og nú er tímabært að tekið sé á honum," segir ennfremur í ritstjórnargreininni.
Ritstjórarnir segja ekki nægjanlegt að höfundar greini frá fjárhagslegum tengslum sínum við fyrirtæki og stofnanir, hvort sem er í eigu ríkis eða einkaaðila, heldur verði einnig að taka af öll tvímæli um önnur tengsl sem kunna að vera fyrir hendi.
Þessi ákvörðun endurspeglar vaxandi áhyggjur sem ritstjórar fræðirita á sviði læknisfræði hafa af áhrifum kostenda á birtingu rannsóknarniðurstaðna. Síðastliðið sumar birtist ritstjórnargrein eftir hóp ritstjóra virtustu læknablaða heims þar sem varað var við þessari þróun en hún var einnig birt hér í Læknablaðinu (2001; 87: 908-9). (BMJ 2002; 324: 192)
Í greininni segir að fyrirtæki sem kosta rannsóknir eigi ekki að komast upp með að hafa áhrif á birtingu rannsóknarniðurstaðna, hvað þá að koma í veg fyrir birtingu þeirra séu niðurstöðurnar ekki hliðhollar framleiðslu þeirra. "Höfundar, ritstjórar og kostendur gera sér ljósa grein fyrir þeim vanda sem hér er orðinn og nú er tímabært að tekið sé á honum," segir ennfremur í ritstjórnargreininni.
Ritstjórarnir segja ekki nægjanlegt að höfundar greini frá fjárhagslegum tengslum sínum við fyrirtæki og stofnanir, hvort sem er í eigu ríkis eða einkaaðila, heldur verði einnig að taka af öll tvímæli um önnur tengsl sem kunna að vera fyrir hendi.
Þessi ákvörðun endurspeglar vaxandi áhyggjur sem ritstjórar fræðirita á sviði læknisfræði hafa af áhrifum kostenda á birtingu rannsóknarniðurstaðna. Síðastliðið sumar birtist ritstjórnargrein eftir hóp ritstjóra virtustu læknablaða heims þar sem varað var við þessari þróun en hún var einnig birt hér í Læknablaðinu (2001; 87: 908-9). (BMJ 2002; 324: 192)