Umræða fréttir
  • Mynd 1
  • Mynd 2

Lyfjamál 101: Lyf við sársjúkdómi (A02B)

Þrátt fyrir að notkun á címetidíni og ranitidíni fari nú jafnt og þétt minnkandi heldur kostnaður vegna lyfja við sársjúkdómi stöðugt áfram að hækka eins og sjá má á súluritinu hér að neðan. Kostnaður á árinu 2001 er hér framreiknaður á grundvelli talna fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Mestu munar um vaxandi kostnað vegna ómeprazóls og lanzóprazóls. Reyndar virðist magn þeirra síðastnefndu vera að ná hámarki og jafnvel aðeins að minnka á síðasta ári. Á móti kemur inn nýtt lyf, esómeprazól, sem er í örum vexti. Óvenjuleg þróun er í þessu tilfelli þar eð esómeprazól er mun ódýrara en bæði ómeprazól og lanzóprazól og meira að segja ódýrara en nýjasta lyfið, rabeprazól, sem fékk markaðsleyfi 1. maí 2001 og er að byrja að gera vart við sig í sölutölum. Meðalverð dagskammta samkvæmt verðskrá 1. janúar 2002 er sem hér segir: Ómeprazól 246 kr., lanzóprazól 261 kr., rabeprazól 203 kr. og esómeprazól 158 kr.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica