Umræða fréttir

Fallið frá innheimtu lyfjaeftirlitsgjalds

Í ágústmánuði í sumar ritaði Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ bréf til Lyfjastofnunar þar sem hann mótmælti innheimtu lyfjaeftirlitsgjalds fyrir árið 2002. Nú hefur Lyfjastofnun svarað þessu bréfi og er það svar svohljóðandi:Lyfjaeftirlitsgjöld árið 2002Vísað er í bréf Læknafélags Íslands, dags. 20. ágúst, vegna álagningar lyfjaeftirlitsgjalda árið 2002.

Að gefnu tilefni vill Lyfjastofnun taka fram að stofnunin hefur fallið frá álagningu lyfjaeftirlitsgjalds árið 2002 á einstaka lækna, sem kaupa lyf í heildsölu í eigin nafni. Engar breytingar hafa verið gerðar vegna innheimtu eftirlitsgjalds á læknastöðvar. Fjársýsla ríkisins hefur verið upplýst um þessa ákvörðun og mun stofnunin endurgreiða þeim sem hafa greitt eftirlitsgjöld í samræmi við það.F.h. Lyfjastofnunar,

Daníel Viðarsson

Sviðstjóri gæða- og eftirlitssviðs

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica