Umræða fréttir
Handbók um reykleysi
Út er komin handbók fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem fjallar um reykleysismeðferð og tóbaksvarnir. Bókin nefnist Tært loft og er unnin með hliðsjón af breskri bók, "Cleaning the air", en staðfærð og löguð að íslenskum aðstæðum. Í henni er að finna leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsfólk um hvernig það getur aðstoðað fólk við að hætta að reykja á sem áhrifaríkastan hátt.
Tilgangur bókarinnar er að
o auka þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á áhrifum reykinga á lýðheilsu
o kynna helstu ákvæði tóbaksvarnalaga
o veita heilbrigðisstarfsfólki upplýsingar um reykleysismeðferð í því skyni að bæta hæfni þeirra og öryggi á því sviði
o styðja heilbrigðisstarfsfólk til að veita markvissa aðstoð til reykleysis
o kynna úrræði og helstu leiðir við framkvæmd reykleysismeðferðar
o bæta þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á lyfjameðferð við tóbaksfíkn með og án nikótíns og auka hæfni þess til að ráðleggja reykingamönnum um lyfjameðferð og gerð áætlunar fyrir hvern og einn.
Bókin fæst hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.
(Úr fréttatilkynningu)
Tilgangur bókarinnar er að
o auka þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á áhrifum reykinga á lýðheilsu
o kynna helstu ákvæði tóbaksvarnalaga
o veita heilbrigðisstarfsfólki upplýsingar um reykleysismeðferð í því skyni að bæta hæfni þeirra og öryggi á því sviði
o styðja heilbrigðisstarfsfólk til að veita markvissa aðstoð til reykleysis
o kynna úrræði og helstu leiðir við framkvæmd reykleysismeðferðar
o bæta þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á lyfjameðferð við tóbaksfíkn með og án nikótíns og auka hæfni þess til að ráðleggja reykingamönnum um lyfjameðferð og gerð áætlunar fyrir hvern og einn.
Bókin fæst hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.
(Úr fréttatilkynningu)