Umræða fréttir

Yfirlit um lyfjasölu ársins og kostnaðarmesta lyfjaflokkinn, tauga- og geðlyf

Lyfjakostnaður almannatrygginga (Tryggingastofnunar ríkisins) fyrir tímabilið janúar-ágúst 2002 var 3.587 milljónir króna. Á sama tímabili síðasta árs var hann 3.021 milljónir króna. Hækkunin er tæp 19%. Lyfjaverð hefur almennt farið eilítið lækkandi síðustu mánuði og að óbreyttu er líklegt að lyfjakostnaður TR verði að minnsta kosti 5.500 milljónir króna fyrir 2002. Á síðasta ári varð kostnaðurinn 4.809 milljónir króna. Það lítur því út fyrir að aukningin verð rúmlega 14%. Á fjárlögum fyrir 2002 er gert ráð fyrir 4.973 milljónum króna í lyfjakostnað TR og stefnir því í tæplega 530 milljónir króna umfram þau.

Heildarverðmæti seldra lyfja fyrstu sex mánuði 2002 reiknað á apóteksverði með virðisaukaskatti samkvæmt verðskrá í desember 2001 er 6.830 milljónir króna. Hlutur tauga- og geðlyfja (ATC-flokkur N) í þessari upphæð er 1.950 milljónir króna, eða 29%. Til fróðleiks fylgir hér með greining á notkun þessara lyfja eftir aðalflokkum innan tauga- og geðlyfja á árunum 1989-2002. Verðmæti fyrir 2002 er framreiknað miðað við fyrstu sex mánuði ársins.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica