Umræða fréttir

Smásjáin. Dánarorsakir 1981-1998

Dánarorsakir 1981-1998n Hagstofan hefur á þessu ári gefið út fréttatilkynningar um dánarorsakir á árunum 1996-1998 og voru þær í fyrsta sinn flokkaðar eftir ICD-10 sjúkdóma- og dánarmeinaskrá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Einnig er birtur samanburður á dánarorsökum frá 1981-1998.

Tölurnar sýna að dánartíðni meðal ungs og miðaldra fólks er afar lág hér á landi. Langflest dauðsföll eiga sér stað í hárri elli og veldur því að hlutfall langvinnra sjúkdóma verður mjög hátt. Algengustu dánarorsakir eru blóðrásarsjúkdómar og krabbamein og hefur dánartíðni af fyrrnefndum sjúkdómum heldur lækkað en dauðsföllum af völdum æxla fjölgað að sama skapi. Aðrar algengar dánarorsakir eru slys og öndunarfærasjúkdómar.

Fram kemur í tölum Hagstofunnar að dánartíðni er hærri meðal karla en kvenna í öllum aldurshópum en á síðustu tveimur áratugum hafa börn og ungir karlar hagnast mest á bættum lífslíkum hér á landi. Ungbarnadauði er með því lægsta sem þekkist í heiminum, hefur lækkað úr sex í tæplega fjögur af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum. Þá hefur það einnig gerst að dregið hefur úr dauðsföllum barna af völdum slysa og er fjöldi þeirra orðinn mjög áþekkur því sem gerist í nágrannalöndum okkar.

Nánari upplýsingar og töflur með greiningu á dánarorsökum er að finna á vefslóðinni

hagstofa.is/frettir/ danir98.htm

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica