Umræða fréttir
Dreifibréf Landlæknisembættisins nr. 2/2002. Tilkynning frá sóttvarnalækni
Bólusetning gegn inflúensu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ráðleggur að inflúensubóluefni á norðurhveli fyrir tímabilið 2002-2003 innihaldi eftirtalda stofna (WHO Weekly Epidemiological Record 2002; 77: 62-6): o A/Nýju Caledoniu/20/99 (H1N1) - lík veira
o A/Moskvu/10/99 (H3N2) - lík veira*
o B/Hong Kong/330/2001 - lík veira
* A/Panama/2007/99 stofn sem oft er notaður er A/Moskvu/ 10/99 - lík veira
Hverja á að bólusetja?
Alla einstaklinga eldri en 60 ára.Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
Starfsfólk heilbrigðisþjónustu og aðra þá sem daglega annast fólk með aukna áhættu.
Hvatt er til þess að bólusetningar gegn inflúensu hefjist sem fyrst og verði lokið að mestu fyrir byrjun nóvember. Þetta er gert til að auðvelda bólusetningarátak gegn meningókokkasjúkdómi C sem hefst í október og nóvember á þessu ári.