Ritstjórnargreinar
Ráðstefnuhald á Íslandi
Sagt er að læknar hafi ekki efni á að fara ekki á læknaráðstefnur. Þessi fullyrðing hefur verið rökstudd á þann hátt að með því að sækja ráðstefnur fái læknar tækifæri til að fylgjast með nýjungum í einstökum sérgreinum og framförum í tækjabúnaði til lækninga og rannsókna. Auk þess hafa þeir möguleika á að mynda tengsl við erlenda starfsbræður í sérgreininni og jafnvel hefja samstarf við þá. Ráðstefnur gegna einnig því mikilvæga hlutverki að brjóta upp dagleg störf lækna, fá þá til að sjá læknisfræðileg vandamál frá nýjum hliðum og kynda undir vísindalegri hugsun. Síðast en ekki síst örva ráðstefnur lækna til að stunda vísindarannsóknir og kynna niðurstöður sínar. Langflestir íslenskir læknar sækja að minnsta kosti eina til tvær ráðstefnur á ári og tryggja með því að nýjungar í meðferð og greiningu sjúkdóma berist hratt til landsins.
Skipulagning alþjóðlegra þinga fyrir lækna er arðsamur stóriðnaður víða um heim og iðulega er hörð samkeppni milli sérgreinafélaga einstakra landa um að fá þau til sín. Þátttakendafjöldi á um 80% læknaráðstefna er undir 1000 manns, en á þeim stærstu getur hann hæglega verið á bilinu 1-30 þúsund. Þær borgir sem eiga að hýsa stærri ráðstefnur verða að hafa gistiaðstöðu og veitingastaði fyrir allan þann fjölda sem sækir þingið og stóra ráðstefnuhöll með fyrirlestrarsölum og fundarherbergjum af öllum stærðum og gerðum. Einnig þarf rúmgóða sali undir tækja- og vörusýningar sem eru haldnar samhliða þingunum. Sem dæmi um stórar og glæsilegar ráðstefnuhallir má nefna Moscone Center í San Francisco, Baltimore Convention Center, McCormick Convention Center í Chicago og Internationale Kongress Zentrum í Berlín.
Síðasta áratug hefur alþjóðlegum læknaþingum sem haldin eru hér á landi fjölgað hratt og í sumar voru að minnsta kosti níu þing haldin. Þátttakendur á þeim voru á bilinu 100 til 800. Áætlaður fjöldi ferðamanna sem komu til landsins í beinum tengslum við þingin er tæplega 4000. Gera má ráð fyrir að gjaldeyristekjur af sérhverjum ráðstefnugesti sé að jafnaði um það bil 150-250 þúsund krónur og hafa því heildargjaldeyristekjur af læknaþingum síðastliðið sumar verið tæpur einn milljarður króna. Með þessar tölur í huga er augljóst að opinberum aðilum, svo sem ríki og sveitarfélögum, ætti að vera umhugað um að styðja og auðvelda sérgreinafélögum lækna að skipuleggja og halda þing.
Helsti styrkleiki Íslands sem ráðstefnulands er að mörgum þykir forvitnilegt að sækja landið heim og kynnast einstakri náttúru landsins og menningu þjóðarinnar. Annar styrkleiki er góð sambönd og samgöngur bæði við Evrópu og Norður-Ameríku. Á hinn bóginn eru helstu veikleikar stutt sumur, takmarkað gistirými og aðstöðuleysi til ráðstefnu- og sýningarhalds sem og hár flutningskostnaður varnings og tækja á sýningar.
Sem stendur er illmögulegt að standa fyrir læknaþingi þar sem fjöldi þátttakenda fer mikið yfir 1000 manns. Stærstu þingin sem hingað til hafa verið haldin hér á landi hafa haft um 1000-1200 þátttakendur. Háskólabíó, Borgarleikhúsið, Hótel Loftleiðir, Hótel Saga og Grand Hótel Reykjavík hafa verið notuð sem ráðstefnuhús, en engin af þessum annars ágætu byggingum eru sérhannaðar með slík þing í huga. Þó að aðstaða til fyrirlestrahalds geti verið til fyrirmyndar í einstaka sölum þá vantar sali sem taka meira en 1000 manns í sæti samhliða aðstöðu til þess að halda stórar tækja- og vörusýningar.
Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg eru um þessar mundir að láta hanna og undirbúa byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn. Mikil umræða hefur farið fram um aðstöðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands ásamt því hvort Íslenska óperan eigi að fá inni í húsinu eða ekki. Á hinn bóginn hefur lítið farið fyrir umræðu um þá aðstöðu sem ætluð er til ráðstefnu- og sýningahalds. Teikningar að nýju tónlistar- og ráðstefnuhúsi liggja enn ekki fyrir, en í þeirri hugmyndasamkeppni sem efnt var til á síðasta ári um hönnun hússins var gert ráð fyrir hljómleikasal fyrir 1500 manns, æfingasal fyrir 450 manns, ráðstefnusal fyrir 750 og minni sölum tengdum ráðstefnusalnum sem verða um 1750 fermetrar alls. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðstöðu til tækja- og vörusýninga, en gert er ráð fyrir að koma slíkum sýningum fyrir í anddyrinu. Samkvæmt þessum hugmyndum virðist mér að fyrirhugað tónlistar- og ráðstefnuhús við Reykjavíkurhöfn muni að einhverju leyti bæta aðstöðuna til ráðstefnuhalds hér á landi, en sem fyrr verði ekki með nokkru móti hægt að skipuleggja þing þar sem þátttakendafjöldinn fer yfir 1500 manns. Áfram verður aðstaða til tækja- og vörusýninga samhliða þingunum léleg og illseljanleg. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem tengjast ráðstefnuhaldi á Íslandi þykir mér að ríki og borg ættu að endurskoða núverandi hugmyndir um tónlistar- og ráðstefnuhöll.
Skipulagning alþjóðlegra þinga fyrir lækna er arðsamur stóriðnaður víða um heim og iðulega er hörð samkeppni milli sérgreinafélaga einstakra landa um að fá þau til sín. Þátttakendafjöldi á um 80% læknaráðstefna er undir 1000 manns, en á þeim stærstu getur hann hæglega verið á bilinu 1-30 þúsund. Þær borgir sem eiga að hýsa stærri ráðstefnur verða að hafa gistiaðstöðu og veitingastaði fyrir allan þann fjölda sem sækir þingið og stóra ráðstefnuhöll með fyrirlestrarsölum og fundarherbergjum af öllum stærðum og gerðum. Einnig þarf rúmgóða sali undir tækja- og vörusýningar sem eru haldnar samhliða þingunum. Sem dæmi um stórar og glæsilegar ráðstefnuhallir má nefna Moscone Center í San Francisco, Baltimore Convention Center, McCormick Convention Center í Chicago og Internationale Kongress Zentrum í Berlín.
Síðasta áratug hefur alþjóðlegum læknaþingum sem haldin eru hér á landi fjölgað hratt og í sumar voru að minnsta kosti níu þing haldin. Þátttakendur á þeim voru á bilinu 100 til 800. Áætlaður fjöldi ferðamanna sem komu til landsins í beinum tengslum við þingin er tæplega 4000. Gera má ráð fyrir að gjaldeyristekjur af sérhverjum ráðstefnugesti sé að jafnaði um það bil 150-250 þúsund krónur og hafa því heildargjaldeyristekjur af læknaþingum síðastliðið sumar verið tæpur einn milljarður króna. Með þessar tölur í huga er augljóst að opinberum aðilum, svo sem ríki og sveitarfélögum, ætti að vera umhugað um að styðja og auðvelda sérgreinafélögum lækna að skipuleggja og halda þing.
Helsti styrkleiki Íslands sem ráðstefnulands er að mörgum þykir forvitnilegt að sækja landið heim og kynnast einstakri náttúru landsins og menningu þjóðarinnar. Annar styrkleiki er góð sambönd og samgöngur bæði við Evrópu og Norður-Ameríku. Á hinn bóginn eru helstu veikleikar stutt sumur, takmarkað gistirými og aðstöðuleysi til ráðstefnu- og sýningarhalds sem og hár flutningskostnaður varnings og tækja á sýningar.
Sem stendur er illmögulegt að standa fyrir læknaþingi þar sem fjöldi þátttakenda fer mikið yfir 1000 manns. Stærstu þingin sem hingað til hafa verið haldin hér á landi hafa haft um 1000-1200 þátttakendur. Háskólabíó, Borgarleikhúsið, Hótel Loftleiðir, Hótel Saga og Grand Hótel Reykjavík hafa verið notuð sem ráðstefnuhús, en engin af þessum annars ágætu byggingum eru sérhannaðar með slík þing í huga. Þó að aðstaða til fyrirlestrahalds geti verið til fyrirmyndar í einstaka sölum þá vantar sali sem taka meira en 1000 manns í sæti samhliða aðstöðu til þess að halda stórar tækja- og vörusýningar.
Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg eru um þessar mundir að láta hanna og undirbúa byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn. Mikil umræða hefur farið fram um aðstöðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands ásamt því hvort Íslenska óperan eigi að fá inni í húsinu eða ekki. Á hinn bóginn hefur lítið farið fyrir umræðu um þá aðstöðu sem ætluð er til ráðstefnu- og sýningahalds. Teikningar að nýju tónlistar- og ráðstefnuhúsi liggja enn ekki fyrir, en í þeirri hugmyndasamkeppni sem efnt var til á síðasta ári um hönnun hússins var gert ráð fyrir hljómleikasal fyrir 1500 manns, æfingasal fyrir 450 manns, ráðstefnusal fyrir 750 og minni sölum tengdum ráðstefnusalnum sem verða um 1750 fermetrar alls. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðstöðu til tækja- og vörusýninga, en gert er ráð fyrir að koma slíkum sýningum fyrir í anddyrinu. Samkvæmt þessum hugmyndum virðist mér að fyrirhugað tónlistar- og ráðstefnuhús við Reykjavíkurhöfn muni að einhverju leyti bæta aðstöðuna til ráðstefnuhalds hér á landi, en sem fyrr verði ekki með nokkru móti hægt að skipuleggja þing þar sem þátttakendafjöldinn fer yfir 1500 manns. Áfram verður aðstaða til tækja- og vörusýninga samhliða þingunum léleg og illseljanleg. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem tengjast ráðstefnuhaldi á Íslandi þykir mér að ríki og borg ættu að endurskoða núverandi hugmyndir um tónlistar- og ráðstefnuhöll.