Umræða fréttir

Lyfjamál 96

Nýlega kom út ritið Health Statistics in the Nordic Countries 1999, sem gefið er út af Nordisk Medicinalstatistik Komité (NOMESKO). Í ritinu eru hinar hefðbundnu upplýsingar um heilbrigðistölfræði á Norðurlöndum sem jafnan eru birtar þar, en að þessu sinni er aukið verulega við kaflann um lyfjamál og fjallað um þau á 86 blaðsíðum í B hluta. Þar er borin saman lyfjanotkun í löndunum á tímabilinu 1995-1999. Sambærileg tölfræði um lyfjanotkun á Norðurlöndum hefur ekki birst síðan síðasta rit Norrænu lyfjanefndarinnar um efnið, Nordic Statistics on Medicines 1993-1995, kom út árið 1996.

Mikill fróðleikur er þarna um lyfjanotkunina og á fyrsta línuriti í kaflanum er samanburður á heildarnotkun í löndunum fimm síðustu 10 árin mældri í skilgreindum dagskömmtum á hverja 1000 íbúa á dag. Stöðugur vöxtur er allt tímabilið og allan tímann eru tölurnar lægstar hjá okkur. Árið 1999 erum við þó alveg að ná Dönum sem eru með næst minnsta notkun.

Lyfjakostnaður á mann er hins vegar langhæstur hjá okkur eins og sést á eftirfarandi súluriti:

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica