Umræða fréttir

Broshornið 18. Kynörvun og skotveiðar

Af þvagleka

Gunnólfur læknir hafði þekkt hjónin Karl og Konu í nokkra áratugi og verið heimilislæknir þeirra allan tímann. Þau voru bæði komin af léttasta skeiði. Kona hafði átt í vandræðum með þvagið í fjölda ára eða eiginlega alveg frá því hún fæddi áttunda og yngsta barnið fyrir 22 árum, sjö mánuðum og 15 dögum. Aðallega átti hún í erfiðleikum með að halda þvaginu. Hún hafði margoft leitað læknis út af þvaglekanum og hafði meira að segja lagst þrisvar undir hnífinn til að reyna að bæta ástandið. Allt kom fyrir ekki. Reyndar hafði Karl ekki heldur farið varhluta af þvagfæravandamáli, en var nú allur betri eftir að hafa farið í aðgerð á blöðruhálskirtli hjá Guðmundi þvagfæraskurðlækni.

Til þess að Gunnólfur læknir mætti fá sem gleggsta mynd af því hve umfagnsmikið vandamál frúarinnar væri í raun þá mættu bæði hjónin í viðtal hjá honum. Húsbóndinn var vanur að hafa orð fyrir þeim hjónum hvort sem vandamálið var hans eða hennar:

"Gunnólfur, ertu nokkuð búinn að láta athuga blöðruhálskirtilinn í konunni?"Úr læknabréfi frá Slysó

"Ragna, sem er tveggja ára, var í bílstól aftur í jeppa, þegar fólksbíll ók aftan á hann.Skoðun:

Við skoðun er Ragna ósamvinnufús og mun hún að eðlisfari vera óvinveitt læknum. Við tilraun til að skoða hana sparkar hún og slær í undirritaðan þannig að útlimir virðast vera í lagi ... Þegar ýtt er á hryggjartinda er ekki vart við meiri grát eða óánægju barnsins, allar hreyfingar um háls eru eðlilegar. Faðir stúlkunnar segir hana vera eðlilega í háttum og að öðru leyti."Kynörvun

Kona á miðjum besta aldri kom til Grána læknis og sagði:

"Maðurinn minn á við vandamál að etja. Ég held að hann sé annað hvort getulaus eða búinn að missa áhugann á mér. Hvað er til ráða?"

"Þetta er algengt vandamál, sem hægt er að leysa. Hafðu ekki áhyggjur af því," sagði læknirinn. "Gefðu honum eina af þessum litlu töflum með kaffinu eftir kvöldmatinn og láttu mig svo vita hvernig gekk."

Sama kvöld setti eiginkonan töflu í kaffi bónda síns. Innan 10 mínútna sveif hann á hana, kastaði henni á bakið á matarborðið þannig að diskar, glös og annað sem á borðinu var þeyttist út um allt með brothljóðum og glamri, reif utan af henni fötin og síðan nutu þau ásta í tæpar tvær klukkustundir.

Nokkrum dögum seinna heimsótti konan lækninn að nýju eins og um hafði verið talað. "Gráni minn, þetta var alveg æðislegt. Ég gerði eins og þú ráðlagðir mér og maðurinn hreinlega tætti af mér fötin, slengdi mér fyrirvaralaust á borðið þannig að leirtauið þeyttist út um allt með braki og brestum og síðan elskuðumst við í tæpa tvo klukkutíma!"

"Ég heyri að þú ert ánægð og það virðist sem fargi sé af þér létt," sagði læknirinn, "verst að heyra hvernig fór með leirtauið."

"Blessaður vertu, hafðu engar áhyggjur af því," sagði konan, "við förum sennilega aldrei inn á þennan veitingastað aftur hvort eð er."Á gæsaveiðum

Þrír læknar skruppu saman á gæsaveiðar. Þegar fugl flaug yfir höfðum þeirra leit heimilislæknirinn upp og sagði: "Lítur út eins og gæs, flýgur eins og gæs - þetta er líklega gæs." Hann skaut, en hitti ekki og fuglinn hvarf sjónum.

Þegar næsti fugl birtist leit "patólóginn" til himins, fletti síðan upp í fuglabókinni og sagði: "Þessi þriggja til fjöggurra kílóa gráleiti fugl með hásu kvaki gæti verið grágæs eða anser anser eins og hann heitir á latínu." Hann mundaði byssu sína en þá var fuglinn löngu horfinn.

Þriðji fuglinn flaug hjá. Skurðlæknirinn lyfti byssu sinni og skaut nánast án þess að líta upp og hitti að sjálfsögðu. Þegar fuglinn hafði hrapað til jarðar sneri skurðlæknirinn sér að "patólógnum" og sagði: "Viltu ekki fara og athuga hvort þetta hafi verið gæs?"Alltaf á vaktinni

Læknirinn hafði verið lagður til hinstu hvílu. Fjölskylda og vinir hins látna bjuggust til brottfarar en þá heyrðist undarlegt hljóð úr gröfinni. Viðstaddir litu undrandi hver á annan þar til kollegi læknisins sagði: "Hafið ekki áhyggjur, þetta er bara kalltækið hans."Engin þóknun

Sjúklingurinn þakkaði lækninum innilega með handabandi og sagði: "Úr því að við erum svo miklir mátar þá vil ég ekki móðga þig með því að bjóða þér borgun. Ég vil nú samt að þú vitir, að þín er getið í erfðaskránni minni."

"Það er fallega gert af þér," sagði lækirinn snortinn og bætti síðan við: "Viltu vera svo vænn og lofa mér að sjá lyfseðilinn, sem ég var að skrifa fyrir þig. Ég þarf að breyta honum lítilsháttar."

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica