Umræða fréttir
Umsögn stjórnar Siðfræðiráðs Læknafélags Íslands
Til stjórnar Læknafélags Íslands
Kópavogi 25. júní 2001
Með bréfi dags. 4. janúar s.l. óskaði stjórn Læknafélags Íslands eftir því að stjórn Siðfræðiráðs LÍ veitti umsögn um erindi, sem Sigurður Thorlacius, tryggingayfirlæknir beindi til stjórnar LÍ með bréfi dags. 19. desember 2000.
Í erindi sínu óskaði Sigurður Thorlacius eftir áliti stjórnar LÍ á því hvort tilhlýðilegt sé, að læknir skrifi læknisvottorð sem liggja mun til grundvallar við ákvörðun um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins (t.d. beiðni um sjúkraþjálfun eða læknisvottorð vegna umsóknar um örorkubætur) fyrir:
a) sjálfan sig,
b) einstakling sem telst til nánustu fjölskyldu hans.
Bréfi stjórnar LÍ fylgdi jafnframt afrit af bréfi Jóns Steinars Jónssonar, læknis til tryggingayfirlæknis dags. 6. desember 2000, sem Jón Steinar sendi stjórn LÍ. Þar kemur fram að Tryggingastofnun ríkisins hafi endursent beiðni Jóns Steinars um þjálfun sem hann hefði skrifað Tryggingastofnun ríkisins og tekið fram að ekki þyki við hæfi að læknir sæki um greiðsluþátttöku fyrir sjálfan sig eða fjölskyldu sína. Óskaði Jón Steinar eftir því að Tryggingastofnun afgreiddi beiðnina þar sem um misskilning hlyti að vera að ræða. Að öðrum kosti óskaði hann eftir því að tryggingayfirlæknir gerði grein fyrir því skriflega hvaða lög heimili honum að skerða starfsréttindi sín með þessum hætti.
Í svari tryggingayfirlæknis til Jóns Steinars dags. 19. desember 2000, sem fylgdi erindi hans til stjórnar LÍ segir m.a. að hann geti ekki vísað í lög hvað þetta varðar. Málið snúist hins vegar um siðferði. Kvaðst hann því beina framangreindu álitaefni bæði til stjórnar LÍ og landlæknis í þeim tilgangi að móta almenna stefnu varðandi þetta og önnur sambærileg siðferðileg álitamál.
Sigurður Thorlacius og Jón Steinar Jónsson komu á fund stjórnar Siðfræðiráðs 29. maí s.l., þar sem álitaefnið var ítarlega rætt.
Kynnti Sigurður m.a. álit landlæknis á fyrirspurninni dags. 19. desember 2000. Þar segir m.a. að nú sé það svo að læknar skrifi lyfseðla fyrir sjálfa sig og fjölskyldur sínar, biðja um ýmiss konar lækningarannsóknir á borð við blóðrannsóknir, röntgenrannsóknir og í einstaka tilvikum hafi það gerst að læknir geri aðgerðir á einhverjum úr fjölskyldu sinni. Örðugt sé því að greina læknisvottorð af því tagi sem hann nefni frá ofanskráðu. Í þessu efni eins og ýmsu öðru verði að treysta á dómgreind lækna og siðferði að þeir gangi ekki út fyrir mörk þekkingar sinnar og getu. Erfitt virðist að setja um þetta reglur eða leiðbeiningar sem ekki brytu í bága við jafnræðisregluna.
Umsögn stjórnar Siðfræðiráðs LÍ
Eftir umræður í stjórn Siðfræðiráðs hinn 25. júní 2001 var eftirfarandi umsögn samþykkt:
"Það er meginregla að læknar skulu vera óvilhallir í störfum sínum, s.s. um vottorðagjöf, ávísun lyfja og beiðnir um lækningarannsóknir og hlýðir þeim að staðfesta það eitt sem þeir hafa sjálfir gengið úr skugga um á grundvelli sérþekkingar sinnar, samvisku og dómgreindar.
Starfsréttindi lækna verða ekki takmörkuð með þeim hætti að þeim verði meinað að veita sér og sínum nánustu læknisþjónustu. Læknar skyldu þó vera minnugur þess, að náin tengsl við sjúkling geta haft áhrif á dómgreind þeirra og faglegt sjálfsforræði. Því skyldu læknar forðast svo sem kostur er, að bera einir ábyrgð á meðferð sinna nánustu og á það sérstaklega við, þegar um um alvarlega og langvinna sjúkdóma og heilbrigðisvandamál er að ræða."
Tómas Zoëga
Örn Bjarnason
Guðmundur Viggósson
Kópavogi 25. júní 2001
Með bréfi dags. 4. janúar s.l. óskaði stjórn Læknafélags Íslands eftir því að stjórn Siðfræðiráðs LÍ veitti umsögn um erindi, sem Sigurður Thorlacius, tryggingayfirlæknir beindi til stjórnar LÍ með bréfi dags. 19. desember 2000.
Í erindi sínu óskaði Sigurður Thorlacius eftir áliti stjórnar LÍ á því hvort tilhlýðilegt sé, að læknir skrifi læknisvottorð sem liggja mun til grundvallar við ákvörðun um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins (t.d. beiðni um sjúkraþjálfun eða læknisvottorð vegna umsóknar um örorkubætur) fyrir:
a) sjálfan sig,
b) einstakling sem telst til nánustu fjölskyldu hans.
Bréfi stjórnar LÍ fylgdi jafnframt afrit af bréfi Jóns Steinars Jónssonar, læknis til tryggingayfirlæknis dags. 6. desember 2000, sem Jón Steinar sendi stjórn LÍ. Þar kemur fram að Tryggingastofnun ríkisins hafi endursent beiðni Jóns Steinars um þjálfun sem hann hefði skrifað Tryggingastofnun ríkisins og tekið fram að ekki þyki við hæfi að læknir sæki um greiðsluþátttöku fyrir sjálfan sig eða fjölskyldu sína. Óskaði Jón Steinar eftir því að Tryggingastofnun afgreiddi beiðnina þar sem um misskilning hlyti að vera að ræða. Að öðrum kosti óskaði hann eftir því að tryggingayfirlæknir gerði grein fyrir því skriflega hvaða lög heimili honum að skerða starfsréttindi sín með þessum hætti.
Í svari tryggingayfirlæknis til Jóns Steinars dags. 19. desember 2000, sem fylgdi erindi hans til stjórnar LÍ segir m.a. að hann geti ekki vísað í lög hvað þetta varðar. Málið snúist hins vegar um siðferði. Kvaðst hann því beina framangreindu álitaefni bæði til stjórnar LÍ og landlæknis í þeim tilgangi að móta almenna stefnu varðandi þetta og önnur sambærileg siðferðileg álitamál.
Sigurður Thorlacius og Jón Steinar Jónsson komu á fund stjórnar Siðfræðiráðs 29. maí s.l., þar sem álitaefnið var ítarlega rætt.
Kynnti Sigurður m.a. álit landlæknis á fyrirspurninni dags. 19. desember 2000. Þar segir m.a. að nú sé það svo að læknar skrifi lyfseðla fyrir sjálfa sig og fjölskyldur sínar, biðja um ýmiss konar lækningarannsóknir á borð við blóðrannsóknir, röntgenrannsóknir og í einstaka tilvikum hafi það gerst að læknir geri aðgerðir á einhverjum úr fjölskyldu sinni. Örðugt sé því að greina læknisvottorð af því tagi sem hann nefni frá ofanskráðu. Í þessu efni eins og ýmsu öðru verði að treysta á dómgreind lækna og siðferði að þeir gangi ekki út fyrir mörk þekkingar sinnar og getu. Erfitt virðist að setja um þetta reglur eða leiðbeiningar sem ekki brytu í bága við jafnræðisregluna.
Eftir umræður í stjórn Siðfræðiráðs hinn 25. júní 2001 var eftirfarandi umsögn samþykkt:
"Það er meginregla að læknar skulu vera óvilhallir í störfum sínum, s.s. um vottorðagjöf, ávísun lyfja og beiðnir um lækningarannsóknir og hlýðir þeim að staðfesta það eitt sem þeir hafa sjálfir gengið úr skugga um á grundvelli sérþekkingar sinnar, samvisku og dómgreindar.
Starfsréttindi lækna verða ekki takmörkuð með þeim hætti að þeim verði meinað að veita sér og sínum nánustu læknisþjónustu. Læknar skyldu þó vera minnugur þess, að náin tengsl við sjúkling geta haft áhrif á dómgreind þeirra og faglegt sjálfsforræði. Því skyldu læknar forðast svo sem kostur er, að bera einir ábyrgð á meðferð sinna nánustu og á það sérstaklega við, þegar um um alvarlega og langvinna sjúkdóma og heilbrigðisvandamál er að ræða."
Tómas Zoëga
Örn Bjarnason
Guðmundur Viggósson