Umræða fréttir

Aðalfundur Læknafélags Íslands 12. og 13. október

Aðalfundur Læknafélags Íslands verður haldinn dagana 12. og 13. október næstkomandi. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í salarkynnum LÍ að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Samkvæmt 7. grein laga LÍ er öllum læknum frjálst að sitja aðalfundinn með málfrelsi og tillögurétti en atkvæðisrétt hafa eingöngu kjörnir fulltrúar aðildarfélaga.

Sú hefð hefur skapast að halda fundinn á föstudegi og laugardegi og að morgni laugardags er efnt til málþings um eitthvert efni sem brennur á læknastéttinni. Að þessu sinni hefur stjórn LR lagt til að fjallað verði um starfsumhverfi lækna. Þar verði rætt um heilbrigðiskerfið hérlendis frá sjónarhóli hagfræðinnar, læknar fjalli um framgangskerfi lækna innan sjúkrahúsanna og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og loks verði ráðuneyti heilbrigðismála boðið að senda fulltrúa til að fjalla um framtíðarsýn heilbrigðisyfirvalda.

Nánar verður sagt frá dagskrá fundarins í októberblaði Læknablaðsins.

-ÞH

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica