Umræða fréttir
Áminning frá Persónuvernd. Tilkynnið um vinnslu persónuupplýsinga!
Forstjóri Persónuverndar hefur sent Læknafélagi Íslands bréf með ósk um að félagið árétti enn við lækna sem beita rafrænni tækni við vinnslu persónuupplýsinga að tilkynna Persónuvernd á þar til gerðu formi á vefsíðu www.personuvernd.is um vinnsluna. Samkvæmt 32. gr. laga nr. 77/2000 ber meðal annars öllum læknum, sem vinna með heilsufarsupplýsingar á tölvutæku formi, að tilkynna Persónuvernd um þá vinnslu persónuupplýsinga sem þeir hafa með höndum. Frestur tilkynninga rann út 1. júlí síðastliðinn og vekur það athygli Persónuverndar hve fáar tilkynningar hafa enn komið frá læknum. Á framangreindri heimasíðu er tilkynningareyðublað sem fylla skal út og smella á hnappinn Tilkynna vinnslu.
Almennt gildir um tilkynningaskylduna sú regla að senda skal tilkynningu þegar ný vinnsla hefst. Verði breytingar á tilkynntri vinnslu, svo sem ef unnið er með aðra tegund upplýsinga, upplýsingarnar eru afhentar öðrum eða gerðar tiltækar á annan hátt en tilgreint var í hinni upphaflegu tilkynningu eða þær notaðar á annan hátt eða í öðrum tilgangi en þeim upphaflega, skal senda Persónuvernd nýja tilkynningu. Ábyrgðaraðili (heilsugæslustöð / sjúkrahús / sjálfstætt starfandi læknir) skal senda Persónuvernd nýja tilkynningu með uppfærðum upplýsingum þegar liðin eru þrjú ár frá því að upphafleg tilkynning var send Persónuvernd nema hann hafi áður tilkynnt um breytta vinnslu. Allar tilkynningar sem Persónuvernd berast mynda eina skrá sem er almenningi aðgengileg á heimasíðu Persónuverndar. Þar geta einstaklingar meðal annars kannað öryggi þeirrar vinnslu sem til dæmis fer fram hjá viðkomandi heilsugæslustöð.
Almennt gildir um tilkynningaskylduna sú regla að senda skal tilkynningu þegar ný vinnsla hefst. Verði breytingar á tilkynntri vinnslu, svo sem ef unnið er með aðra tegund upplýsinga, upplýsingarnar eru afhentar öðrum eða gerðar tiltækar á annan hátt en tilgreint var í hinni upphaflegu tilkynningu eða þær notaðar á annan hátt eða í öðrum tilgangi en þeim upphaflega, skal senda Persónuvernd nýja tilkynningu. Ábyrgðaraðili (heilsugæslustöð / sjúkrahús / sjálfstætt starfandi læknir) skal senda Persónuvernd nýja tilkynningu með uppfærðum upplýsingum þegar liðin eru þrjú ár frá því að upphafleg tilkynning var send Persónuvernd nema hann hafi áður tilkynnt um breytta vinnslu. Allar tilkynningar sem Persónuvernd berast mynda eina skrá sem er almenningi aðgengileg á heimasíðu Persónuverndar. Þar geta einstaklingar meðal annars kannað öryggi þeirrar vinnslu sem til dæmis fer fram hjá viðkomandi heilsugæslustöð.