Umræða fréttir
Verðlaun fyrir ágrip og veggspjald
Á 26. þingi norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna, sem haldið var í Tromsö dagana 13.-17. júní síðastliðinn, hlaut Aðalbjörn Þorsteinsson fyrstu verðlaun fyrir ágrip og veggspjald sem hann kynnti á þinginu. Veggspjaldið ber heitið Airway closure in anesthetized infants and children. Influence of ispiratory volumes and pressures. Verðlaunin voru 5000 krónur, norskar. Meðhöfundar Aðalsteins eru A. Larsson, C. Jonmarker og O. Werner frá sjúkrahúsinu í Gentofte og Háskólasjúkrahúsinu í Lundi.