Umræða fréttir
Ritfregn. Í nærveru. Nokkrir sálgæsluþættir eftir Sigfinn Þorleifsson
Skálholtsútgáfan hefur gefið út bókina Í nærveru - nokkrir sálgæsluþættir eftir Sigfinn Þorleifsson sjúkrahúsprest á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Í fréttatilkynningu frá forlaginu segir svo um efni bókarinnar:
"Í nærveru er lýsing á því hvernig maður nálgast annan mann, einkum í sálarneyð, og reynir að leggja lið, styrkja og leiða. Hvernig þeir ganga saman svo lengi sem annar þarfnast stuðnings til þess að finna eigin styrk og trú á lífið á ný. Þess konar umönnun nefnist sálgæsla og hver og einn sem hefur látið sér annt um annan einstakling hefur tekið þátt í slíkri aðhlynningu.
Bókin er góð hjálp öllum þeim sem hlúa vilja að andlegri velferð annarra. Hún vekur upp meðvitundina um það hvað felst í því að hlusta á aðra og skilja hvað þeim liggur á hjarta. Hún bæði leiðbeinir og hvetur til skilnings og hluttekningar, til að skynja dýpstu tilfinningar fólks og andlegt ástand þess."
Einnig segir þar að höfundurinn, Sigfinnur Þorleifsson, þekki vel þörf manna fyrir sálgæslu því hann hafi starfað sem sjúkrahúsprestur. Hins vegar hafi bókin orðið til eftir sjúkrahúslegu höfundar en hann varð fyrir því óláni að detta ofan af þaki þegar hann freistaði þess að laga sjónvarpslofnetið.
Bókin Í nærveru - nokkrir sálgæsluþættir er 144 bls. að stærð prýdd kápumynd eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur. Hún fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31 og í bókaverslunum um land allt.
-ÞH
"Í nærveru er lýsing á því hvernig maður nálgast annan mann, einkum í sálarneyð, og reynir að leggja lið, styrkja og leiða. Hvernig þeir ganga saman svo lengi sem annar þarfnast stuðnings til þess að finna eigin styrk og trú á lífið á ný. Þess konar umönnun nefnist sálgæsla og hver og einn sem hefur látið sér annt um annan einstakling hefur tekið þátt í slíkri aðhlynningu.
Bókin er góð hjálp öllum þeim sem hlúa vilja að andlegri velferð annarra. Hún vekur upp meðvitundina um það hvað felst í því að hlusta á aðra og skilja hvað þeim liggur á hjarta. Hún bæði leiðbeinir og hvetur til skilnings og hluttekningar, til að skynja dýpstu tilfinningar fólks og andlegt ástand þess."
Einnig segir þar að höfundurinn, Sigfinnur Þorleifsson, þekki vel þörf manna fyrir sálgæslu því hann hafi starfað sem sjúkrahúsprestur. Hins vegar hafi bókin orðið til eftir sjúkrahúslegu höfundar en hann varð fyrir því óláni að detta ofan af þaki þegar hann freistaði þess að laga sjónvarpslofnetið.
Bókin Í nærveru - nokkrir sálgæsluþættir er 144 bls. að stærð prýdd kápumynd eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur. Hún fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31 og í bókaverslunum um land allt.
-ÞH