Umræða fréttir

Stórverkefni í höndum lækna. Tóbaksvarnir

Læknar og tóbak er heiti nýrrar skýrslu sem gefin hefur verið út á vegum rannsóknarstofnunar í tóbaksvörnum (Tobacco Control Reseach Centre, TCRC) sem hefur bækistöðvar í húsi breska læknafélagsins. Stofnunin starfar á vegum samtaka evrópskra læknafélaga (EFMA) og í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina.

Skýrslunni hefur verið dreift til heilsugæslustöðva og annarra heilbrigðisstofnana um allt land, en auk þess er texti hennar í heild tiltækur á netinu, hjá www.tobacco-control.org

Í tilefni af reyklausum degi 31. maí síðastliðinn var auk þess vakin athygli á skýrslunni með bréfi til allra lækna og voru það samtökin Læknar gegn tóbaki sem stóðu fyrir því. Ritið er mjög vandað að allri gerð og er án efa fróðleiksbrunnur fyrir alla þá sem vilja efla þátt lækna í tóbaksvörnum. Greint er frá reynslu einstakra þjóða Evrópu af tóbaksvarnamálum og meðal annars er sagt frá viðvörunarmiðum á íslenskum tóbaksumbúðum.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica