Umræða fréttir

Samstarfssamningur um lyfjarannsóknir

Landspítali háskólasjúkrahús og GlaxoSmithKline ehf. hafa gert með sér samstarfssamning á sviði klínískra lyfjarannsókna, en með honum er settur fastur rammi um rannsóknarsamstarf sjúkrahússins og lyfjafyrirtækisins. Það auðveldar meðal annars að fylgja eftir ýmsum langtímamarkmiðum, til dæmis við gerð sérstakra rannsóknarsamninga um einstök verkefni. Einnig skapast grundvöllur fyrir stuðningi hvors aðila við jákvæða uppbyggingu í starfsemi hins. Samningurinn nær til allra verkefna á sviði klínískra lyfjarannsókna sem unnin eru í samstarfi GlaxoSmithKline ehf. og starfsmanna Landspítala háskólasjúkrahúss.

Við undirritun samnings lyfjafyrirtækisins og sjúkrahússins var greint frá því að GlaxoSmithKline ehf. muni veita fjárstyrk til starfsemi á sviði rannsókna og þróunar á Landspítala háskólasjúkrahúsi.

Úr fréttatilkynningu

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica