Umræða fréttir

Félag íslenskra landsbyggðarlækna. Ályktun aðalfundar

Aðalfundur Félags íslenskra landsbyggðarlækna, haldinn í Borgarnesi 12. maí 2001 vekur athygli stjórnvalda á því ófremdarástandi sem ríkir í heilbrigðisþjónustu landsbyggðarinnar. Um nokkurra ára skeið hafa 15-20 læknisstöður á landsbyggðinni verið ómannaðar eða setnar læknum um stundar sakir. Ástandið hefur versnað og er nú svo komið að í sumum héruðum er brostinn á flótti þar sem álag og starfsskilyrði eru algerlega óviðunandi. Fyrirsjáanlegt er að verði ekki gripið inn í þessa atburðarás með róttækum hætti muni þeim læknishéruðum fjölga sem sjá að baki læknum sínum til annarra starfa.

Aðalfundurinn telur að hefðbundin úrræði dugi ekki lengur, því verði stjórnvöld að grípa til nýrra og róttækra úrræða til lausnar vandans.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica