Umræða fréttir

Læknatalið selt í yfir 1000 eintökum

Læknatalið, Læknar á Íslandi, fjórða úgáfa, sem út kom á síðasta ári, hefur nú selst í yfir 1000 eintökum. Ritið er í þremur bindum og hefur að geyma æviágrip meira en 2000 lækna frá 17. öld og til ársins 2000. Í formála þess eru ýmsir skemmtilegir fróðleiksmolar, en ítarlegar æviskrár lækna eru vitanlega aðalefni þess. Þeir sem enn eiga eftir að eignast ritið og hafa hug á því að gera það geta nálgast það hjá bókaútgáfunni Þjóðsögu í Húsi verslunarinnar. Sími þar er 511 1777. Bókin mun einnig fáanleg í einhverjum bókaverslunum og hefur verið seld á krónur 26.900. Full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða þetta fróðlega rit og athuga hvort ekki er ástæða til að eignast það.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica