Umræða fréttir

Leiðrétting

Með umfjöllun um forsíðumyndina á maíhefti Læknablaðsins, Lítil stúlka eftir Önnu Hrefnudóttur, birtist ljóð sem er hluti af verkinu. Við birtingu féll niður síðari hluti ljóðsins. Ljóðið birtist hér í réttri mynd.

Beðist er velvirðingar á mistökunum.LÍTIL STÚLKAEinu sinni var lítil stúlka

sem sat oft í fjörunni

og dreymdi um óskalöndin hinum megin.Seinna hinum megin,

hlógu öldurnar og sögðu:

Haltu áfram,

óskalandið er enn

handan sjóndeildarhringsins.Ég er ennþá á leiðinni.AH

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica