Umræða fréttir
Siðferðislegar spurningar um rannsóknir í þróunarlöndum
Í danska læknablaðinu var nýverið grein eftir Povl Riis, sem er fyrrverandi ritstjóri blaðsins og mörgum íslenskum læknum að góðu kunnur, enda heiðursfélagi Læknafélags Íslands.
Í greininni tekur hann fyrir ýmis álitaefni varðandi læknisfræðilegar rannsóknir út frá hagsmunum fólks í þróunarlöndunum, sem oftast eru fyrir borð bornir. Tölfræðilegar staðreyndir sýna til að mynda að meðalaldur fólks, sem er um 70 ár í þróuðu löndunum, er víðast hvar undir 40 árum í verst settu samfélögunum í hópi þróunarlandanna. Þar sem ástandið er verst er meðalaldurinn um 30 ár. Útgjöld til heilbrigðismála eru hins vegar allt frá 344.470 krónum á mann á ári þar sem þau eru hæst niður í 1017 krónur (gengi 3. apríl 2001) á mann þar sem ástandið er verst samkvæmt tölum frá Alþjóðar heilbrigðisstofnuninni (WHO). Það er því engin furða að sjónir manna beinist nú mjög að því hvernig bæta megi úr þessu ástandi.
Povl Riis er ekki fullsáttur við orðalag í nýsamþykktri endurskoðun Helsinkiyfirlýsingarinnar. Það eru einkum ákvæði í 29. grein sem hann gerir athugasemd við:
,,Hagsbæturnar, áhættuna, byrðarnar og árangurinn af nýrri aðferð ætti að prófa á móti bestu forvarna-, greiningar- og lækningaaðferðum, sem eru í notkun á hverjum tíma."
Povl Riis óttast að þessi ákvæði verði til þess að aðrar rannsóknir, sem uppfylla þessar kröfur um bestu aðferðir á hverjum tíma, sitji á hakanum. Hann telur að margar slíkar rannsóknir gætu orðið þróunarlöndunum mjög til hagsbóta þótt þær uppfylltu ekki þessar gæðakröfur.
Þá bendir hann á að þegar rannsóknir eru gerðar í fátækum þróunarlöndum verði að taka með í reikninginn þær samfélags-, trúar- og menningarhefðir sem rannsóknirnar búi við. Ólæsi er víða mikið, ákvarðanir oftast í höndum öldunga og fjölskyldufeðra og sárasjaldan að konur og börn njóti góðs af rannsóknunum. Það hefur jafnvel verið erfiðleikum bundið að ná sambandi við konurnar í sumum samfélögunum þegar gerðar eru rannsóknir á þungun og fæðingarhjálp.
Þess ber að geta að slagsíða í rannsóknum er síður en svo óþekkt á Vesturlöndum og hefur oftsinnis verið bent á til dæmis hve margar rannsóknir eru gerðar á körlum eingöngu en síðan alhæft út frá þeim fyrir alla, oft á mjög hæpnum forsendum.
Í ádrepu Povl Riis er hreyft við mörgum atriðum sem gefa þarf gaum að í framtíðinni og helst að stuðla að breytingum á. Athugasemdir hans við Helsinkiyfirlýsinguna hafa komið af stað nokkrum umræðum, meðal annars á vefi bandaríska læknablaðsins, JAMA, í desember síðastliðnum. Umræðan mun án efa halda áfram.
aób
Í greininni tekur hann fyrir ýmis álitaefni varðandi læknisfræðilegar rannsóknir út frá hagsmunum fólks í þróunarlöndunum, sem oftast eru fyrir borð bornir. Tölfræðilegar staðreyndir sýna til að mynda að meðalaldur fólks, sem er um 70 ár í þróuðu löndunum, er víðast hvar undir 40 árum í verst settu samfélögunum í hópi þróunarlandanna. Þar sem ástandið er verst er meðalaldurinn um 30 ár. Útgjöld til heilbrigðismála eru hins vegar allt frá 344.470 krónum á mann á ári þar sem þau eru hæst niður í 1017 krónur (gengi 3. apríl 2001) á mann þar sem ástandið er verst samkvæmt tölum frá Alþjóðar heilbrigðisstofnuninni (WHO). Það er því engin furða að sjónir manna beinist nú mjög að því hvernig bæta megi úr þessu ástandi.
Povl Riis er ekki fullsáttur við orðalag í nýsamþykktri endurskoðun Helsinkiyfirlýsingarinnar. Það eru einkum ákvæði í 29. grein sem hann gerir athugasemd við:
,,Hagsbæturnar, áhættuna, byrðarnar og árangurinn af nýrri aðferð ætti að prófa á móti bestu forvarna-, greiningar- og lækningaaðferðum, sem eru í notkun á hverjum tíma."
Povl Riis óttast að þessi ákvæði verði til þess að aðrar rannsóknir, sem uppfylla þessar kröfur um bestu aðferðir á hverjum tíma, sitji á hakanum. Hann telur að margar slíkar rannsóknir gætu orðið þróunarlöndunum mjög til hagsbóta þótt þær uppfylltu ekki þessar gæðakröfur.
Þá bendir hann á að þegar rannsóknir eru gerðar í fátækum þróunarlöndum verði að taka með í reikninginn þær samfélags-, trúar- og menningarhefðir sem rannsóknirnar búi við. Ólæsi er víða mikið, ákvarðanir oftast í höndum öldunga og fjölskyldufeðra og sárasjaldan að konur og börn njóti góðs af rannsóknunum. Það hefur jafnvel verið erfiðleikum bundið að ná sambandi við konurnar í sumum samfélögunum þegar gerðar eru rannsóknir á þungun og fæðingarhjálp.
Þess ber að geta að slagsíða í rannsóknum er síður en svo óþekkt á Vesturlöndum og hefur oftsinnis verið bent á til dæmis hve margar rannsóknir eru gerðar á körlum eingöngu en síðan alhæft út frá þeim fyrir alla, oft á mjög hæpnum forsendum.
Í ádrepu Povl Riis er hreyft við mörgum atriðum sem gefa þarf gaum að í framtíðinni og helst að stuðla að breytingum á. Athugasemdir hans við Helsinkiyfirlýsinguna hafa komið af stað nokkrum umræðum, meðal annars á vefi bandaríska læknablaðsins, JAMA, í desember síðastliðnum. Umræðan mun án efa halda áfram.
aób