Umræða fréttir

Smásjáin 1

Sjúkraþjálfarar

mótmæla skerðingu á sjúkraþjálfunLæknablaðinu hefur borist afrit af bréfi sem Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara (FSSS) sendi formanni Tryggingaráðs þann 5. mars síðastliðinn. Í bréfinu kemur fram að félagið samþykkti á aðalfundi sínum að mótmæla harðlega þeirri skerðingu sem Tryggingastofnun ríkisins boðaði með auglýsinu í desemberhefti Læknablaðsins og í dreifibréfi frá 29. desember 2000.

Aðalfundurinn mótmælir þeirri óvirðingu sem Tryggingastofnun sýnir sjúkraþjálfurum, háskólamenntaðri fagstétt, með þessu og telur slíka framkomu ekki sæma stofnuninni. Þá segir í bréfinu: ,,Það vekur furðu að tryggingayfirlæknir skuli hvetja lækna til að sýna aðgát í að vísa sjúklingum í sjúkraþjálfun þar sem útgjöld vegna sjúkraþjálfunar hafa aukist. Útgjöld til sjúkraþjálfunar hafa hins vegar aukist mun minna en lyfjakostnaður, sérfræðikostnaður, iðjuþálfun o.fl.". Vísað er til upplýsinga í fylgiriti þessu til stuðnings og auk þess bent á að öldruðum hefur fjölgað og áherslur í heilbrigðiskerfinu hafa breyst.

Fundurinn gagnrýnir einnig að Tryggingastofnun skuli krefjast greinargerða frá sjúkraþjálfurum og leggja þær undir dóm lækna en ekki telja þær marktækar.

Það er krafa fundarins að Tryggingaráð endurskoði afstöðu sína til þess fjölda skipta sem boðið er upp á í sjúkraþjálfun og treysti faglegri ábyrgð sjúkraþjálfara. Bent er á að skerðingin sem boðuð er komi niður á þeim sem síst skyldi, fötluðum, öldruðum og öryrkjum, og skerðingin muni fyrr eða síðar leiða til aukins kostnaðar annars staðar.

aób

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica