Umræða fréttir

Smásjáin 2

Norræn samtök um læknaskop. Opin öllum íslenskum læknum



Sá leiði misskilningur mun hafa risið, að Norræn samtök um læknaskop (Nordisk Selskap for Medisinsk Humor, NSMH) séu lokaður félagsskapur nokkurra sérvitra hláturbelgja og Noregsvina, sem haldi að þeir séu fyndnir!

Hið rétta er, að samtökin eru opin öllum íslenskum læknum án tillits til kynferðis, aldurs, tungumáls, litarháttar, vaxtarlags, fjölda höfuðhára eða skóstærðar. Kímnigáfa hefur ekkert með inntökuskilyrði að gera, en hún telst þó ekki til persónugalla.

Þeir kollegar sem hafa áhuga á að verða félagar í NSMH og þá um leið félagar í Fróndeild samtakanna geta haft samband við undirritaðan. Þeir hinir sömu ættu ekki að búast við því að aðild að samtökunum hafi í för með sér almenn leiðindi. Árgjald fyrir árið 2001 er 200 krónur (íslenskar, sic!).



Með broskveðju,

Bjarni Jónasson, varaforseti NSMH og forstöðumaður Fróndeildar. Sími: 520 1800; netfang: bjarni.jonasson@hg.is

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica