Umræða fréttir

Staða kvenna í læknastétt á Íslandi. Málþing 17. maí kl. 13.30-16.00 í Hlíðasmára 8

Um tæplega tveggja ára skeið hefur verið starfandi Félag kvenna í læknastétt á Íslandi - FKLÍ. Félagið hefur ýmis stefnumál á dagskrá sinni með megináherslu á stöðu kvenna innan læknastéttarinnar, hvernig megi bæta hana og efla. Nokkur kynning fór fram á félaginu, markmiðum þess og væntingum félagskvenna í febrúar- og marsheftum Læknablaðsins. Þar kemur meðal annars fram að konur hafa á undanförnum árum sótt í meira mæli í nám í læknisfræði. Þær hafa einnig í auknum mæli haldið af stað í sérnám og er vaxandi fjöldi kvenna starfandi í flestum sérgreinum læknisfræðinnar hér á landi. En þegar litið er til stöðuveitinga á stóru sjúkrahúsunum og innan Háskóla Íslands, einkum varðandi stjórnun og kennslu, fæst ekki sama speglun.

Til þess að varpa nánara ljósi á stöðu kvenna í læknastétt hér á landi, framgang kvenna til starfa og hindranir á þeirri leið, hyggst félagið efna til málþings undir yfirskriftinni Skref til framtíðar. Hvert stefnum við í jafnréttismálum? með þátttöku forsvarsmanna lækna og stjórnenda í heilbrigðiskerfinu.

Málþingið verður haldið fimmtudaginn 17. maí kl. 13.30-16.00 í húsakynnum Læknafélaganna í Hlíðasmára 8, Kópavogi.



Fundarstjóri verður Guðrún Agnarsdóttir læknir og forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica