Umræða fréttir

Framhaldsnám við Háskóla Íslands

Fimmtudaginn 8. mars næstkomandi kl. 16:00-19:00 mun Háskóli Íslands efna til kynningar á framhaldsnámi við skólann. Allar deildir Háskólans, að lagadeild einni undanskilinni, munu taka þátt og kynna yfir 70 námsleiðir sem hægt er að velja um á framhaldsstigi. Kynningin er bæði ætluð þeim sem eru að ljúka fyrstu prófgráðu við háskóla auk þess sem allir, er lokið hafa einhverju námi við háskóla, eru hvattir til að mæta og kanna möguleikana.

Gefin verður út sérstök námsskrá fyrir framhaldsnámið og verður hægt að nálgast hana á heimasíðu Háskólans www.hi.is er nær dregur kynningunni.

Auk deilda og skora Háskólans er kynna munu það framhaldsnám sem þær hafa upp á að bjóða munu ýmsir aðilar svo sem Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins, Endurmenntunarstofnun Háskólans og Rannsóknanámssjóður kynna þjónustu sína.

Framkvæmdastjórn námskynningarinnar verður í höndum Halldóru Tómasdóttur kynningarfulltrúa, netfang: halldto@hi.is; sími: 525 4207.

Námskynningin verður haldin í hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands og fordyri hans og eru allir, er áhuga hafa á að kynna sér því sem næst óþrjótandi möguleika til framhaldsnáms við Háskóla Íslands, boðnir velkomnir.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica