Umræða fréttir

Félag íslenskra öldrunarlækna Ný stjórn / kvennastjórn

Félag íslenskra öldrunarlækna hélt aðalfund sinn 24. nóvember síðastliðinn. Á fundinum var kjörin ný stjórn og skipa hana: Guðný Bjarnadóttir formaður, Guðlaug Þórsdóttir ritari og Helga Hansdóttir gjaldkeri.

Eftir því sem best er vitað mun þetta eina stjórn sérgreinafélags innan LÍ sem skipuð er konum eingöngu. Í tilefni þess birtir Læknablaðið mynd sem tekin var af stjórninni á aðalfundinum og óskar henni og félaginu velfarnaðar.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica