Umræða fréttir

Stofnað Félag slysa- og bráðalæknaHinn 15. desember síðastliðinn var stofnað í Reykjavík nýtt sérgreinarfélag íslenskra lækna, Félag slysa- og bráðalækna. Tilgangur þess er að efla þekkingu og meðferð á slysum og bráðum sjúkdómum á Íslandi, stuðla að símenntun félagsmanna og leitast við að efla rannsóknir í slysa- og bráðalæknkisfræði. Í stjórn félagsins voru kjörnir Jón Baldursson formaður, Ólafur R. Ingimarsson ritari og Curtis P. Snook gjaldkeri.

Félagar á stofnfundi gerðust 16, allt félagsmenn í Læknafélagi Íslands. Þeir læknar, sem hug hafa á, geta bæst í hópinn og gerst stofnfélagar fram til loka marsmánaðar 2001. Almennur félagsfundur er fyrirhugaður í síðari hluta mars í húsakynnum Læknafélags Íslands, Hlíðasmára 8, Kópavogi. Stefnumál verða meginviðfangsefni fundarins.F.h. stjórnar

Jón Baldursson formaður

Netfang: jonbald@landspitali.is

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica