Umræða fréttir
Heilsugæslulæknar og sjúklingatrygging
Fyrirspurn FÍH og svar Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins
Bréf FÍH
Þann 5. desember síðastliðinn sendi stjórn Félags íslenskra heimilislækna eftirfarandi bréf til Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins:
"Með vísan til 1. gr. 3. mgr. reglugerðar um vátryggingu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu óskar undirritaður eftir því f.h. Félags íslenskra heimilislækna, að ráðuneytið skeri úr um það hvort verk heilsugæslulækna, sem starfa á heilsugæslustöðvum í eigu ríkisins og greiðast af sjúklingum skv. gjaldskrá heilsugæslulækna (hluti af úrskurði Kjaranefndar um launakjör heilsugæslulækna), geri þá vátryggingaskylda skv. lögum um sjúklingatryggingar.
Undirritaður kýs að fá formlegt svar við spurningu þessari frá háttvirtu ráðuneyti við fyrstu hentugleika,- þótt ég telji líklegt að vátryggingaskylda sé ekki fyrir hendi í þessu tilviki.
Virðingarfyllst
F.h. Félags íslenskra heimilislækna
Þórir B. Kolbeinsson, formaður"
Svar við ofangreindri fyrirspurn barst FÍH með bréfi dagsettu 27. desember 2000. Það er svohljóðandi:
"Vísað er til bréfs Félags íslenskra heimilislækna, dags. 5. desember 2000, þar sem spurst er fyrir um sjúklingatryggingu heilsugæslulækna sem starfa á heilsugæslustöðvum í eigu ríkisins.
Ráðuneytið telur að heilsugæslulæknar sem starfa á heilsugæslustöðvum, sem bera tjón í eigin áhættu samkvæmt 11. gr. laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu, eða á þeirra vegum starfi á ábyrgð heilsugæslustöðvanna. Er heilsugæslulæknum ekki skylt að vera með sjúklingatryggingu vegna starfa þessara.
f.h.r.
Vilborg Þ. Hauksdóttir"
Bréf FÍH
Þann 5. desember síðastliðinn sendi stjórn Félags íslenskra heimilislækna eftirfarandi bréf til Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins:"Með vísan til 1. gr. 3. mgr. reglugerðar um vátryggingu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu óskar undirritaður eftir því f.h. Félags íslenskra heimilislækna, að ráðuneytið skeri úr um það hvort verk heilsugæslulækna, sem starfa á heilsugæslustöðvum í eigu ríkisins og greiðast af sjúklingum skv. gjaldskrá heilsugæslulækna (hluti af úrskurði Kjaranefndar um launakjör heilsugæslulækna), geri þá vátryggingaskylda skv. lögum um sjúklingatryggingar.
Undirritaður kýs að fá formlegt svar við spurningu þessari frá háttvirtu ráðuneyti við fyrstu hentugleika,- þótt ég telji líklegt að vátryggingaskylda sé ekki fyrir hendi í þessu tilviki.
Virðingarfyllst
F.h. Félags íslenskra heimilislækna
Þórir B. Kolbeinsson, formaður"
Svar ráðuneytisins
Svar við ofangreindri fyrirspurn barst FÍH með bréfi dagsettu 27. desember 2000. Það er svohljóðandi:"Vísað er til bréfs Félags íslenskra heimilislækna, dags. 5. desember 2000, þar sem spurst er fyrir um sjúklingatryggingu heilsugæslulækna sem starfa á heilsugæslustöðvum í eigu ríkisins.
Ráðuneytið telur að heilsugæslulæknar sem starfa á heilsugæslustöðvum, sem bera tjón í eigin áhættu samkvæmt 11. gr. laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu, eða á þeirra vegum starfi á ábyrgð heilsugæslustöðvanna. Er heilsugæslulæknum ekki skylt að vera með sjúklingatryggingu vegna starfa þessara.
f.h.r.
Vilborg Þ. Hauksdóttir"