Umræða fréttir

Soroptimistasamband Evrópu styrkir konu til sérfræði- eða framhaldsnáms í lýtalækningum

Soroptimistasamband Evrópu mun á næsta ári veita styrk úr sjóði Suzanne Noël til konu sem hyggst leggja stund á sérfræði- eða framhaldsnám í lýtalækningum (plastic or reconstructive surgery).

Styrkurinn mun nema 6.000 til 7.000 evrum.

Skilyrði fyrir styrkumsókn eru að umsækjandi:

- sé yngri en 50 ára,

- hafi lækningaleyfi,

- hafi sérfræðiviðurkenningu eða sé í sérnámi í lýtalækningum (plastic or reconstructive surgery),

- leggi fram vottorð frá sérfræðingi í lýtalækningum í viðkomandi landi.Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2002.

Umsóknir skulu afhentar Ingibjörgu Benediktsdóttur Soroptimistasambandi Íslands, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar.Umsóknareyðublað má einnig nálgast hjá Læknablaðinu.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica