Umræða fréttir

Sjúkrahótel gæti leyst vandann

Biðlistar lengjast og hafa ekki verið lengri frá því að skráning hófst 1987. Að jafnaði bíður fólk allt að tvö ár eftir aðgerðum. Yfir eitt þúsund manns bíða eftir bæklunaraðgerðum og um 800 eftir aðgerðum á almennum skurðdeildum. Eftir endurhæfingu bíða yfir ellefu hundruð manns. Margir bíða eftir hjartaþræðingu. Hér er átt við tölur frá því í maí 2001. Verulegur hluti þess fólks er vistaður á dýrustu deildum hátæknisjúkrahúsa, hefur verið sjúkdómsgreindur og fengið meðferð við hæfi en útskrifast seint vegna skorts á nægilegri aðstoð heima fyrir eða hjúkrunarplássum. Þessi ládeyða á greiningar- og meðferðardeildum veldur miklum erfiðleikum.* Dvalarkostnaður hvers sjúklings stóreykst því að hver dagur kostar tugi þúsunda.

* Biðlistar lengjast og biðin veldur sjúklingum miklum þjáningum.

* Samfélagskostnaður eykst meðal annars vegna veikindafjarveru og lyfjakostnaðar.

Viðbrögð ráðamanna í heilbrigðisþjónustunni hafa verið að eyða stórfé í veigamiklar breytingar á 50-70 ára gömlum sjúkrahúsum sem alls ekki voru byggð til að sinna dag- og göngudeildarþjónustustigi bráðadeilda í dag. Það skortir því millistigsstofnanir sem taka við fólki frá bráðadeildum og veita því stuðning og ummönnum áður en það útskrifast til síns heima eða á hjúkrunarstofnun.

Landlæknisembættið lagði fram tillögu um sjúkrahótel fyrir 10-12 árum. Sjúkrahótel sem gæti í vistað sjúklinga fyrir brot af kostnaði sem greiddur er fyrir vistun á bráðadeild. Slík sjúkrahótel eru rekin í öllum nágrannalöndum okkar, ekki síst í Bandaríkjunum. Stór hluti sérfræðinga okkar hafa starfað þar um langa hríð. Ættu þeir því að þekkja vel rekstur sjúkrahótela.

Lagt er til að læknar og fagaðilar sjúkrahúsa skýri þessi mál fyrir hagstjórnendum sjúkrastofnana. Ef vel er staðið að verki má því grynnka á kostnaðartölum og stytta biðlista.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica