Umræða fréttir

Lyfjamál 99. Geðdeyfðarlyf á Norðurlöndum

Notkun geðdeyfðarlyfja heldur áfram að aukast eins og línuritin hér að neðan sýna. Aðeins virðist þó draga úr vextinum hjá okkur á yfirstandandi ári, en óvíst er hvort framhald verður á því. Nokkur árstíðasveifla er greinilega til staðar þegar ársfjórðungstölur eru skoðaðar.

Það sem mest sker í augu er hinn gífurlegi munur á okkur og hinum Norðurlöndunum. Á síðasta ári er notkun okkar 50% meiri en Svía sem næstir okkur koma og 270% meiri en Færeyinga sem eru með minnsta notkun. Það virðist vera verðugt rannsóknarefni að finna hver er leyndardómur Færeyinga í þessu efni.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica