Umræða fréttir

Dreifibréf landlæknisembættisins nr. 7/2001. Tilkynning frá sóttvarnalækni

Bólusetning gegn inflúensu

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggur að inflúensubóluefni á norðurhveli fyrir tímabilið 2001-2002 innihaldi eftirtalda stofna (WHO Weekly Epidemiological Record, 2001; 76(8): 58-61):



A/Moskvu/10/99 (H3N2) - lík veira*

A/Nýju Caledoniu/20/99 (H1N1) - lík veira

B/Sichuan/379/99 - lík veira**


* A/Panama/2007/99 stofn er A/Moskvu/10/99 - lík veira

** B/Jóhannesborgar/5/99 og B/Viktoríu/504/2000 stofn eru B/Sichuan/379/99 - líkar veirur sem hafa verið notaðar í framleiðslu inflúensubóluefna.



Hverja á að bólusetja?

Alla einstaklinga eldri en 60 ára.

Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna- nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.

Starfsfólk heilbrigðisþjónustu og aðra þá sem daglega annast fólk með aukna áhættu.



Brýnt er að bólusetningu ljúki eigi síðar en í nóvemberlok.



Frábendingar

Ofnæmi gegn eggjum, formalíni eða kvikasilfri. Bráðir smitsjúkdómar.



Bólusetning gegn pneumókokkasýkingum

Sóttvarnalæknir vill einnig minna á bólusetningar gegn pneumókokkasýkingum á 10 ára fresti til handa öllum þeim sem eru eldri en 60 ára og á fimm ára fresti fyrir einstaklinga sem eru í sérstökum áhættuhópum.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica