Umræða fréttir

Lyfseðlar fyrir lyf án markaðsleyfis (Undanþágueyðublöð)

Ný lyfseðilseyðublöð fyrir lyf án markaðsleyfis tóku gildi með reglugerð nr. 111/2001 um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, þann 1. apríl síðastliðinn. Vegna tafa í prentun voru þessi nýju eyðublöð ekki til hjá Lyfjastofnun fyrr en í byrjun júní. Lyfjastofnun hefur því ákveðið að taka við eldri gerðum eyðublaða til 1. janúar 2002. Ef sækja á um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í óskráðum lyfjum er þó eingöngu hægt að nota nýju eyðublöðin.

Lyfjastofnun hefur einnig ákveðið að frá og með 1. nóvember næstkomandi verði eyðublöðin eingöngu seld læknum, læknastofum og sjúkrahúsum í samræmi við reglur sem gilda um sölu á öðrum lyfseðilseyðublöðum. Þeim tilmælum hefur verið beint til apóteka að þau verði læknum innan handar og veiti þeim upplýsingar varðandi óskráð lyf (ATC-flokkur, innflytjandi, framleiðandi og fleira). Vel útfyllt eyðublöð auðvelda umfjöllun Lyfjastofnunar um umsóknina og lokafrágang hennar.

Fréttatilkynning frá Lyfjastofnun

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica