Umræða fréttir
Lyfjamál 98. Lyfjakostnaður landsmanna
Á fyrstu sex mánuðum þessa árs varð heildarlyfjakostnaður landsmanna tæpar 6.000 milljónir króna og haldi áfram sem horfir fer hann líklega í um það bil 13.000 milljónir króna á árinu, reiknað á hámarksverði með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Á árinu 2000 var lyfjakostnaðurinn 10.437 milljónir króna reiknaður með sama hætti. Á fjárlögum ársins 2000 voru Tryggingastofnun ríkisins ætlaðar 4.725 milljónir króna til greiðslu á lyfjakostnaði. Á fjárlögum fyrir 2001 voru 4.755 milljónir króna ætlaðar til hins sama og í fjárlagafrumvarpi fyrir 2002 er þessi upphæð 5.116 milljónir króna.
Eins og oft hefur verið bent á eru læknar hér á landi fljótir til að taka ný lyf í notkun og þessu til sönnunar kemur hér súlurit sem sýnir söluverðmæti nýrra lyfja, lyfjapakkninga og samheitalyfja sem fengið hafa markaðsleyfi frá og með árinu 1999. Þetta er sundurliðað í aðalflokka ATC-kerfisins og nefnd nokkur söluhæstu lyfin í hverjum flokki. Ef spáin fyrir 2001 gengur eftir mun kostnaður vegna þessara lyfja verða um 17% af heildarkostnaði. Með slíku áframhaldi er auðsætt að sífellt erfiðara verður að fjármagna lyfjakostnaðinn. Ekkert lát er á streymi nýrra lyfja, sem í mörgum tilfellum reynast hrein viðbót við fyrri meðferðarúrræði, án þess að sýnilegur betri árangur náist. Dæmi um þetta er lyfið rófekoxíb (Vioxx). Það fékk markaðsleyfi hér 1. mars 2000. Á miðju ári 2001 benda sölutölur til þess að um það bil 3000 manns séu að taka lyfið að staðaldri miðað við að venjulegir dagskammtar séu samkvæmt ábendingum Sérlyfjaskrár. Ársmeðferð kostar um 70.000 krónur á mann eða 210 milljónir króna fyrir 3000 manns. Þar af má ætla að almannatryggingar greiði að minnsta kosti 150 milljónir króna.
Eins og oft hefur verið bent á eru læknar hér á landi fljótir til að taka ný lyf í notkun og þessu til sönnunar kemur hér súlurit sem sýnir söluverðmæti nýrra lyfja, lyfjapakkninga og samheitalyfja sem fengið hafa markaðsleyfi frá og með árinu 1999. Þetta er sundurliðað í aðalflokka ATC-kerfisins og nefnd nokkur söluhæstu lyfin í hverjum flokki. Ef spáin fyrir 2001 gengur eftir mun kostnaður vegna þessara lyfja verða um 17% af heildarkostnaði. Með slíku áframhaldi er auðsætt að sífellt erfiðara verður að fjármagna lyfjakostnaðinn. Ekkert lát er á streymi nýrra lyfja, sem í mörgum tilfellum reynast hrein viðbót við fyrri meðferðarúrræði, án þess að sýnilegur betri árangur náist. Dæmi um þetta er lyfið rófekoxíb (Vioxx). Það fékk markaðsleyfi hér 1. mars 2000. Á miðju ári 2001 benda sölutölur til þess að um það bil 3000 manns séu að taka lyfið að staðaldri miðað við að venjulegir dagskammtar séu samkvæmt ábendingum Sérlyfjaskrár. Ársmeðferð kostar um 70.000 krónur á mann eða 210 milljónir króna fyrir 3000 manns. Þar af má ætla að almannatryggingar greiði að minnsta kosti 150 milljónir króna.