Umræða fréttir
Vancouver-hópurinn lýsir áhyggjum af þrýstingi hagsmunaaðila á vísindamenn
Eins og flestir lesendur Læknablaðsins vita lýtur útgáfa vísindarita á sviði læknisfræði og lífvísinda ströngum reglum sem eiga að tryggja áreiðanleika þeirra upplýsinga sem þau birta. Þessar reglur eru kenndar við Vancouver-hópinn en í honum eiga sæti ritstjórar margra virtustu læknablaða heims. Þeirra á meðal eru ritstjórar danska og norska læknablaðsins.
Reglurnar sem þessi hópur gefur út nefnast Uniform Requirements for Manuscripts Submitted to Biomedical Journals: writing and editing for biomedical publication. Þær eru í stöðugri endurskoðun og þær reglur sem nú er farið eftir eru frá því í maí árið 2000. Í sumar hefur hópurinn unnið að endurskoðun reglnanna og í september birtist leiðari samtímis í 11 helstu læknablöðum heims þar sem hópurinn lýsir áhyggjum yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað á sviði rannsókna í lífvísindum.
Áhyggjuefni hópsins er fyrst og fremst sá þrýstingur sem fyrirtæki og hagsmunaaðilar beita þá sem standa fyrir víðtækum og mikilvægum rannsóknum. Ritstjórarnir segjast ekki hafa áhuga á að birta greinar og niðurstöður rannsókna nema tryggt sé að rannsakendur hafi notið óskoraðs sjálfstæðis og að þeir hafi ekki verið beittir þrýstingi frá þeim sem fjármagna rannsóknirnar.
Í leiðaranum er því meðal annars haldið fram að æ harðari samkeppni háskólasjúkrahúsa og rannsóknarstofa hafi leitt til þess að í mörgum tilvikum hafi fyrirtæki sem fjármagna rannsóknir getað sett rannsakendum skilyrði um það hvernig þeir hagi rannsóknum sínum, "skilyrði sem ekki eru alltaf í sem bestu samræmi við hagsmuni vísindamanna og þátttakenda í rannsóknum eða vísindunum til framdráttar. ... Þessi skilyrði misbjóða sjálfsvirðingu vísindamanna, en margir hafa þó gengið að þeim vitandi að ef þeir neituðu gætu kostendur fundið einhverja aðra sem væru tilbúnir að ganga að skilyrðunum. ... Hér er ekki einvörðungu um fræðilegan vanda að ræða því nokkur slík tilvik hafa litið dagsins ljós á síðustu árum og okkur grunar að mun fleiri hafi átt sér stað í kyrrþey," segir í leiðaranum.
Þessi leiðari vakti töluverða athygli og var meðal annars birtur í heild sinni á forsíðu Washington Post 5. ágúst síðastliðinn. Leiðarinn mun birtast í næsta hefti Læknablaðsins. Þegar nýjar og endurskoðaðar reglur liggja fyrir, væntanlega einhvern tímann á næstu mánuðum, verða þær einnig birtar hér í blaðinu.
Þeir sem vilja kynna sér störf Vancouver-hópsins - sem opinberlega ber heitið The International Committee of Medical Journal Editors - geta gert það með því að heimsækja vefsetur hans en slóðin þangað er: www.icmje.org
-ÞH
Reglurnar sem þessi hópur gefur út nefnast Uniform Requirements for Manuscripts Submitted to Biomedical Journals: writing and editing for biomedical publication. Þær eru í stöðugri endurskoðun og þær reglur sem nú er farið eftir eru frá því í maí árið 2000. Í sumar hefur hópurinn unnið að endurskoðun reglnanna og í september birtist leiðari samtímis í 11 helstu læknablöðum heims þar sem hópurinn lýsir áhyggjum yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað á sviði rannsókna í lífvísindum.
Áhyggjuefni hópsins er fyrst og fremst sá þrýstingur sem fyrirtæki og hagsmunaaðilar beita þá sem standa fyrir víðtækum og mikilvægum rannsóknum. Ritstjórarnir segjast ekki hafa áhuga á að birta greinar og niðurstöður rannsókna nema tryggt sé að rannsakendur hafi notið óskoraðs sjálfstæðis og að þeir hafi ekki verið beittir þrýstingi frá þeim sem fjármagna rannsóknirnar.
Í leiðaranum er því meðal annars haldið fram að æ harðari samkeppni háskólasjúkrahúsa og rannsóknarstofa hafi leitt til þess að í mörgum tilvikum hafi fyrirtæki sem fjármagna rannsóknir getað sett rannsakendum skilyrði um það hvernig þeir hagi rannsóknum sínum, "skilyrði sem ekki eru alltaf í sem bestu samræmi við hagsmuni vísindamanna og þátttakenda í rannsóknum eða vísindunum til framdráttar. ... Þessi skilyrði misbjóða sjálfsvirðingu vísindamanna, en margir hafa þó gengið að þeim vitandi að ef þeir neituðu gætu kostendur fundið einhverja aðra sem væru tilbúnir að ganga að skilyrðunum. ... Hér er ekki einvörðungu um fræðilegan vanda að ræða því nokkur slík tilvik hafa litið dagsins ljós á síðustu árum og okkur grunar að mun fleiri hafi átt sér stað í kyrrþey," segir í leiðaranum.
Þessi leiðari vakti töluverða athygli og var meðal annars birtur í heild sinni á forsíðu Washington Post 5. ágúst síðastliðinn. Leiðarinn mun birtast í næsta hefti Læknablaðsins. Þegar nýjar og endurskoðaðar reglur liggja fyrir, væntanlega einhvern tímann á næstu mánuðum, verða þær einnig birtar hér í blaðinu.
Þeir sem vilja kynna sér störf Vancouver-hópsins - sem opinberlega ber heitið The International Committee of Medical Journal Editors - geta gert það með því að heimsækja vefsetur hans en slóðin þangað er: www.icmje.org
-ÞH