Umræða fréttir
Lyfjamál 97
Eftirfarandi eru súlurit sem sýna lyfjasölu á Íslandi 1989-2001 (verðmæti í milljónum kr. og magn í skilgreindum dagskömmtum (SDS) á hverja 1000 íbúa á dag). Verðmæti er reiknað út frá hámarksverði úr apóteki með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Þannig er selt magn árið 1989 margfaldað með verði hverrar pakkningar í byrjun árs 1990 og svo framvegis. Eina undantekningin frá þessari aðferð er varðandi árið 2001, en þar er notuð sama verðskrá og fyrir árið 2000 eða verðskráin í byrjun árs 2001. Eins og allir vita hefur gengi krónunnar lækkað umtalsvert á yfirstandandi ári og lyfjaverð þar af leiðandi almennt hækkað. Hér er lyfjasala fyrstu sex mánaða 2001 framreiknuð til heils árs og bætt við 15% til að nálgast hugsanlega réttari lokatölu fyrir árið. Líklega er þetta varlega áætlað því einnig er um magnaukningu að ræða sem nemur um 5%. Enn sem fyrr munar mestu um aukningu á kostnaði vegna tauga- og geðlyfja. Útlit er fyrir að hann vaxi um 700 mkr. eða 25%. Næst koma hjarta- og æðasjúkdómalyf sem vaxa um 370 mkr. (29%) og æxlishemjandi lyf um 370 mkr. (80%).