Umræða fréttir

Smásjáin 1

Skera þarf upp herör

gegn sjálfsvígum



Innan Evrópusambandsins er nú verið að íhuga að skera upp herör gegn sjálfsvígum. David Byrne, sem fer með heilbrigðismál innan framkvæmdastjórnar sambandsins hefur beitt sér fyrir því að þetta málefni verði sérstaklega tekið fyrir. Sérstakur gaumur verði gefinn að áhættuhópum, sem eru 1) fólk sem á við geðræn vandamál að stríða, 2) karlmenn á aldrinum 15-24 ára, en í þeim hópi hefur tala sjálfsvíga tvöfaldast á síðustu 10-15 árum í löndum ESB og 3) þeir sem hafa áður reynt að skaða sig. Tala sjálfsvíga innan sambandsins er um 43.000 á ári en um 700.000 manns gera tilraun til að fyrirfara sér árlega. Komið hefur í ljós að um fjórðungur þeirra sem falla fyrir eigin hendi hafa gert aðra sjálfsvígstilraun næsta árið á undan. Skýringin á aukningu sjálfsvíga meðal ungra karlmanna er einkum rakin til vaxandi áfengis- og annarrar vímuefnaneyslu þeirra. Með því að veita þessum þremur hópum aukinn stuðning og fræðslu og fylgjast betur með honum er talið að draga megi úr sjálfsvígum.

(BMJ 2000;321:849 (7. október))



Ungverjar hafna einkavæðingu

Nefnd sú sem fer með málefni heilsugæslu í Búdapest, höfðuðborg Ungverjalands, felldi nýlega tillögur um að einkavæða 11 af 19 sjúkrahúsum borgarinnar. Niðurstaðan var einróma. Nefndin taldi áætlanirnar ekki sýna fram á að hægt væri að tryggja öllum aðgang að heilsugæslu og sjúkrahúsum án tillits til efnahags. ,,Áætlunin snerist um að byrja á því að selja allan ábatasaman rekstur undan sjúkrahúsum, en þessi rekstur hefur verið mjög mikilvægur til að halda sjúkrahúsunum uppi fjárhagslega. Í öðru lagi snýst einkavæðingin um að reka sjúkrahús með hagnaði, sem er aðeins hægt að gera með því að taka gjalda af sjúklingum og það myndi leiða til mismununar og útilokunar tekjulágra sjúklinga," segir Gyula Kis fulltrúi í heilbrigðisnefndinni. Fyrirætlanirnar eru ekki þar með úr sögunni því forsvarsmenn heilbrigðisstofnunar borgarinnar með Imre Ikvai Szabó í broddi fylkingar, ætla að leggja tillöguna fram í breyttri mynd.



BMJ 2000;321:1102 (4. nóvember 2000)

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica