Umræða fréttir

Reyksíminn

Nýlega var opnuð símaþjónusta Ráðgjöf í reykbindindi-grænt númer, eða Reyksíminn, norður á Húsavík. Allur stuðningur og stuðningsefni sem sent er heim til fólks sem hringir í þjónustuna er því að kostnaðarlausu. Reyksíminn er mannaður hjúkrunarfræðingum sem eru sérþjálfaðir í tóbaksvörnum. Markmiðið er meðal annars að læknar geti vísað sjúklingum sínum á þjónustuna og losnað þannig við löng og tímafrek stuðningssamtöl. Vonir standa til að þetta verði til þess að læknar veigri sér síður að vinna kerfisbundið að tóbaksvörnum í klínísku starfi. Sjúklingar geta valið á milli þess að skrá sig með nafni og fá upphringingar (stuðningssamtöl) frá starfsfólki Reyksímanns eða fá stuðning með fullri nafnleynd, en þá er frumkvæðið að sambandi að sjálfsögðu alfarið í höndum viðkomandi. Þjónustan er rekin af Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og er undir faglegri yfirstjórn sérfræðings frá sænsku Slutaröka linjen. Forsenda þess að tilraunin heppnist og Reyksíminn festist í sessi, er að læknar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk vísi sjúklingum sínum á þjónustuna. Númerið er 800 6030. Til að byrja með verður opið tvo tíma á dag, fimm daga vikunnar.Fréttatilkynning

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica