Ágrip erinda

Ágrip erinda 54-86

E 54 Orsakir langtíma sykursteranotkunar á Íslandi og algengi forvarna gegn beinþynningu

Unnsteinn I. Júlíusson1, Friðrik Vagn Guðjónsson2, Björn Guðbjörnsson1,31Lyflækningadeild FSA, 2Heilsugæslustöð Akureyrar, 3Rannsóknarstofan í gigtarsjúkdómum Landspítala Hringbraut

Netfang: bjorngu@rsp.isInngangur: Ótímabær beingisnun er einn af aðalfylgikvillum langtíma sykursterameðferðar. Með virkri forvörn er hægt að draga úr afleiðingum þessa fylgikvilla. Vaxandi þekking á þessu sviði vekur forvitni á því hvernig sykursterar eru notaðir og hvernig staðið er að forvörnum gegn beinþynningu tengdri langtímanotkun þeirra hér á landi.

Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar frá apótekum á Norðausturlandi um allar lyfjaávísanir á prednisólón á árunum 1995 og 1996. Sjúklingar sem fengu að minnsta kost þriggja mánaða samfellda meðferð með prednisólóni á tímabilinu eða styttri meðferðarkúra, þar sem meðferðartíminn var samanlagður þrír mánuðir á ári, voru teknir til rannsóknar. Uppslýsingum var síðan safnað úr sjúkraskrám á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og á viðeigandi heilsugæslustöð. Allir sjúklingar fengu spurningablað varðandi lyfjanotkun og neysluvenjur, meðal annars á kalki og D-vítamíni.

Niðurstöður: Eitt hundrað níutíu og einn einstaklingur fyllti inntökuskilyrði (0,72% af íbúum svæðisins), 106 konur (55%) og 85 karlar (45%). Meðalaldur var 66 ár (17-93). Gigtar- og lungnasjúkdómar voru algengasta ábendingin fyrir meðferðinni. Samkvæmt sjúkraskrám voru 50 sjúklingar skráðir með beinþynningu (26%) og 39 einstaklingar höfðu hlotið beinbrot (20%), þar af höfðu 32 fengið samfall í hrygg. Alls neyttu 91% einstaklinganna reglulega mjólkurafurða, 52% tóku lýsi og 37% tóku reglulega kalktöflur. Tuttugu og fjórar konur voru á uppbótarhormónameðferð eða eingöngu 21% þeirra kvenna er komnar voru á tíðahvörf. Sautján sjúklingar (9%) voru á meðferð með bisfosfónötum, 16 þeirra voru taldir hafa beinþynningu og höfðu fengið beinbrot áður en bísfosfónatmeðferðin var hafin.

Ályktanir: Fylgikvillar eru algengir meðal sjúklinga á langtíma sykursterameðferð, þar með talin meint beinbrot vegna beinþynningar. Stór hluti sjúklinga á langtíma sykursterameðferð tryggir sér kalk og D-vítamín inntöku, en annarri forvarnarmeðferð gegn beinþynningu er ábótavant. Þeir sjúklingar er fá sérhæfða meðferð gegn beinþynningu hefja hana fyrst eftir að alvarlegir fylgikvillar hafa gert vart við sig. Höfundar vilja hvetja lækna til að nýta sér nýja meðferðarmöguleika gegn beinþynningu í tengslum við sykursterameðferð. Með virkri forvarnarmeðferð strax í upphafi sykursterameðferðar, einkum hjá áhættuhópum, mætti ef til vill draga úr þessum alvarlega fylgikvilla og fækka þannig ótímabærum beinbrotum.E 55 Forspárþættir um beinbrot meðal karla í hóprannsókn Hjartaverndar

Kristín Siggeirsdóttir1, Brynjólfur Y. Jónsson1, Brynjólfur Mogensen2,

Halldór Jónsson jr.3, Gunnar Sigurðsson41Handlækningadeild Sjúkrahúss Akraness, 2slysa- og bæklunarlækningadeild Landspítala Fossvogi, 3slysa- og bæklunarlækningadeild Landspítala Hringbraut, 4lyflækningadeild Landspítala Fossvogi, 4Hjartavernd, Reykjavík

Netfang: gunnars@shr.isInngangur: Lítið er vitað um hvað stuðli að beinbrotum meðal karla og tilgangur rannsóknar þessarar er að varpa ljósi þar á.

Efniviður og aðferðir: Körlum sem þátt tóku í fyrsta og öðrum áfanga hóprannsóknar Hjartaverndar 1967-1971 hefur verið fylgt eftir í 23 ár, alls 4392 körlum. Beinbrot þeirra hafa verið könnuð á öllum sjúkrahúsunum í Reykjavík. Meðalaldur hópsins við upphaf rannsóknar var 48 ár (33-64 ár).

Niðurstöður: Alls fundust 1195 beinbrot í 822 körlum (19% hópsins), af þeim hlutu 30% annað brot á tímabilinu. Handarbrot voru algengust eða 222, úlnliðsbrot 167 en mjaðmarbrot voru 96.

Áhættan á beinbroti (einu eða fleiri) var síðan borin saman í fjölþáttagreiningu við heilsufar samkvæmt spurningalista og líkamseinkennum við upphafsskoðun (Poisson aðhvarfsgreining). Reykingar juku áhættuna á beinbroti um 30%, astmasjúklingar höfðu 80% meiri áhættu, svefnlyf juku áhættuna um 80% en fyrir hverja 10 mmHg í blóðþrýstingi minnkaði áhættan á beinbroti um 8%. Brotahættan jókst um 1% fyrir hvern 1 sm líkamshæðar.

Ályktanir: Samband virðist vera á milli lífshátta, vissra sjúkdóma (eða meðferðar vegna þeirra) og aukinnar áhættu á beinbrotum. Hærri blóðþrýstingur virðist vera verndandi gegn beinbrotum, jafnvel eftir að leiðrétt hefur verið fyrir líkamsþyngd og lyfjameðferð.E 56 Þáttur vítamín D bindiprótíns í meingerð

lungnateppu og slímmyndunar í öndunarvegi á Íslandi

Hjalti Andrason1, Leifur Þorsteinsson1, Andrés Sigvaldason2, Emilía Soebeck1, Þórarinn Gíslason2, Vilmundur Guðnason3, Kári Stefánsson1, Juergen Laufs1, Jeffrey Gulcher11Íslensk Erfðagreining, 2lungnadeild Landspítala Vífilsstöðum, 3Hjartavernd

Netfang: hjalti@decode.isInngangur: Vítamín D bindiprótín finnst í þremur gerðum: Gc1S, Gc1F og Gc2. Áður birtar niðurstöður benda til að Gc2 og Gc1F gerðirnar hafi áhrif á meinmyndun lungnateppu (chronic obstructive pulmonary disease, COPD), sú fyrri verndandi áhrif en sú seinni skaðleg áhrif. Við höfum gert fylgni- (association) greiningu á þessum gerðum vítamíns D bindiprótíns í óskyldum sjúklingum með lungnateppu, sjúklingum með langvinna slímmyndun í öndunarvegi án lungnateppu (chronic mucus hypersecretion, CMH) og með hóp heilbrigðra til samanburðar.

Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað og tveir óskyldir sjúklingar með lungnateppu (skilgreint sem FEV11 gildi <80%, FEV/FVC gildi <70% og FEV1 berkjuslakandi viðbrögð <15% af grunngildi), 48 sjúklingar með langvinna slímmyndun í öndunarvegi án lungnateppu (skilgreint sem langvinna slímmyndun í öndunavegi án lungnateppugreiningar) og 183 heilbrigðir til samanburðar. Vítamín D bindiprótíngerðir greindar með fjölliðun, notkun skerðiensíma og agarósa gelaðskilnaði.

Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að vítamín D bindiprótín hafi ekki áhrif, hvorki verndandi né skaðleg á meinferli lungnateppu eins og áður hefur verið haldið fram. Hins vegar fannst marktækt (c2, p=0,002) hærri tíðni á arfhreinum Gc1F (8,3% á móti 1,1%; áhættuhlutfall =8,2) og lægri tíðni af arfhreinum Gc2 (0% á móti 7,6%; áhættuhlutfall =0) í CMH sjúklingum miðað við heilbrigða. Þetta bendir til að vítamín D bindiprótín hafi áhrif á slímmyndun sem er algengur fylgikvilli lungnateppu frekar en á lungnateppuna sjálfa. Einnig sást að aukna tíðnin á arfhreinum Gc1F fannst aðeins í reyklausum CMH einstaklingum: fjórir af 12 reyklausum CMH sjúklingum voru arfhreinir fyrir Gc1F, en enginn af þeim sem reyktu (0/36). Niðurstöður okkar gefa til kynna að Gc2 verndi gegn slímmyndun í öndunarvegi og að Gc1F eigi þátt í aukinni slímmyndun hjá CMH sjúklingum sem er ekki afleiðing reykinga.E 57 Þættir sem hafa áhrif á hækkun CO2 í slagæðablóði við áreynslu hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu

Marta Guðjónsdóttir1,3, Lorenzo Appendini2, Antonio Patessio2, Stefán B. Sigurðsson3, Claudio F. Donner21Reykjalundur, 2Salvatore Maugeri-stofnunin,Verona, Ítalíu, 3læknadeild HÍ

Netfang: Marta@REYKJALUNDUR.isInngangur: Hlutþrýstingur CO2 í slagæðablóði (PaCO2) hækkar við áreynslu hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT ) á háu stigi, öndvert við það sem gerist hjá heilbrigðum einstaklingum (ARRD 1991;143:1-9).

Efniviður og aðferðir: Til að kanna þá þætti sem hafa áhrif á hækkun PaCO2 þolprófuðum við níu sjúklinga með langvinna lungnateppu á háu stigi (65±10 ára, FEV1=37±10% af áætluðu). Við mældum í hvíld og við hámarksálag (Whám: 53±21 wött): mínútuöndun (V'E), slagæðablóðgös, teygjanleika lungna (EdynL), mótstöðu í lungum við innöndun (RL), dýnamískt intrinsic PEEP (PEEPi,dyn), vinnu þindar (PTPdi) og innöndunarvöðva (PTPpl). Hámarkskraftur þindar (Pdi,max) var mældur í hvíld og fimm mínútum eftir álag (*). Mælingar í hvíld og Whám voru bornar saman með pöruðu t-prófi og marktæk breyting var miðuð við p<0,05.

Niðurstöður:

Mæling (M±SD) Hvíld Whám Whám-hvíld p gildiPaCO2 mmHg 36,1±5,3 41,6±4,1 5,4±4,3 0,0051

V'E L/mín 13,0±1,8 32,2±9,2 19,2±8,9 0,0002

PEEPi,dyn H2O 1,6±1,0 6,1±2,5 4,5±2,5 0,0007

PTPdi cmH2O·s 223±99 305±121 82±134 NS

PTPpl cmH2O·s 153±63 442±89 289±145 0,0003

Pdi,max cmH2O 84±21 73±21* NS

Öndverð vensl fundust milli breytinga á PaCO2 og PTPpl frá hvíld og í Whám (p=0,003; R2=0,73), það er því minna sem PTPpl hækkaði þeim mun meira hækkaði PaCO2 við álagið. Með því að bæta PEEPi,dyn við jukust venslin (R2=0,84).

Ályktanir: Við ályktum því að PaCO2 hækki við Whám hvenær sem ójafnvægi er á milli vinnu innöndunarvöðva og álags á þá (sérstaklega PEEPi,dyn). Þetta virðist ekki tengjast þindarþreytu.E 58 Ómun af hælbeini sem skimunarpróf fyrir beinþynningu

Alfreð Harðarson1, Ólafur Skúli Indriðason1, Gunnar Sigurðsson11Lyflækningadeild Landspítala Fossvogi

Netfang: gunnars@shr.isTilgangur: Bera saman DEXA skann og ómun af hælbeini til að meta gildi ómunar sem skimunarpróf fyrir beinþynningu.

Inngangur: Hingað til hefur beinþéttnimæling (dual energy X-ray absorptiometry (DEXA)) verið kjörrannsókn til greiningar á beinþynningu. DEXA skann krefst dýrs tækjabúnaðar og sérþekkingar. Ómun af hælbeini er tiltölulega ný rannsókn sem hugsanlega metur uppbyggingu beins. Erlendar rannsóknir sýna að töluvert misræmi er milli DEXA skanns og ómunar af hælbeini til að greina beinþynningu en hins vegar er meira samræmi milli niðurstaða ómunar af hælbeini og tíðni beinbrota. Hugsanlega mælir ómunin aðra þætti beinsins en beinmassa sem gæti haft áhrif á styrk þess með tilliti til brota.

Efniviður og aðferðir: Við rannsökuðum 308 sjötugar íslenskar konur. Allar fóru þær í DEXA skann af hrygg, mjöðm og lærleggshálsi og ómun af hælbeini. Við bárum saman fylgni og samræmi rannsóknaraðferðanna og mátum næmi og sértæki ómunar af hælbeini til greiningar á beinþynningu miðað við DEXA skann.

Niðurstöður: Fylgni þessara tveggja mæliaðferða var r=0,40-0,55 eftir því við hvaða beinþéttnimælingu ómunin var borin saman við. Mesta fylgnin (r=0,55) var við beinþéttni í mjöðm (nærenda lærleggs). Ef notuð voru 2,5 staðalfrávik frá meðaltali ungra kvenna í DEXA skanni (sem er WHO skilmerki fyrir beinþynningu) kom í ljós að næmi ómunar af hælbeini miðað við beinþéttni í mjöðm var 89% og sértæki 51%. Jákvætt forspárgildi ómunar var 27%. Samræmi rannsóknanna var reiknuð út með Kappa tölfræði og kom í ljós að k=0,189 sem þýðir að samræmi rannsóknanna er lélegt og í raun ekki meira en tilviljunum háð.

Eftir er að skoða blóðgildi kvennanna og brotasögu og athuga tengsl við niðurstöður ómunar.

Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að fylgni og samræmi þessara rannsóknaraðferða sé ekki mikil og því hæpið að nota ómun af hælbeini til greiningar á beinþynningu. Þar sem næmið er ágætt kæmi til greina að nota ómun til skimunar meðal sjúklingahóps sem er í áhættu fyrir beinþynningu.E 59 Verndandi áhrif tíazíð lyfja á beinmassa virðast óháð styrk kalkhormóns í blóði

Gunnar Sigurðsson1, Leifur Franzson2, Díana Óskarsdóttir11Lyflækningadeild og 2rannsóknadeild Landspítala Fossvogi

Netfang: gunnars@shr.isInngangur: Fjölmargar hóprannsóknir hafa sýnt aukna beinþéttni meðal fólks sem er á tíazíð lyfjum. Þetta hefur verið skýrt með því að tíazíð lyf auki endurfrásog kalks í nýrum sem leiði til hækkunar kalks í blóði og þar með lækki kalkhormónið í blóði. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort þessi kenning standist.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópur samanstóð af 248 sjötíu ára reykvískum konum sem ekki voru á kvenhormónum eða bisfosfónat lyfjum. Af þeim var 51 kona á tíazíð lyfjum, 39 á öðrum háþrýstingslyfjum en 145 konur á engum slíkum lyfjum (samanburðarhópur). Þrettán konur vissu ekki um heiti lyfja sinna og voru því útilokaðar frá rannsókninnni.

Kalk og kreatínín var mælt í blóði, svo og kalkhormón (IRMA). Beinþéttnin (bone mineral density g/sm2) var mæld með DEXA (Hologic 2000+) í lendhrygg L2-L4, mjöðm og lærleggshálsi og í heildarbeinagrindinni. Magn fitu og mjúkvefja var mælt með DEXA. Fjölþáttagreining var gerð til að meta áhrif einstakra þátta á beinþéttnina.

Niðurstöður: Kalk í sermi var marktækt hærra (0,05 mmol/L; p<0,01) í tíazíð hópnum, enginn marktækur munur var á styrk kalkhormóns í hópunum þremur. Meðalbeinþéttnin var 9,6% meiri í lendhrygg (p<0,01) og 5,4% meiri í heildarbeinagrindinni (p<0,01) í tíazíð hópnum. Þessi munur minnkaði í 7,6% og 4,5% (p<0,01) þegar leiðrétt var fyrir fitumagni líkamans sem var 6 kg meira í tíazíð hópnum. Í fjölþáttagreiningu þar sem leiðrétt var fyrir kalki í blóði og kalkhormóni reyndist tíazíð lyfjagjöf sjálfstæður og óháður forspárþáttur um beinþéttnina í heildarbeinagrindinni og lendhrygg en náði ekki marktækni í mjöðm. Tíazíð lyfjagjöf skýrði um það bil 3% af heildarbreytileikanum í beinþéttni í hrygg og heildarbeinagrind.

Ályktanir: Tíazíð lyf virðast auka eða vernda beinmassa óháð styrk kalkhormóns í blóði sem bendir til að verkun þeirra sé eftir öðrum leiðum.E 60 Áhrif reykinga á myndun gigtarmótefna og framvindu iktsýki

Birna Björg Másdóttir1, Þorbjörn Jónsson1, Arnór Víkingsson1, Valdís Manfreðsdótttir1, Ásmundur Brekkan2, Helgi Valdimarsson11Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, 2röntgendeild Landspítala Hringbraut

Netfang: helgiv@rsp.is

Inngangur: Reykingamenn eru líklegri til að hafa hækkun á gigtarmótefnum (rheumatoid factors, RF) og til þess að fá iktsýki

(rheumatoid arthritis, RA). Ein rannsókn hefur sýnt fram á tengsl reykinga og framvindu iktsýki. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl reykinga og undirflokka gigtarmótefna (IgM, IgG og IgA) hjá konum með iktsýki og áhrif reykinga á framvindu sjúkdómsins.

Efniviður og aðferðir: Úrtakið var 63 konur með iktsýki, sem voru í meðferð hjá gigtarsérfræðingum Landspítalans. Konurnar svöruðu spurningalista, þar sem meðal annars var spurt um sjúkdómslengd, reykingasögu og lyfjanotkun vegna iktsýki. Til þess að meta alvarleika sjúkdómsins var færni kvennanna metin (HAQ) og gripkraftur þeirra mældur. Liðbólgur og liðeymsli voru metin og kannað hvort liðskekkjur eða gigtarhnútar væru til staðar. Röntgenmyndir af höndum voru metnar samkvæmt stöðluðu kerfi.

Niðurstöður: Konur sem höfðu reykt mikið (20 pakkaár) voru marktækt oftar með gigtarhnúta (p=0,01), höfðu minni færni (HAQ) (p=0,002) og minni gripkraft (p=0,01) heldur en þær sem minna reyktu eða höfðu aldrei reykt. Einnig tengdust reykingar auknum liðskemmdum á röntgenmynd (p=0,02). Jafnframt kom í ljós jákvæð fylgni milli fjölda pakkaára og magns IgM og IgA gigtarmótefna.

Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að reykingar hafi slæm áhrif á framvindu iktsýki. Einnig að tengsl séu milli reykinga og þeirra tegunda gigtarmótefna sem rannsóknir hafa sýnt að helst tengjast iktsýki og alvarleika sjúkdómsins.E 61 Mónóklónal gammópatía á Íslandi. Nýgengi, tengsl við illkynja sjúkdóma og afdrif

Vilhelmína Haraldsdóttir1, Helga M. Ögmundsdóttir2, Guðmundur M. Jóhannesson3, Guðríður Ólafsdóttir2, Kristín Bjarnadóttir2, Hrafn Tulinius21Landspítali Fossvogi, 2Krabbameinsfélag Íslands, 3Landspítali Hringbraut

Netfang: helgam@krabb.isInngangur: Mónóklónal gammópatía nefnist það þegar í sermi eða þvagi finnst mónóklónal prótín sem endurspeglar góðkynja eða illkynja fjölgun mónóklónal B-eitilfrumna. Erfitt er að meta nýgengi þessa fyrirbæris en það eykst frá innan við 1% fyrir fimmtugt í rúmlega 3% eftir sjötugt. Nokkur munur er á nýgengi milli kynþátta. Við greiningu hafa 30-40% þessara einstaklinga illkynja sjúkdóm í blóðmyndandi vef, 10-20% hafa aðra sjúkdóma (aðra illkynja sjúkdóma eða bólgusjúkdóma) en hjá 50-70% finnst enginn sjúkdómur og er greiningin þá "monoclonal gammopathy of undetermined significance (MGUS)". Úr síðasttalda hópnum fá allt að 30% illkynja sjúkdóm af B-eitilfrumuuppruna á næstu 15 árum

Efniviður og aðferðir: Í þessari rannnsókn höfum við tekið saman upplýsingar um alla íslenska einstaklinga sem hafa greinst með mónóklónal gammópatíu í sermi og/eða þvagi frá upphafi rafdráttar árið 1970. Þessi listi var síðan borinn saman við Krabbameinsskrána sem hófst 1955.

Niðurstöður: Alls fundust 706 einstaklingar, 348 konur og 358 karlar sem gefur nýgengið 10,5 af 100.000 fyrir karla og 8,5 af 100.000 fyrir konur. Vitað var um illkynja sjúkdóm við greiningu hjá 13% sjúklinga, hjá 30% greindist illkynja sjúkdómur á sama ári en hjá 13% greindist illkynja sjúkdómur seinna. Illkynja sjúkdómurinn var í blóðmyndandi vef hjá 2/3 sjúklinganna. Af 414 einstaklingum með MGUS en engan illkynja sjúkdóm við greiningu eða á sama ári fengu rúmlega 10% illkynja sjúkdóm af B-eitilfrumuuppruna (mergfrumuæxli, það er myeloma multiplex, eða Waldenströms makróglóbúlínemíu) allt að 19 árum seinna og þar af helmingur á næstu tveimur árum. Hjá 44% einstaklinganna greindist aldrei illkynja sjúkdómur. Ekki fannst marktæk aukning á MGUS meðal ættingja sjúklinga með mergfrumæxli almennt, en í 10 fjölskyldum fóru saman 2 tilfelli af mergfrumuæxli og/eða MGUS.

Ályktanir: Tíðni mónóklónal gammópatíu er svipuð á Íslandi og víða annars staðar, svo og tengsl við illkynja sjúkdóma. Þótt þetta fyrirbæri liggi ekki almennt í ættum fundust nokkrar ættir sem vert er að athuga nánar með tilliti til ættgengis.E 62 Ónæmis- og faraldsfræðilegir þættir í leghálskrabbameini á Íslandi

Evgenía K. Mikaelsdóttir1,2, Kristrún Benediktsdóttir1,3, Guðný S. Kristjánsdóttir2, Kristrún Ólafsdóttir3, Þorgerður Árnadóttir4, Karl Ólafsson5, Helga M. Ögmundsdóttir1,2, Þórunn Rafnar2,61Læknadeild HÍ, 2Krabbameinsfélag Íslands, 3Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, 4rannsóknastofa í veirufræði og 5kvennadeild Landspítala Hringbraut,

6Urður, Verðandi, Skuld ehf.

Netfang: thorunnr@uvs.isInngangur: Síðustu áratugi hafa orðið miklar breytingar á þeim þáttum sem hafa áhrif á leghálskrabbameinstíðni og ber þar hæst skipulega leit að leghálskrabbameini. Á hinn bóginn tengist leghálskrabbamein nær alltaf sýkingu með krabbameinsvaldandi undirflokki human papillomaveiru (HPV) og er líklegt að breytt viðhorf í kynferðismálum hafi aukið tíðni HPV sýkinga og haft áhrif á innbyrðis dreifingu undirflokka HPV. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt, annars vegar að kanna dreifingu HPV undirflokka í leghálskrabbameini á Íslandi fyrr og nú og hins vegar að kanna ónæmisfræðilegar breytur sem tengjast beint samskiptum eitilfrumna við veirusýktar frumur.

Efniviður og aðferðir: Sýni úr öllum leghálskrabbameinum sem greind voru árin 1958-1960 (47 einstaklingar) og 1995-1996 (30 einstaklingar) voru skoðuð með tilltiti til tjáningar á Fas, FasL, p53 og ß-míkróglóbúlín. DNA var einangrað úr sýnunum og HPV undirflokkar greindir með PCR og raðgreiningu.

Niðurstöður: HPV 16 fannst í 55% sýna frá eldra tímabilinu en 65% sýna frá því síðara, HPV greiningu lýkur á næstu vikum. Einungis eitt kirtilfrumukrabbamein fannst á fyrra tímabilinu (2%) en 10 kirtilfrumu- eða kirtilþekjukrabbamein greindust á síðara tímabilinu (33%). Fas viðtakinn er tjáður í eðlilegri leghálsþekju en í mun minna mæli í illkynja vef. FasL, sem er ekki tjáður í eðlilegri leghálsþekju, er tjáður í meirihluta krabbameina. p53 svar er mjög mismunandi sem og tjáning á ß- míkróglóbúlín.

Ályktanir: Tíðni kirtilfrumu- og kirtilþekjukrabbameina er hlutfallslega mun hærri nú en áður. Hægt er að greina HPV í gömlum sýnum og munu þær upplýsingar veita áhugaverðar vísbendingar um faraldsfræði HPV hér á landi. Breytingar á tjáningu Fas og FasL í leghálskrabbameini gæti, ásamt tapi á vefjaflokkasameindum, átt þátt í því að verja það fyrir ónæmiskerfinu.E 63 P53 stökkbreytingar og p53 prótíntjáning í sjúkri og eðlilegri munnslímhúð

Helga M. Ögmundsdóttir1, Hólmfríður Hilmarsdóttir1, Álfheiður Ástvaldsdóttir2, Jóhann Heiðar Jóhannsson3, Peter Holbrook21Rannsóknastofa í sameinda og frumulíffræði Krabbameinsfélagi Íslands, 2tannlæknadeild HÍ, 3Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði

Netfang: helgam@krabb.is

Inngangur: Ýmsir sjúkdómar í munnslímhúð þar á meðal flöguþekjuþykknun (hyperkeratosis) og húðsjúkdómurinn lichen planus (flatskæningur) hafa verið taldir hugsanlegir undanfarar illkynja æxlisvaxtar. Stökkbreytingar í æxlisbæligeninu p53 eru algengustu genabreytingar í illkynja æxlum. Prótínafurð stökkbreytts p53 endist lengur í frumunni en eðlilegt p53 prótín og því hefur sterk kjarnalitun p53 prótíni verið notuð sem mælikvarði á stökkbreytingu. Aukin tjáning á eðlilegu p53 sést í kjölfar genaskemmandi áreitis.

Efniviður og aðferðir: Í þessari rannsókn var könnuð tjáning á p53 prótíni með DO-7 einstofna mótefni í 162 sýnum úr munnslímhúð, þar af voru 55 krabbamein, 47 flöguþekjuþykknun, 48 flatskæningur og 12 eðlileg slímhúð. Stökkbreytingagreining var gerð á örsýnum þar sem teknar voru annað hvort illkynja frumur eða, ef um lichen planus eða flöguþekjuþykknun var að ræða, svæði með sterka p53 tjáningu.

Niðurstöður: Af sýnum úr krabbameini höfðu 56% jákvæða litun, 13% af sýnum úr flöguþekjuþykknun en 32% af sýnum úr lichen planus. Í lichen planus var p53 litunin bundin við kjarna í grunnlagi, en í sýnum úr flöguþekjuþykknun var litunin dreifðari upp í efri lög. Vegna smæðar sýnanna var stökkbreytingagreiningin ekki alltaf afgerandi, en af krabbameinssýnum reyndust að minnsta kosti 21% og hugsanlega 27% stökkbreytt. Af 20 sýnum úr flöguþekjuþykknun var hlutfallið að minnsta kosti 15% og hugsanlega 30% en í 27 sýnum úr lichen planus fundust stökkbreytingar með vissu í 30% og ef til vill í 48%. Ekkert samband reyndist vera milli p53 prótínlitunar og stökkbreytingar. Engin afgerandi tengsl fundust við lifun krabbameinssjúklinganna né líkur á illkynja umbreytingu úr góðkynja sjúkdómi.

Ályktanir: P53 prótínlitun segir ekki til um p53 stökkbreytingar í munnslímhúð. P53 stökkbreytingar eru tíðar í góðkynja sjúkdómum í munni og er tilvist stökkbreytinga í lichen planus sérlega athyglisverð í ljósi þess að nýlega hefur verið lýst p53 stökkbreytingum í langvinnum bólgusjúkdómum. Hvorki p53 stökkbreytingar né prótíntjáning gáfu upplýsingar um horfur sjúklinganna.E 64 Stökkbreytingagreining á CHK2 geni í brjóstakrabbameini

Sigurður Ingvarsson, Bjarnveig Ingibjörg Sigbjörnsdóttir, Valgarður

Egilsson, Jón Þór BergþórssonRannsóknastofa Háskólans í meinafræði

Netfang: siguring@rsp.isInngangur: Kímlínubreytingum í CHK2 geni, sem staðsett er á litningi 22q11.2, hefur verið lýst í fjölskyldum með Li-Fraumeni heilkenni. Chk2 er kínasi sem er virkjaður við DNA skemmdir og tengist stjórnun á frumuhring og tengist p53 ferlinu í frumunni.

Efniviður og aðferðir: Við könnuðum tap á arfblendni á litningasvæði 22q í 139 sporadískum brjóstaæxlum með því að nota sjö microsatellite erfðamörk. Stökkbreytingagreining á CHK2 geni var framkvæmd í þeim sýnum sem greindust með tap á arfblendni, með SSCP og DNA raðgreiningu.

Niðurstöður: Sjötíu og fjögur brjóstaæxli (53%) greindust með tap á arfblendni á litningi 22q með að minnsta kosti einu erfðamarki. Tveir kímlínubreytileikar greindust í sitthvorri útröð CHK2 gens utan táknraða (delT í endurtekinni röð með fjórum T og delA í endurtekinni röð með sjö A), kímlínubreytileiki (insA í endurtekinni röð með fimm A) í innröð 2, kímlínubreytileiki (T60K) í fyrstu útröðinni sem inniheldur táknröð og æxlissértæk 5' splæsisetsbreyting í stöðu +3 í innröð 8 (TTgt(a->c)agt). Ályktanir: Sómatískar breytingar í CHK2 geni eru sjaldgæfar í brjóstaæxlum en hugsanlega er CHK2 æxlisbæligen sem tengist æxlisvexti í litlum undirhópi brjóstakrabbameina.E 65 Erfðabreytileiki sem áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein

Katrín Guðmundsdóttir1, Jón Gunnlaugur Jónasson2, Laufey Tryggvadóttir3, Jórunn E. Eyfjörð11Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði og 3Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagi Íslands, 2Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði

Netfang: katrin@krabb.isInngangur: Arfgengir áhættuþættir hafa mismikil áhrif á brjóstakrabbameinsáhættu. Kímlínubreytingum í BRCA genum fylgir almennt mikil áhætta á brjóstakrabbameini, en fáir einstaklingar bera slíkar breytingar. Á hinn bóginn er talið að erfðabreytileika fylgi lág áhætta, en vegna þess hve algengir þeir geta verið að þá gætu þeir fræðilega útskýrt stóran hluta brjóstakrabbameinstilfella. Breytileiki hefur m.a. verið skoðaður í efnaskiptaensímum kynhormóna, svo sem CYP17 og CYP19, og í þekktum áhættugenum, svo sem p53. Markmið þessa verkefnis var að kanna hvort að breytileiki í CYP17, CYP19 og p53 genunum tengdist brjóstakrabbameini og hvort að fylgni væri við 999del5 stökkbreytingu í BRCA2 geni.

Efniviður og aðferðir: Arfgerðir voru skoðaðar í 728 viðmiðum og í þremur hópum brjóstakrabbameinssjúklinga: 500 konum, 36 körlum og 40 arfberum stökkbreytingar í BRCA2 geninu.

Arfgerðargreining var gerð með PCR, rafdrætti og skerðibútagreiningu.

Niðurstöður: Engin tengsl fundust á milli T-C breytileikans í CYP17 geninu og brjóstakrabbameinsáhættu kvenna, en aukin áhætta á brjóstkrabbameini kom hins vegar fram í körlum í tengslum við CC arfgerð gensins (p=0,08). Aukin brjóstakrabbameinsáhætta kom fram á meðal kvenna í tengslum við að bera 10 TTTA endurtekningar í CYP19 geninu (p=0,07). Þegar Arg72Pro breytileikinn í p53 geninu var skoðaður, komu fram hugsanleg verndandi áhrif þess að bera að minnsta kosti eina C (pro) samsætu á meðal arfbera BRCA2 stökkbreytingar (p=0,03).

Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að breytileiki í CYP17, CYP19 og p53 tengist brjóstakrabbameini. Þær veita sumum tilgátum stuðning, en einnig vakna nýjar spurningar sem aðeins er hægt að svara með fleiri rannsóknum.E 66 Samspil Stat og Smad prótína í brjóstavef

Sigríður Valgeirsdóttir1, Hilmar Viðarsson1, C.H. Heldin2, P. ten Dijke31Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Krabbameinsfélagi Íslands, 2Ludwig Institute for Cancer Research, Biomedical Center, Uppsölum, 3The Netherland Cancer Institute, Amsterdam

Netfang: sirry@krabb.isInngangur: Stat prótín er fjölskylda umritunarþátta sem telur sex meðlimi: Stat1, Stat2, Stat3, Stat4, Stat5a, Stat5b og Stat6. Þessi prótín eru erfðafræðilega náskyld en gegna þó mismunandi hlutverki í frumum. Eitt þessarra prótína, Stat5a (einnig þekkt sem mammary gland factor, MGF) hefur reynst starfa við sérhæfingu þekjufruma í brjóstavef og þroskun mjólkurkirtla. Þannig geta "knockout" mýs sem ekki tjá Stat5a, ekki heldur myndað mjólk. Tjáning á Stat5a í brjóstafrumum eykst verulega á síðari hluta meðgöngu og við brjóstagjöf, en minnkar hratt við lok mjólkurframleiðslu. Tjáningu og virkni prótínsins er vandlega stjórnað með boðefnum og boðflutningsprótínum svo sem ýmsum kínösum, fosfatösum og umritunarþáttum í kjarna. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna áhrif TGF-ß boðleiðar og Smad prótína á virkni Stat5 prótíns í brjóstafrumum.

Efniviður og aðferðir: cDNA fyrir Stat5, Smad4, PDGF ß-viðtaka og TGF ß-viðtaka, var ferjað inn í COS7 frumur og flókamyndun könnuð með mótefnabotnfellingu og Western blotting. Einnig var könnuð flókamyndun milli GST-Smad4 samrunaprótíns og Stat5 í frumufloti lifrarfrumna (HepG2). Umritunarvirkni Stat5 var könnuð með luciferase assay.

Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýna að Stat5 og Smad4 geta myndað flóka í COS7 frumum sem yfirtjá þessi prótín. Einnig getur GST-Smad4 bundist við Stat5 í HepG2 frumum. Rannsóknir á virkni Stat5 sýna að umritunarvirkni þess eykst mjög í þeim frumum sem einnig tjá Smad4 og sívirkan TGF-ß viðtaka.

Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að Smad4 geti bundist við Stat5 og haft áhrif á umritunarvirkni þess. Aukin þekking á samskiptum Stat5 við önnur frumuprótín gæti varpað ljósi á það hvernig starfssemi Stat5 er stjórnað í brjóstakirtli og gefið upplýsingar um hugsanlega þátttöku Stat5 í myndun brjóstakrabbameins.E 67 Fas bindill er tjáður innan frumu en ekki á yfirborði eðlilegra og illkynja brjóstafrumna

Gunnar B. Ragnarsson1, Evgenía K. Mikaelsdóttir1, Hilmar Viðarsson1, Jón Gunnlaugur Jónasson2, Kristrún Ólafsdóttir2, Katrín Kristjánsdóttir3, Jens Kjartansson4, Helga M. Ögmundsdóttir1,3, Þórunn Rafnar11 Krabbameinsfélag Íslands, 2Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, 3læknadeild HÍ, 4St. Jósefsspítali Hafnarfirði

Netfang: gbr@simnet.isInngangur: Fas bindill (FasL) er tjáður í krabbameinsfrumum og var sú kenning sett fram að tjáning FasL gæti varið illkynja frumur gegn árás eitilfrumna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort FasL tjáning í brjóstakrabbameinsfrumum hefði neikvæð áhrif á eitilfrumur.

Efniviður og aðferðir: Tjáning FasL var könnuð með RT-PCR og Western blot, tjáning himnubundins FasL var könnuð með frumuflæðisjá og tilvist leysanlegs FasL var athuguð með ELISA prófi. Stýrður frumudauði eitilfrumna var metinn með Annexin V og frumuflæðisjárgreiningu eftir 24 tíma samrækt með brjóstafrumum.

Niðurstöður: Ferskur eðlilegur brjóstavefur og brjóstakrabbameinsæxli, eðlileg brjóstaþekja í rækt og fimm brjóstafrumulínur tjáðu öll FasL. Hins vegar var FasL hvorki merkjanlegur á yfirborði eðlilegrar brjóstaþekju né krabbameinsfrumna og leysanlegur FasL fannst ekki í floti af frumulínunum. Fas-næmar T eitilfrumur fóru ekki í stýrðan frumudauða þó þær væru ræktaðar með brjóstafrumum.

Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að þó FasL sé tjáður í eðlilegum og illkynja brjóstafrumum, þá sé hann að öllu jöfnu ekki fluttur út á yfirborð frumunnar. Það er því ólíklegt að FasL gegni mikilvægu hlutverki við að verja illkynja frumur gegn ónæmiskerfinu.E 68 Tengsl brjóstakrabbameins og fæðingarsögu hjá arfberum stökkbreytingarinnar 999del5 í BRCA2 geninu

Laufey Tryggvadóttir1, Elínborg Ólafsdóttir1, Sigfríður Guðlaugsdóttir2,

Guðríður H. Ólafsdóttir1, Hrafn Tulinius1, Jórunn E. Eyfjörð21Krabbameinsskrá og 2Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Krabbameinsfélagi Íslands

Netfang: laufeyt@krabb.isInngangur: Stökkbreytingar í BRCA genum tengjast aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Á Íslandi hefur komið í ljós að 8% kvenna með brjóstakrabbamein bera eina tiltekna stökkbreytingu, 999del5, í BRCA2 geninu. Vitað er að fæðingarsaga tengist áhættu á að greinast með brjóstakrabbamein. Tilgangur rannsóknar okkar var að kanna hvort tengsl fæðingarsögu og brjóstakrabbameins væru á einhvern hátt sérstök hjá arfberum stökkbreytingarinnar 999del5.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var sjúklinga-viðmiðarannsókn innan ferilrannsóknar. Í sjúklingahópnum voru 55 konur sem báru stökkbreytinguna og höfðu gefið svar í heilsusögubanka Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins fyrir greiningu. Meðalaldur við greiningu var 48 ár (28-79). Þessi sjúklingahópur var borinn saman við hóp heilbrigðra kvenna, sem var paraður á fæðingarár og aldur við svar. Annar sjúklingahópur, paraður við arfberana, en órannsakaður með tilliti til stökkbreytinga var einnig borinn saman við viðmiðahópinn. Við útreikninga var notuð fjölbreytugreining

(conditional logistic regression) þar sem tekið var tillit til annarra áhættuþátta.

Niðurstöður: Aukinn barnafjöldi hafði önnur áhrif hjá arfberum en óvöldum sjúklingum. Hlutfallsleg áhætta var 1,29 (95% öryggisbil:1,00-1,65) þegar arfberar voru bornir saman við heilbrigð viðmið, en 0,98 (95% öryggisbil: 0,84-1,14) þegar óvalinn sjúklingahópur var borinn saman við heilbrigðu konurnar.

Ályktanir: Niðurstöðurnar styðja þá tilgátu að tengsl fæðingarsögu og brjóstakrabbameins séu á einhvern hátt sérstök hjá arfberum stökkbreytingarinnar 999del5.E 69 Ættlægni magakrabbameins

Albert Kjartansson Imsland, Sturla Arinbjarnarson, Steinunn Thorlacius, Valgarður Egilsson, Bjarki Eldon, Hjörtur Gíslason, Súsanna Jónsdóttir, Þórgunnur Hjaltadóttir, Shree Datye, Reynir Arngrímsson, Jónas MagnússonUrður, Verðandi, Skuld, erfðalæknisfræði HÍ, handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, handlækningadeild Landspítala Hringbraut

Netfang: albert@uvs.isInngangur: Fylgni milli magakrabbameins og umhverfisþátta svo sem mataræðis og sýkinga er vel lýst. Ættlægni magakrabbameins hefur hins vegar lítið verið rannsakað.

Efniviður og aðferðir: Fjölskyldutré allra sjúklinga sem greindust með krabbamein á árunum 1955 til 1999 voru rannsökuð. Fjöldi fyrsta stig ættingja var 712 karlmenn og 117 konur og annars stigs ættingjar voru 1968 karlar og 315 konur. Könnuð var tíðni krabbameins á meðal þessara ættingja í Krabbameinsskrá. Væntanleg gildi voru metin út frá aldursstöðlum tíðnitölum.

Niðurstöður: Hlutfallsleg áhætta á magakrabbameini var marktækt aukin, bæði á meðal fyrstu (RR=2,3; 95%CI=2,0-2,6) og annarrar gráðu (RR=1,6; 95%CI=1,3-2,0) karlkynsættingja. Áhættan var einnig aukin á meðal kvenkynsættingja, þó ekki næði það marktækri viðmiðun. Á meðal ættinga einstaklinga sem greinst höfðu með magakrabbamein fyrir 56 ára aldur var áhættan aukin enn meir. Í rannsókninni greindust 58 fjölskyldur með tvo eða fleiri einstaklinga með magakrabbamein og í 26 fjölskyldum voru þrír eða fleiri einstaklingar með magakrabbamein.

Ályktanir: Ættingjar magakrabbameinssjúklinga hafa rösklega tvöfalda áhættu á að fá magakrabbamein.E 70 Um faraldsfræðilega þætti í lófakreppusjúkdómi

Kristján G. Guðmundsson1, Reynir Arngrímsson2, Þorbjörn Jónsson31Heilsugæslan Blönduósi, 2lækndeild HÍ, 3ónæmisfræðideild Rigshospitalet Osló

Netfang: reynirar@hiInngangur: Lófakreppa (Dupuytren´s disease) einkennist af hnútamyndun í lófa sem síðar veldur kreppu á fingrum. Algengi sjúkdómsins er hátt á Norðurlöndum og 40% eldri karla hafi einhver einkenni sjúkdómsins. Talið er að sjúkdómurinn erfist með ókynbundnum ríkjandi hætti.

Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi, þróun og faraldsfræðilega þætti í lófakreppusjúkdómi.

Efniviður og aðferðir: Hjartavernd gerði rannsókn á lófakreppusjúkdómi á árunum 1981-1982. Átján árum seinna voru 122 karlar með lófakreppu endurinnkallaðir til skoðunar og samtímis var einnig kallaður inn samanburðarhópur sem var paraður fyrri hópnum, með tilliti til aldurs og reykinga.

Niðurstöður: Af þeim sem voru kallaðir til rannsóknarinnar komu 193 til skoðunar eða tæp 80%. Þar af voru 92 frá hinum upprunalega lófakreppuhópi og 101 úr samanburðarhópnum. Af 101 þátttakanda án lófakreppu í fyrri rannsókninni voru samtals 53 með einkenni sjúkdómsins og þar af 16 eða (15,8%) með krepptan fingur. Þetta þýðir í tæplega 3% nýgengi á ári fyrir lófakreppusjúkdóm og um 1% fyrir fingurkreppu. Af 75 körlum með minniháttar einkenni, hnút í lófa eða streng með húðfellingum í fyrri rannsókninni 1981-1982, voru samtals 25 eða 33,3% með fingurkreppu eða höfðu farið í aðgerð (RR: 2,2; 95% CI: 1,3-3,8; p=0,001) borið saman við nýgengi fingurkreppu í samanburðarhópnum. Að hafa fengið sjúkdóminn yngri en 40 ára tengdist erfiðari sjúkdómsgangi (p<0,019). Af körlum með lófakreppu höfðu 7,3% farið í áfengismeðferð og 6,6% til viðbótar voru ofdrykkjumenn, samanborið við 10,7% og 3,6% í hópi þeirra sem ekki voru með sjúkdóminn (N.S.). Ættarsaga um lófakreppu var nátengd sjúkdómnum (p=0,002).

Ályktanir: Nýgengi lófakreppu er hátt hjá eldri karlmönnum. Sjúkdómurinn hefur mikla framþróun (progression ) og er sterklega tengdur við ættarsögu. Sjúkdómurinn virðist ekki tengjast áfengisnotkun.E 71 Dánarmein iðnverkakvenna

Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Kristinn TómassonAtvinnusjúkdóma- og heilsugæsludeild Vinnueftirlits ríkisins,

Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík

Netfang: hkg@ver.isInngangur: Dánarmeinarannsóknir hafa sýnt að dánartíðni er hærri meðal láglaunahópa, sem hafa stutta skólagöngu og vinna ófaglærð störf. Þessa gætir skýrar meðal karla en kvenna (1). Rannsókn á nýgengi krabbameina meðal iðnverkakvenna sýndi að lungnakrabbamein var tíðara meðal þeirra en annarra íslenskra kvenna og var getum að því leitt að það tengdist reykingum í hópnum (2). Nýgengihlutfall krabbameins í legbol var einnig hátt en krabbamein í eggjastokkum á hinn bóginn fátíðara en vænta mátti. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort dánartíðni í heild og vegna hjartasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma og reykingatengdra krabbameina sé hærri meðal iðnverkakvenna en annarra kvenna.

Efniviður og aðferðir: Um er að ræða afturskyggna hóprannsókn sem nær til 14 144 kvenna sem greiddu til lífeyrissjóðs félags verksmiðjufólks í Reykjavík árin 1970-1995. Iðjukonur sem dóu á árabilinu 1970-1974 höfðu verið teknar af skrám sjóðsins og því er fylgitíminn 1975-1995. Dánartíðni í þessum hópi iðnverkakvenna er borin saman við dánartíðni íslenskra kvenna á sama aldri á sama tíma og reiknað staðlað dánartöluhlutfall.

Niðurstöður og ályktanir: Í ljós kom að 933 iðnverkakonur höfðu látist á fylgitímanum. Fyrstu niðurstöður benda til þess að lungnakrabbamein og voveiflegur dauðdagi sé tíðari meðal iðnverkakvenna en annarra og dánartíðnin sé hærri meðal yngri iðnverkakvenna en þeirra sem eldri eru, en endanlegar niðurstöður verða kynntar á ráðstefnunni.

HeimildirE 72 Brottnám legs: Afturskyggn samanburðarrannsókn á kviðsjáraðgerðum og kviðskurðaraðgerðum

Lovísa Leifsdóttir1, Jens A. Guðmundsson21Læknadeild HÍ, 2kvennadeild Landspítala Hringbraut

Netfang: jens@rsp.isInngangur: Brottnám legs er algeng aðgerð og eru um 4-500 slíkar aðgerðir framkvæmdar árlega á Íslandi. Áður var tveimur aðferðum beitt við brottnám legs, annars vegar með kviðskurði og hins vegar um leggöng, en árið 1989 var fyrsta legnámsaðgerðin með hjálp kviðsjár framkvæmd. Markmið með kviðsjáraðgerðum er minni áverki og skjótari bati eftir aðgerð.

Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort kviðsjáraðgerðartæknin hefði kosti fram yfir kviðskurð við brottnám á legi, með tilliti til aðgerðartíma, notkunar verkjalyfja eftir aðgerð, fylgikvilla, legutíma og lengdar veikindaleyfis eftir aðgerð.

Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár kvenna, sem fóru í brottnámsaðgerð á legi með kviðsjá (hópur LH) á tímabilinu 1. janúar 1997 til 10. mars 2000 á kvennadeild Landspítala, voru kannaðar. Viðmiðunarhóp (hópur AH) mynduðu konur sem farið höfði í legnámsaðgerð með kviðskurði á sama tímabili og voru þær valdar með tilliti til aldurs (±5 ár) og þyngdar legs, sem metin var út frá stærð sýnis sem sent var til vefjarannsóknar. Gerður var samanburður á ofangreindum breytum.

Niðurstöður: Fjöldi kvenna sem fór í legnámsaðgerð með kviðsjá á tímabilinu var 109, en í þremur tilvikum var aðgerð breytt í kviðskurð. Til viðmiðunar fundust 98 tilfelli. Meðalaldur í tilfellahópi var 46,9 ár, en 46,0 í viðmiðunarhóp (p=0,87). Meðalstærð legsýna til vefjarannsóknar var 133 g í tilfellahópi en 140 í viðmiðunarhópi (p=0,95). Í töflunni sjást aðrar niðurstöður.Hópur LH AH

n meðaltal (n) meðaltal P-gildi

Aðgerðartími 10 128 98 76,5 <0,01

(mín) 9

Fall blóðrauða 22,0 21,6 0,532

(g/l)

Blóðgjafir (n) 6 8

Legutími (dgr) 10 2,7 98 4,8 <0,001

9

Veikindaeyfi 48 22 30 43 <0,001

(dgr)

Konur í kviðsjáraðgerðahópnum þurftu minna af verkjalyfjum eftir aðgerð, en konur í viðmiðunarhópi. Fylgikvillar aðgerðar komu fyrir hjá 19 konum (18%) í kviðsjárhópi og 17 konum (18%) í samanburðarhópi, en engin þeirra var alvarlegur.

Ályktanir: Legutími og veikindaleyfi eftir aðgerð var mun styttri eftir kviðsjáraðgerð en tíðkast eftir hefðbundnar aðgerðir. Kviðsjáraðgerðir valda minni verkjum og leiða til skjótari bata, en gerist við hefðbundnar aðgerðir, en aðgerðartími er mun lengri.

Þessar niðurstöður vekja spurningu um hvort stefna beri að því að nota kviðsjártækni við flestar brottnámsaðgerðir á legi.E 73 Meðfæddir hjartagallar meðal íslenskra barna sem fædd eru 1990-1999

Sigurður Sverrir Stephensen1, Gunnlaugur Sigfússon1, Herbert Eiríksson1, Jón Þór Sverrisson2, Ásgeir Haraldsson1, Hróðmar Helgason11Barnaspítali Hringsins, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri

Netfang: sigsve@tal.isInngangur: Eitt prósent lifandi fæddra barna hafa hjartagalla. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi meðfæddra hjartagalla á Íslandi á árunum 1990-1999. Sambærileg rannsókn var gerð á Íslandi á árunum 1985-1989. Við munum bera nýgengi meðfæddra hjartagalla í okkar rannsókn saman við þá fyrri.

Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um sjúklingana voru fengnar úr sjúkraskrám frá tveimur spítölum og sérfræðingum í hjartasjúkdómum barna. Einnig fengust upplýsingar frá hjartaómunardeild og úr krufningaskýrslum. Við könnuðum einstaka hjartagalla, aldur við greiningu, hvaða einkenni leiddu til greiningar, hvar þessi einkenni komu fyrst fram, meðferð og lífsgæði. Einnig skoðuðum við aðra meðfædda galla, litningagalla og heilkenni. Opin fósturæð (PDA) hjá fyrirburum, fósturop (PFO) eða op milli hólfa (ASD) minna en 4,0 mm var ekki skilgreint sem hjartagalli. Við skoðuðum nýgengi tvíblöðku ósæðarloku (BAV) sem ekki var gert í fyrri rannsókninni. Allar greiningar voru staðfestar með hjartaómun og/eða hjartþræðingu.

Niðurstöður: Á árunum 1990-1999 fæddust 44 013 lifandi börn á Íslandi. Af þeim hefur 741 barn greinst með hjartagalla, sem er 1,7% af lifandi fæddum börnum. Árlegt nýgengi var breytilegt eða 0,73% af lifandi fæddum börnum 1991 en 2,91% 1997. Kynjahlutfall var 1/1. Dreifing einstakra hjartagalla var: op á milli slegla (VSD) 340, op milli hólfa 90, opin fósturæð 85, þrengsli á lungnaslagæðarloku 48, tvíblöðku ósæðarloka 41, þrengsli í ósæð (CoA) 26, ferna Fallots 22, víxlun meginslagæða (TGA) 14, ósæðarlokuþrengsli (AS) 11, þrengsli undir ósæðarloku (sub-AS) 7, gátta- og sleglaskiptagalli (CAVSD) 10. Aðrir gallar voru sjaldgæfari. Af börnum, fæddum á árunum 1990-1992, greindust 47 með op á milli slegla en 156 af börnum fæddum á árunum 1997-1999. Um 48% barna með hjartagalla greindust fyrir fæðingu eða fyrir útskrift af fæðingarstofnun. Þrjátíu prósent barnanna var vísað til hjartasérfræðings eftir skoðun í ungbarnaeftirliti, 6% frá heimilislækni, 9% frá barnalækni og 7% greindust á spítala. Nítíu og sex börn höfðu aðra fæðingargalla. Fjörutíu og fimm börn höfðu litningagalla, þar af voru 28 með Downs heilkenni. Alvarlegir hjartagallar, sem þörfnuðust meðferðar, greindust hjá 220 börnum. Hjartaaðgerðir voru gerðar á 197 börnum og 16 börn bíða aðgerðar. Hjartaaðgerðir á Íslandi á rannsóknartímabilinu voru 120. Flest börnin eru einkennalaus, 20 hafa einkenni frá hjartasjúkdómi sínum og/eða eru á lyfjameðferð, en 25 börn létust.

Umræða: Árlegt nýgengi meðfæddra hjartagalla hefur aukist á rannsóknartímabilinu. Þetta er áberandi meðal minniháttar hjartagalla sem ekki krefjast meðferðar en nýgengi alvarlegra hjartagalla breyttist ekki. Þetta nýgengi (1,7%) er hærra en í rannsókninni frá 1985-1989 þar sem það var 1,1%. Mismuninn má að einhverju leyti skýra með tvíblöðku ósæðarlokum sem ekki voru taldar með í þeirri rannsókn. En ljóst er að fjöldi meðfæddra hjartagalla sem greinst hafa á hverju ári hefur aukist og er þetta sérstaklega áberandi á síðustu þremur árum. Fjöldi barna sem greindust með op á milli slegla á árunum 1997-1999 var þrefalt meiri en þeirra sem greindust 1990-1992. Árlegt nýgengi er einnig hærra en í sambærilegum erlendum rannsóknum.E 74 Áhrif reykinga á meðgöngu á súrefnisflutning til fósturs

Anton Örn Bjarnason1, Þórður Þórkelsson1,2, Gestur Pálsson2, Hildur Harðardóttir1,3, Atli Dagbjartsson1,2, Ásgeir Haraldsson1,21Læknadeild HÍ, 2Barnaspítali Hringsins, 3kvennadeild Landspítalans

Netfang: thordth@rsp.isInngangur: Reykingar á meðgöngu geta haft óæskileg áhrif á fóstrið, til dæmis aukið líkur á fólsturláti, létt- og fyrirburafæðingu og vaxtarskerðingu. Líklegt er að áhrif reykinga á fóstrið séu að minnsta kosti að hluta til vegna skerts súrefnisflutnings. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna að hve miklu leyti börn mæðra sem reyktu á meðgöngunni hafa merki að hafa orðið fyrir súrefnisþurrð í móðurkviði.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framskyggn. Rannsóknarhópurinn samanstóð annars vegar af börnum 15 mæðra sem reykt höfðu á meðgöngunni og hins vegar börnum 26 mæðra sem ekki reyktu á meðgöngunni. Öll börnin fæddust með eðlilegri fæðingu. Eftirtaldir þættir voru mældir í naflastrengsblóði: sýrustig, mjólkursýra og "base excess" (merki nýlegrar súrefnisþurrðar), rauðkornavaki (erythropoietin) og normoblastar (merki fremur langvarandi súrefnisþurrðar) og magn blóðrauða (merki langvarandi súrefnisþurrðar).

Niðurstöður: Börn reykingamæðra höfðu marktækt hærri þéttni rauðkornavaka (49,7±7,4 / 30,5±5 U/L; p<0,05) og blóðrauða (166,9±2,9 / 154,2±2,2 g/L; p<0,001), en börn þeirra mæðra sem ekki reyktu. Marktæk fylgni var milli fjölda vindlinga reyktra á dag og fjölda normoblasta í blóði barns (r=0,42; p<0,05). Ekki var marktækur munur milli hópanna tveggja á sýrustigi blóðs, "base excess" né magni mjólkursýru í blóði.

Ályktanir: Reykingar á meðgöngu skerða súrefnisflutning til fóstursins nægilega til þess að það bregst við með aukinni framleiðslu blóðrauða, sem eykur súrefnisflutningsgetu blóðsins. Börn reykingamæðra virðast hins vegar ekki verða fyrir meiri súrefnisþurrð í fæðingunni en börn mæðra sem ekki reyktu á meðgöngunni, sem hugsanlega er vegna þess að þau hafa meiri blóðrauða.E 75 Lækkun á tíðni tannátu meðal barna og unglinga á Íslandi

Sigfús Þ. ElíassonTannlækningastofnun, tannlækningadeild HÍ

Netfang: sigfuse@hi.isInngangur: Til skamms tíma hefur fátt verið vitað um tannheilsu Íslendinga, enda lítill gaumur gefinn af heilbrigðis yfirvöldum. Tilgangur rannsóknarinnar var að mæla tíðni tannátu meðal 6, 12 og 15 ára barna og unglinga á Íslandi. Rannsóknin hófst árið 1986 og var endurtekin 1991 og 1996.Efniviður og aðferðir:
Með aðstoð frá Hagstofu Íslands og Félagsvísindastofnun Háskólans voru rannsóknarsvæði ákvörðuð

(Stratified Cluster Sampling) og þátttakendur valdir með slembiúrtaki úr skólasýrslum. Fjöldi skoðaðra var 2578 árið 1986, 2896 árið 1991 og 2950 árið 1996. Tannskoðun fór fram í grunnskólum í færanlegum tannlækningastól með ljósi og kanna. Rannsóknin var gerð í samræmi við staðlaða aðferð Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og röntgenmyndir ekki teknar. Sami tannlæknir skoðaði börnin í öllum þremur könnunum og sami aðstoðarmaður sá um skráningu.

Niðurstöður: Tannátustuðlar barnatanna, dmft og dmfs (decayed, missed and filled teeth and surfaces), hjá sex ára börnum reyndust 4,9 og 9,3 (1986); 3,3 og 6,1 (1991) og 2,3 og 3,8 (1996), sem er næstum 60% lækkun á þessu 10 ára tímabili. Hlutfall barna með alveg heilar barnatennur var aðeins 16,2% (1986), 30,9% (1991) og 44,6% árið 1996. Tannátustuðull fullorðinstanna, DMFT, hjá sex ára börnum var 1,0 (1986); 0,4 (1991) og 0,1 (1996) sem er 90% lækkun. Hjá 12 ára reyndist DMFT og DMFS vera 6,6 og 10,7 (1986); 3,4 og 5,5 (1991) og 1,5 og 2,3 árið 1996, sem er 77% lækkun. Hlutfall 12 ára barna með alveg heilar fullorðinstennur jókst úr 3,6% 1986 í 47,5% 1996. Hjá 15 ára var DMFT og DMFS 11,1 og 20,0 (1986); 7,3 og 13,2 (1991) og 3,1 og 5,1 (1996), sem er rúmlega 77% lækkun. Árið 1986 voru aðeins 1% 15 ára með allar tennur heilar, en 26% 1996.Skorufyllur hjá 12 ára jukust úr 1,1 (1986) í 5,3 (1996) og hjá 15 ára úr 0,7 (1986) í 3,9 (1996).

Ályktanir: Auknar forvarnir, notkun flúors og skorufyllur eru líklegar ástæður fyrir þessari miklu lækkun á tannátutíðni.

Þakkir: Styrkt af Rannsóknarsjóði Tannlæknafélags Íslands.E 76 Endótoxín eykur veirufjölgun og bólgusvörun í þekjufrumum sem eru sýktar með Respiratory Syncytial veiru

Gunnar Guðmundsson1,2, A. Brent Carter2, Gary W. Hunninghake21Rannsóknastofa í lífefna- og frumulíffræði, læknadeild HÍ, 2Háskólinn í Iowa, Bandaríkjunum

Netfang: ggudmund@postur.isholf.isInngangur: Respiratory syncytial veira (RSV) er þýðingarmikil orsök sýkinga í neðri loftvegum smábarna og getur leitt til berkjuauðreitni. Loftvegabólga fylgir berkjuauðreitni og þekjufrumur sem eru sýktar af RSV gefa frá sér mikið magn af interleukin-8 sem magnar bólgusvörun. Berkjuauðreitni getur einnig verið orsökuð af endótoxíni. Tilgáta okkar var sú að þekjufrumur sýktar af RS veiru hefðu aukna bólgusvörun ef þær væru einnig útsettar fyrir endótoxíni.

Efniviður og aðferðir: Þekjufrumur loftvega voru sýktar með RS veiru og útsettar fyrir endótoxíni og IL-8 genatjáning, prótínmyndun og NF-kB tilfærsla og DNA binding mæld sem og veirufjölgun í frumunum.

Niðurstöður: Eins og vitað var fyrir, þá olli RSV-sýking aukningu á IL-8 genatjáningu í þekjufrumum, en ekki endótoxín. Ef RSV-sýktar þekjufrumur voru útsettar fyrir endótoxíni varð tvöfalt meiri aukning á IL-8 mRNA og IL-8 prótínlosun en með veirusýkingu einni sér. Með því að nota NF-kB fánúkleótíð með sérhæfðu IL-8 stýrisvæði kom í ljós að RSV-sýking og endótoxín í sameiningu olli tvöfaldri aukningu á tilfærslu og DNA bindingu NF-kB borið saman við veirusýkingu eina sér. Að auki kom í ljós að endótoxín jók fjölda veiruhluta í sýktum frumum.

Ályktanir: Þetta bendir til þess að endótoxín auki bólgusvörun í þekjufrumum, sem mæld var með IL-8 gentjáningu, með því að auka fjölgun veira. Þessar niðurstöður sýna að mismunandi áreiti úr umhverfinu geta magnað bólgusvörun og stuðlað að berkjuauðreitni.E 77 Forvörn þunglyndis meðal unglinga

Eiríkur Örn Arnarson2, Margrét Ólafsdóttir3, Inga Hrefna Jónsdóttir4, W. Ed. Craighead51Geðeild Landspítala Hringbraut, 2Skólaskrifstofa Seltjarnarness / geðeild Landspítala Dalbraut, 3Reykjalundur, 4Department of Psychology, University of Colorado, Boulder

Netfang: eirikur@rsp.isInngangur: Lítið hefur birst af rannsóknum á fyrirbyggingu geðröskunar þó hún sé algeng og hefjist oft á táningsaldri. Fyrir kynþroskaaldur er algengi þunglyndis talið vera á bilinu 0,5-2%. Faraldsfræðilegar rannsóknir gefa til kynna að algengi vægra til alvarlegra einkenna þunglyndis eftir kynþroskaaldur sé á bilinu 3-15% og er algengi talið vera að aukast. Þunglyndi barna og unglinga hamlar virkni og þroska, hefur áhrif á námsárangur, ættingja og vini, leiðir til vítahrings sem er skaðlegur fyrir barnið og þroska þess. Neikvæður þankagangur sem einkennir þunglyndi er talinn mótast snemma á táningsaldri.

Rannsóknin beinist að því að meta árangur hugrænnar atferlismeðferðar (CBT) við að fyrirbyggja þróun þunglyndis meðal ungmenna sem greinast með mörg einkenni þunglyndis og neikvæðan þankagang. Þróað hefur verið námsefni sem miðar að því að kenna unglingum að taka á niðurrifshugsunum og neikvæðum skýringarstíl; með því að hafa áhrif á hugsun og hegðun er hægt að breyta líðan, félagsfærni og úrlausn vandamála.

Efniviður og aðferðir: Lögð voru próf fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla á Stór-Reykjavíkursvæðinu til að meta fjölda þunglyndiseinkenna (CDI) og neikvæðan skýringarstíl (CASQ). Nemum sem enn höfðu ekki greinst með þunglyndi en röðuðust á milli 75. og 90. sætisraðar á CDI og CASQ, var var boðið í greiningarviðtal (CAS). Námskeiðs- og viðmiðunarhópi er fylgt eftir í tvö ár og greiningarkvarðar lagðir fyrir til að meta framgang. Námskeið tekur 12 vikur/30 stundir.

Niðurstöður og ályktanir: Fyrstu niðurstöður benda til töluverðrar geðlægðar hjá fjórðungi nema í 9. bekk grunnskóla. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi forvarna þegar á unga aldri. Á rástefnunni verða fyrstu niðurstöður hálfs- og eins árs eftirfylgdar birtar.E 78 Taugaskaði við fæðingu. Fjöldi tilfella á fæðingadeild Landspítala 1998-2000

Haukur Hjaltason1, Steinunn Hauksdóttir2, Gísli Vigfússon3, Þóra Steingrímsdóttir41Taugalækningadeild Landspítala Hringbraut, 2)læknadeild HÍ, 3svæfinga- og gjörgæsludeild og 3kvennadeild Landspítala Hringbraut

Netfang: haukurhj@rsp.isInngangur: Taugaskaðar í neðri útlimum eru vel þekktir eftir fæðingar. Þeir geta orsakast af fæðingunni sjálfri og tengjast þá stundum þáttum eins og langdreginni fæðingu, stöðu fósturhöfuðs og tangarnotkun. Utanbasts- og mænuvökvadeyfingar (epidural, spinal) eru enn einn orsakaþáttur slíkra taugaskaða.

Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta tíðni, umfang, orsök og gang slíkra einkenna eftir fæðingar á kvennadeild Landspítala.

Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkdómsgreiningar á álitsbeiðnum taugalækna á kvennadeild frá miðju ári 1998 til ágústsloka 2000. Farið var sérstaklega yfir beiðnir sem vöktu grun um taugaskaða tengdum fæðingum. Farið var yfir sjúkraskrár til þess að staðfest greiningu. Haft var samband við sjúkling og hún kölluð til skoðunar þegar þurfa þótti.

Niðurstöður: Á rannsóknartímanum greindust níu konur með taugaskaða eftir fæðingu. Flestar voru með lumbosacral rótaskaða (radiculopathiu) en færri með útlægan taugaskaða (peripher neuropahtiu). Í sumum tilvikum tengist taugaskaðinn fæðingunni en í öðrum deyfingunni sem notuð var.

Ályktanir: Taugaskaðar eru sjaldgæf en mikilvæg komplíkation við fæðingu. Lýst verður reynslu af þessu sjúkdómsfyrirbrigði á Lanspítala á einu og hálfu ári.E 79 Notkun apómorfíns við Parkinsonsveiki

Sverrir Bergmann, Grétar GuðmundssonTaugalækningadeild Landspítala Hringbraut

Netfang: astakon@rsp.isInngangur: Nær hálf öld er liðin frá því greinar birtust um gagnsemi apómorfíns í meðferð á Parkinsonsveiki. Efnið er dópamín agónisti og virkar jafnt á D1 og D2 viðtæki. Gefið undir húð hefst virkun þess innan 5-15 mínútna og stendur yfir í 1-11/2 klukkustund. Efnið gengur með öðrum agónistum sem notaðir eru í meðferð á Parkinsonsveiki. Einnig með efnum sem seinka niðurbroti dópamíns og með dópamíni sjálfu. Apómorfín getur upphafið með öllu sveiflur (on/off) sem gætir mismikið hjá flestum einstaklingum með Parkinsonsveiki eftir fimm ára meðferð. En auk þess að kveikja hreyfifærni dregur það úr sársaukafullum dystóníum. Hægt er að gefa apómorfín samfellt eða í aðskildum skömmtum. Ókostur er, að eingöngu inndæling efnisins undir húð skilar ásættanlegum árangri. Apómorfín hefur nánast sömu aukaverkanir og dópamín.

Apómorfín var fyrst notað hér árið 1993.

Efniviður og aðferðir: Tuttugu og tveir einstaklingar með Parkinsonsveiki, átta karlar og 14 konur, hafa verið meðhöndlaðir með apómorfíni á taugalækningadeild Landspítala Hringbraut frá árinu 1993. Sex sjúklinganna hafa verið meðhöndlaðir með stöðugri inndælingu apómorfíns, þrír karlar og þrjár konur, en hinir 16, fimm karlar og 11 konur, hafa fengið apómorfín í stökum inngjöfum, þrisvar til sex sinnum á sólarhring.

Kannaður hefur verið árangur meðferðar hjá þessum sjúklingum. Athugað hvort þeir hafa svarað og hversu vel meðferðinni og kannaðar aukaverkanir jafnframt.

Sérstakt hreyfifærnimat hefur verið haft til grundvallar.

Við samfellda gjöf hefur verið notuð apómorfín dæla og gefin 2-5 mg af apómorfíni á klukkustund. Við stakar inngjafir hefur verið byrjað með 1/2-1 mg af efninu og það síðan aukið allt upp í 5 mg í skammti, en meðalskammtur 3 mg. Stakar inngjafir voru gefnar við upphaf akínetískra tímabila, oftast fjórum sinnum á dag, en samfelld gjöf með dælu notuð, þegar nánast engin svörun var við annarri meðferð eða af henni umtalsverðar aukaverkanir.

Nauðsynlegt er að gefa lyfið Motilium (Domperidone) 20 mg þrisvar á dag til að fyrirbyggja ógleði af apómorfíni. Ekki er þó nauðsynlegt, að halda áfram Motilium lengur en sex mánuði.

Niðurstöður og ályktanir: Allir sjúklingarnir svöruðu apómorfíni með aukinni hreyfigetu og minni sársaukafullum dystoníum. Ekki skapaðist þol fyrir lyfinu. Engar alvarlegar aukaverkanir komu fram. Óþægindi meðal annars þrimlamyndun vegna sírennslis undir húð eða stungu undir húð voru þó áberandi og draga úr fýsileika til notkunar apómorfíns.

Apómorfín hefur þannig ótvíræð áhrif á einkenni Parkinsonsveiki. Það er kröftugur agónisti, sem framkallar hreyfifærni og dregur úr sársaukafullum aukahreyfingum og er mælt með notkun þess, þegar Parkinsonssjúkdómurinn svarar meðferð með erfiðum sveiflum eða svarar meðferð alls ekki eða þegar annarri meðferð verður ekki við komið.

Enn hefur ekki tekist að koma við meðferð með apómorfíni með öðrum hætti, en gefa það undir húð og á það hvað mestan þátt í því að þetta lyf er ekki notað sem skyldi svo árangursríkt sem það greinilega er.E 80 Faraldsfræði MS á Íslandi á 40 ára tímabili (1960 til 1999). Breytingar í nýgengi og algengi

John BenedikzTaugalækningadeild Landspítala Hringbraut

Netfang:Inngangur: MS er algengur sjúkdómur og fylgst hefur verið með tíðni sjúkdómsin á landinu undanfana áratugi. Í þessari rannsókn var ákvarðað algengi og nýgengi sjúkdómsins á Íslandi á síðastliðnum 40 árum.

Efniviður og aðferðir: Allir einstaklingar sem hafa fengið greininguna clinically definite eða clinically probable MS samkvæmt skilmerkjum Posers. Miðað var við upphaf einkenna sjúkdómsins fremur en greiningarár.

Niðurstöður: 1) Fjöldi MS sjúklinga 1960-1999: Alls hefur 331 einstaklingur greinst á tímabilinu og af þeim eru 222 konur og 109 karlar. Kynjahlutfall er 2,0. 2) Nýgengi á rannsóknar tímanum hækkaði úr 3,0 (1960-1964) í 4,5 af 100 000 (1975-1994). 3) Algengi (prevalence) fer stighækkandi frá 58 af 100 000 1960 í 118 af 100 000 1999.

Ályktanir: Aukning hefur orðið á nýgengi og algengi MS sjúkdómsins á síðustu áratugum. Þessa aukningu má að hluta til rekja til bættrar greiningar vegna aukins fjölda taugalækna.E 81 Hlutverk þverfaglegs teymis í meðferð MND-sjúklinga. Reynsla af starfi MND teymis á Landspítala HringbrautGrétar Guðmundsson, Sverrir BergmannTaugalækningadeild Landspítala Hringbraut

Netfang: eliasol@rsp.is

Inngangur: MND eða hreyfitaugungahrörnun er sjúkdómur með stöðugt vaxandi útbreiddum lömunum. Sjúkdómurinn versnar hratt og dregur sjúkling til dauða á þremur til fjórum árum að jafnaði. Ekki er hægt að lækna MND en hægt er að hægja lítillega á sjúkdómnum með lyfjameðferð.

Meðferð MND sjúklings byggist því fyrst og fremst á meðhöndlun margþættra líkamlegra, andlegra og félagslegra vandamála sem fylgja sjúkdóminum.

Haustið 1995 var stofnuð MND göngudeild á taugalækningadeild Landspítala Hringbraut og í júní 1998 var stofnað MND teymi á Landspítala Hringbraut.

Efniviður og aðferðir: Við höfum metið þjónustu sem MND teymið hefur veitt þau tvö og hálft ár sem það hefur starfað. Meðal annars er metinn árangur hvað varðar greiningu og fræðslu sjúklings og aðstandenda, aðstoð við sjúkling heima og á vinnustað, líknandi meðferð hjá sjúklingum með endastig sjúkdómsins.

Niðurstöður: Samtals hefur 31 MND sjúklingur notið aðstoðar 11 sérfræðinga MND teymisins. Þeir hafa einnig fengið mjög mikilvæga aðstoð frá meltingarfæra-, lungna- og líknardeildum. Af MND sjúklingunum er 21 látinn.

Ályktanir: MND-teymið hefur bætt verulega þjónustu við sjúklinga með MND og aðstandendur þeirra. Þar er hægt að veita margs konar þverfaglega sérhæfða aðstoð sem ekki er hægt að veita á stofum sérfræðinga eða heilsugæslustöðvum.

Gerð verður nánari grein fyrir starfi MND teymisins, þeirri þjónustu sem þar er veitt og sjúklingunum sem hana hafa fengið.E 82 Áhrif díazepamnefúða á heilarit í samanburði við lyfleysu nefúða og díazepamgjöf í æð

Karsten Lindhardt1, Sveinbjörn Gizurarson2, Sigurjón B. Stefánsson3, Davíð R. Ólafsson2, Erik Bechgaard11Royal Danish School of Pharmacy, Dpt of Pharmaceutics, Copenhagen,

2lyfjafræðideild HÍ og Lyfjaþróun hf., Reykjavík, 3taugadeild Landspítala Hringbraut

Netfang: sigurjs@rsp.isTilgangur: Til að geta nýtt sér á skjótan hátt flogahemjandi og sefandi áhrif díazepam hefur þurft að gefa lyfið í æð eða í endaþarm. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga áhrif díazepamnefúða á heilarit með tilliti þess að ná skjótum áhrifum.

Efniviður og aðferðir: Polyethelyne glycol 300 (PEG300) var notað til að leysa díazepam upp og síðan gefa sem nefúða. Átta þátttakendum var gefinn af handahófi á tvíblindan hátt í fjórum lotum 4 mg og 7 mg díazepamnefúði, lyfleysu nefúði og 5 mg díazepam í æð. Eftir fjórðu lotu hafði hver þátttakandi fengið allar fjórar lyfjagjafirnar. Fyrir og strax eftir lyfjagjöf voru þátttakendur látnir telja fátíða 2000 Hz tóna (20%), sem komu tilviljunarkennt innan um aðra tíðari 1000 Hz tóna (80%). Heilarit í kjölfar hvers tóns var skráð og síðan meðaltal heilasvaranna (hrifrit) reiknað. Einnig var beta virkni heilaritsins ákvörðuð með tíðnigreiningu.

Niðurstöður: P300 bylgjan, sem kom fram í hrifriti í kjölfar fátíðu tónanna, varð markvert lágspenntari eftir 7 mg nefúða (p=0,0008) og 5 mg í æð (p=0,004) en ekki eftir 4 mg nefúða eða lyfleysu. Þegar N100-P300 spennumunur hrifritsins var notaður sem viðmið, varð markverður minnkun á þessum spennumun fyrir 4 mg nefúða (p=0,007), 7 mg nefúða (p=0,0005) og 5 mg í æð (p=0,0002) en ekki eftir lyfleysu. Betavirkni jókst á markverðan hátt eftir 4 mg nefúða (p=0,04), 7 mg nefúða (p=0,002) og 5mg í æð (p=0,001) en ekki eftir lyfleysu. Þessar breytingar byrjuðu að koma fram á fyrstu 5 mínútunum eftir inngjöf.

Umræða: Heilaritsbreytingar eftir díazepamnefúða virðast byrja fjótt eftir inngjöf og vera í réttu hlutfalli við lyfjaskammtinn. Koma breytiganar bæði fram sem spennulækkun á hrifriti (N100 og P300 bylgjur lækka) og sem aukning á betavirkni.E 83 Parkinsonssjúkdómur er ættlægur sjúkdómur á Íslandi

Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir1, Andrew A. Hicks2, Þorlákur Jónsson2, Hjörvar Pétursson2, Grétar Guðmundsson1, Michael L. Frigge2, Augustine Kong2,3, Jeffrey R. Gulcher2, Kári Stefánsson21Landspítali Hringbraut, 2Íslensk erfðagreining, 3Mannerfðafræðideild Chicago Háskóla, Chicago

Netfang: thorlakur@decode.isInngangur: Ljóst er að mendelskar gerðir snemmkomins Parkinsonssjúkdóms hafa sterkan erfðaþátt, en enn er ekki ljóst hversu sterkur erfðaþáttur hins algenga form sjúkdómsins er.

Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár meginhluta allra núlifandi og látinna einstaklinga sem greinst hafa með Parkinsonssjúkdóm síðustu 50 árin á Íslandi voru endurskoðaðar. Nokkrir mælikvarðar til að ákvarða innbyrðis skyldleika sjúklinganna voru notaðir, og var í þeim tilgangi stuðst við ættfræðigrunn með nöfnum 610 920 Íslendinga sem uppi hafa verið frá landnámi.

Niðurstöður og ályktanir: Einstaklingar með Parkinsonssjúkdóm, þar með taldir þeir sem hafa hið algenga, seinkomna form sjúkdómsins, reyndust innbyrðis marktækt skyldari en samanburðarhópar. Þessi skyldleiki náði út fyrir hefðbundnar kjarnafjölskyldur. Áhættuhlutfall (risk ratio) mældist 6,7 (95% mörk 4,3- 9,6) fyrir systkini, 3,2 (1,2-7,8) fyrir börn og 2,.7 (1,6-3,9) fyrir systkinabörn Parkinsonssjúklinga.

Þessar niðurstöður benda til að auk umhverfisþátta séu erfðaþættir mikilvægir fyrir myndun síðkomins Parkinsonssjúkdóms.E 84 Hversu nákvæm er hálsæðaómun við greiningu hálsæðaþrengsla? Samanburður á hálsæðamyndum og hálsæðaómun

Sigurður Torfi Grétarsson1, Albert Páll Sigurðsson2, Kolbrún Benediktsdóttir3, Guðmundur S. Jónsson3, Enchuja Suchegin31Læknadeild HÍ, 2taugalækningadeild, 3röntgendeild og klínísk eðlisfræði Landspítala Hringbraut

Netfang: alberts@rsp.isInngangur: Árangur meðferðar við einkennagefandi og einkennalausum hálsæðaþrengslum í innri hálsslagæð (art. carotis interna) er háð gráðu þrengsla. Stuðst hefur verið við hálsæðamyndatöku til að meta þetta, en á síðustu 30 árum hefur hálsæðaómun rutt sér til rúms sem óífarandi rannsókn í þessum tilgangi. Hálsæðaómun er í örri þróun, en þar sem hún er gerandaháð er æskilegt að hver rannsóknastofa kanni áreiðanleika rannsóknarinnar með samanburði við æðamyndatökur.

Efniviður og aðferðir: Niðurstöður voru bornar saman úr rannsóknum þeirra sem fóru bæði í ómun af hálsæðum á klínískri eðlisfræði og röntgenmyndatöku af hálsæðum (carotis angiografíu) á röntgendeild Landspítala Hringbraut innan sex mánaða frá hvorri annarri, frá ársbyrjun 1991 til loka desember árið 1999.

Gráða þrengsla í innri hálsslagæð var metin samkvæmt aðferð North America Symptomatic Carotid Endarterectomy Trial

(NASCET) en ómanir af hálsæðum samkvæmt topphlutfalli, þar sem mesta slagbils tíðnishliðrun (peack systolic frequency shift) í innri hálsslagæð var borin saman við sömu mælingu í samhálsslagæð (art. carotis communis). Upplýsingar voru færðar inn í tengslatöflu og kappastuðull reiknaður til að kanna samræmi (agreement) rannsókna

Niðurstöður: Alls fóru 67 sjúklingar í báðar rannsóknirnar. Upplýsingar vantaði úr 17 rannsóknum. Samanburður fékst því úr 50 rannsóknum (100 æðum). Öll þrengsli > 90% á æðamyndtöku voru lokaðar æðar, en þrjár þeirra greindust ekki með ómun. Þar fyrir utan fundust lokanir á tveimur hálsæðum með báðum rannsóknum, en þær koma ekki fram í töflu hér að neðan.Samanburður á þrengslum samkvæmt æðamynd og hálsæðaómun fyrir vinstri (fyrri tala í töflu) og hægri hálsæð (síðari tala í töflu).

Þrengsli samkvæmt hálsæðamyndatöku

Ómun 0-20% 21-40% 41-60% 61-80% 81-90% >90% Fjöldi

0-20% 25+19 3+1 1+1 0+1 1+0 53

21-40% 4+9 6+3 1+4 0+1 0+1 29

41- 60% 1+0 0+1 1+0 1+0 4

61- 80% 0+1 1+0 3+0 0+2 7

81- 90% 0+1 0+1 0+1 0+1 4

> 90% 0+1 1*+1* 1Samtals 59 14 10 6 6 3 98

* Æðinni var lýst sem lokaðri í svari æðarannsóknar og reyndist einnig lokuð við hálsæðamyndatöku.

Kappastuðull fyrir vinstri hlið = 0,51 (95%CI=0,33-0,69)

Kappastuðull fyrir hægra hlið = 0,29 (95%CI=0,15-0,42)Ályktanir: Rannsóknin sýnir að nákvæmni ómunar við greiningu hálsæðaþrengsla er í besta falli sæmileg (fair) þegar hún er borin saman við hálsæðamyndatöku. Ástæða þess er sennilega sú að einungis er um fáa samanburði að ræða. Mikilvægt er að halda áfram þessum samanburði þannig að nákvæmni rannsóknarinnar aukist, en með því móti væri hægt að fækka fjölda ífarandi æðamynda.E 85 Dánartíðni sjúklinga með flogaveiki. Rannsókn á fimm ára tímabili hjá algengishópi

Elías Ólafsson1,2, W. Allen Hauser31Taugalækningadeild Landspítala Hringbraut, 2læknadeild HÍ, 3Sergievsky Center, Columbia University, New York, NY

Netfang: eliasol@hi.isInngangur: Rannsóknir hafa sýnt að dánartíðni hjá flogaveikum er hækkuð, en aðeins fáeinar þessara rannsókna voru gerðar í afmörkuðu þýði (population based). Við höfum rannsakað dánartíðni algengishóps flogaveikra í afmörkuðu þýði á Íslandi.

Efniviður og aðferðir: Allir einstaklingar með flogaveiki sem bjuggu á skilgreindu svæði á Íslandi á algengisdaginn (prevalence day) sem var 31. desember 1993 eru með í rannsókninni (n=421).

Fundinn var dánardagur allra þeirra sem létust fyrstu fimm árin eftir algengisdaginn.

Niðurstöður: Þrjátíu og sjö einstaklingar (8,8%) dóu á þessu fimm ára tímabili; Standardized Morbidity Ratio (SMR) 1,6 (1,1-2,2). Dánartíðni var aukin hjá einstaklingum með "remote symptomatic" flogaveiki sem hafði i) staðið lengi (12 mánuði) (SMR 3,2 (2,0-4,8)) en ekki ef ii) flogaveikin var nýgreind (<12 mánuði) (SMR 2,0 (0,8-3,8)). Dánartíðnin var einnig aukin hjá einstaklingum með "progressive symptomatic" flog fyrsta árið eftir greiningu

(SMR1 ár 10,8 (3.2-23.2)) en ekki á fyrstu fimm árunum eftir greiningu (SMR5 ár 2,4 (0,9-5,2)).

Dánartíðni var ekki aukin hjá þeim sem höfðu eðlilegt heilalínurit og óþekkta orsök (SMR 1,1 (0,4-2,5)); óvirk flog (SMR 1,2 (0,5-2,2)); alflog (primary generalized seizures), SMR 2,1 (0,8-11,8); upphaf einkenna eftir 55 ára aldur og óþekkta orsök; (SMR 1,2 (0,5-2,3)) eða einhverja eftirtalinna flogategunda þegar orsök er óþekkt: "generalized" (SMR 1,5 (0,7-2,8)); partial; SMR 1,6 (0,8-3,4); primary generalized; SMR 2,1 (0,1-11,8).

Ályktanir: Meginniðurstöður þessarar rannsóknar eru að heildardánartíðni er aukin hjá algengishópi flogaveikra í afmörkuðu þýði, SMR 1,6. Mest af aukningunni skýrist af hækkaðri dánartíðni hjá einstaklingum með "remote symptomatic" flog (SMR 3,2) og hjá einstaklingum með virka flogaveiki á algengisdaginn (SMR 1,7).E 86 Meðferð langvinnra verkja, þverfagleg nálgun

Magnús ÓlasonVerkjasvið Reykjalundar

Netfang: MagnusO@REYKJALUNDUR.isInngangur: Á Reykjalundi er starfrækt sérstakt meðferðarsvið þar sem fengist er við langvinn verkjavandamál. Meðferðin byggist meðal annars á fræðslu. Jafnframt er dregið úr og hætt notkun verkjastillandi lyfja. Svefntruflanir eru leiðréttar. Nokkrir sjúklinganna fá hugræna atferlismeðferð. Megináhersla er lögð á að auka færni fremur en að losa fólk við verkina sem oft er óraunhæft markmið.

Efniviður og aðferðir: Á þriggja ára tímabili (1997-1999) fór fram könnun á árangri hinnar þverfaglegu meðferðar sem veitt er á verkjasviði Reykjalundar. Alls tóku 158 sjúklingar þátt í rannsókninni og voru þeir valdir af handahófi. Af þeim voru 112 konur en 46 karlar. Meðalaldur var 39,5 ár. Meðaldvalartími var sjö vikur. Sjúklingarnir svöruðu spurningalista þegar þeir voru innskrifaðir á Reykjalund og síðan aftur við útskrift og 90 hafa svarað spurningalista um það bil einu ári eftir útskrift. Sjúklingar mátu meðal annars eigin verki, kvíða og þunglyndi á tölukvarða (Numeric Rating Scale, NRS).

Niðurstöður: Um 50% sjúklinganna höfðu haft verki í fimm ár eða lengur og tæplega helmingur þeirra (48,1%) átti við bakvandamál að stríða. Rúmlega 80% sjúklinganna tóku verkjalyf daglega við komu á verkjasvið Reykjalundar. Marktæk minnkun á verkjum, kvíða og depurð kom fram við útskrift og við eftirlit tæpu ári eftir útskrift. Við innskrift voru 18,4% sjúklinganna vinnufær og 33,4% voru á örorku- eða endurhæfingarlífeyri. Við útskrift voru 48,1% vinnufær og við eftirlit eftir um það bil eitt ár frá útskrift voru 61,1% vinnufær.

Ályktanir: Þverfagleg nálgun á endurhæfingardeild er hentugt meðferðarform gegn langvinnum verkjum. Meðferðin eykur færni einstaklinganna en dregur ekki að sama skapi úr verkjum. Dagleg verkjalyfjanotkun er óþörf hjá fólki með langvinna verki sem ekki stafa af illkynja sjúkdómi.1. Drever F, Whitehead M. Health Inequalities. Decennial supplement. Series DS No. 15. London: Office for National Statistics/The Stationery Office; 1997.

2. Gunnarsdóttir HK, Rafnsson V. Nýgengi krabbameina meðal íslenskra iðnverkakvenna. Læknablaðið 1999; 85: 787-96.

Til baka Senda greinÞetta vefsvæði byggir á Eplica