Ágrip erinda

Ágrip veggspjalda 35-67

V 35 Bacteríócínvirkni stofna af Streptococcus mutans frá einstaklingum með skemmdar tennur og einstaklingum með engar skemmdar tennur

Peter Holbrook, Margrét O. MagnúsdóttirTannlæknadeild HÍ

Netfang: phol@hi.isInngangur: Vitað er að stofnar af Str. mutans eru misskaðlegir tönnum, þótt ekki sé vitað að fullu á hvern hátt það gerist. Fyrri rannsóknir okkar (J Dent Res 1998; 77 [abs 2708]) hafa sýnt að stofnar frá einstaklingum með skemmdar tennur (CA stofnar) leysa meira kalsíum þegar þeir eru ræktaðir með kalsíumhydroxyapatite heldur en stofnar frá einstaklingum með engar skemmdar tennur (CF stofnar). Enn fremur hafa þessir kalsíumlosandi stofnar tilhneigingu til að festast betur á apatite en aðrir stofnar (J Dent Res 1998; 77: 1339 [abst 105]). Hæfni sumra stofna af Str. mutans til að hindra vöxt annarra stofna í tannsýklu, til dæmis með framleiðslu bacteríócín gæti verið annar mikilvægur þáttur í getu þessara stofna til að valda skemmdum.

Efniviður og aðferðir: Til að athuga bacteríócínvirkni, voru 16 stofnar (átta CA, átta CF) látnir vaxa í Todd Hewett broði í 48 klukkustundir. Þá var 0,5 ml af hverri bakeríurækt hellt á 16 petriskálar og blandað saman við hálfhlaupið æti úr "tryptic soy yeast" og agar "indicator" stofnum (IS). Allir 16 stofnarnir voru notaðir sem "producer" stofnar (PS), þannig að þyrpingu af hverjum og einum stofni var stungið ofan í IS og ræktað í 48 klukkustundir. Að þeim tíma liðnum voru skálarnar skoðaðar og athugað hvernig hver bakteríustofn PS hegðaði sér á hverri skál IS.

Niðurstöður: Niðurstaða var að 15 af 16 PS hindruðu vöxt að minnsta kosti eins IS. Fimm af átta CA stofnum hindruðu vöxt þriggja eða fleiri IS en aðeins einn af átta CF stofnum (p=0,056, nákvæmnipróf Fishers).

Ályktanir: Sá hæfileiki að framleiða bakteríócínvirk efni, virðist vera til staðar hjá stofnum af Str. mutans einangruðum frá einstaklingum með tannskemmdir, sem getur að hluta til skýrt skaðsemi þeirra fyrir tennur.V 36 Mat á hlutfalli anti-Gal myndandi B-frumna með ELISPOT aðferð

Björgvin Hilmarsson, Kristbjörn Orri Guðmundsson, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, Sveinn GuðmundssonBlóðbankinn

Netfang: bjorgvh@rsp.isInngangur: Á fyrstu mánuðum eftir fæðingu koma fram mótefni gegn a-Gal mótefnavakanum (Gala1-3Galß1-4GlcNAc-R). Myndun þeirra er talin tengjast tilkomu örvera í þörmum nýbura. a-Gal mótefnavakinn er myndaður í miklu magni af ensíminu a-1,3 galactosyltransferasa í frumum spendýra annarra en prímata. Sýnt hefur verið fram á með ELISA aðferðum að um 1% af B-frumum örvaðar með EBV geta myndað a-Gal mótefni. Markmið rannsóknarinnar er að meta hlutfall anti-Gal myndandi B-frumna af IgA, IgM og IgG gerð í heilbrigðum einstaklingum með ELISPOT aðferð.

Með rannsókninni er ætlunin að hagnýta og þróa ELISPOT aðferðina til mælinga á fjölda anti-Gal mótefnamyndandi B-frumna. ELISA hefur aðallega verið notuð til að ákvarða magn anti-Gal mótefna. ELISA gefur hugmynd um magn en ekki beint um fjölda þeirra frumna sem koma við sögu. ELISPOT getur sagt til um fjölda mótefnamyndandi frumna.

Efniviður og aðferðir: Einkjarna hvítfrumur eru einangraðar úr hvítkornaþykkni (buffy coat) með Isopaque/Ficoll skiljun. B-frumur eru einangraðar með mótefnahúðuðum segulkúlum gegn CD19 sameindinni. Hlutfall mótefnamyndandi B-frumna er ákvarðað með ELISPOT aðferð þar sem plötur eru húðaðar með Gal sykrum. Hlutfall anti-Gal myndandi B-frumna er ákvarðað á EBV umbreyttum frumum (transformed).

Niðurstöður og ályktanir: Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að anti-Gal mótefni B-frumna sem einangraðar eru úr blóðkornaþykknum, séu einkum af IgM gerð. Svörun fæst með IgM ísótýpusértækum mótefnum og einnig þegar blanda af IgM, IgG og IgA sértækum mótefnum er notuð (Mix). Lítil svörun fæst með IgG og IgA sértækum mótefnum.V 37 Áhrif lýsisríks fæðis á lifun tilraunadýra eftir lungnabólgu: Streptococcus pneumoniae versus Klebsiella pneumoniae

Valtýr Stefánsson Thors1, Auður Þórisdóttir1, Helga Erlendsdóttir2, Ingibjörg Harðardóttir1, Sigurður Guðmundsson3, Eggert Gunnarsson4, Ásgeir Haraldsson1,51Læknadeild HÍ, 2sýklarannsóknadeild Landspítala Hringbraut, 3landlæknisembættið, 4Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum,

5Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut

Netfang: asgeir@rsp.isInngangur: Talið er að lýsisríkt fæði hafi áhrif á ónæmissvarið. Rannsóknir hafa sýnt aukna lifun dýra, sem alin voru á lýsisríku fæði, eftir sýkingar. Einnig hafa jákvæð áhrif lýsis í ýmsum sjálfnæmissjúkdómum komið fram. Ekki er að fullu þekkt, hvernig lýsið virkar á ónæmissvarið.

Við höfum áður sýnt fram á aukna lifum músa, sem aldar voru á lýsisbættu fæði og sýktar í vöðva með Kl. pneumoniae (Scand J Infect Dis 1997; 29: 491-3). Aðrir hafa fengið sambærilegar niðurstöður. Rannsóknir okkar hafa beinst að viðbrögðum við sýkingu með Kl. pneumoniae. Áhugavert er einnig að kanna áhrif á aðrar bakteríur, þar með taldar algengar öndunarfærabakteríur. Í rannsókninni nú var því athugað, hver áhrif lýsisríks fæðis væri á sýkingar með Kl. pneumoniae og með Str. pneumoniae.

Efniviður og aðferðir: Músum var skipt í fjóra hópa, 30 mýs í hverjum. Tveir hópar fengu lýsisríkt fæði, aðrir tveir kornolíubætt fæði til samanburðar. Mýsnar voru sýktar í lungun með Str. pneumoniae eða Kl. pneumoniae. Fylgst var með lifun músanna.

Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýndu betri lifun músa, sem aldar voru á lýsisríku fæði, samanborið við mýs aldar á kornolíubættu fæði, þegar sýkt var með Kl. pneumoniae. Þegar sýkt var með Str. pneumoniae kom enginn munur fram milli músa, sem aldar voru á lýsisríku eða kornolíuríku fæði.

Ályktanir: Áhrif lýsis á ónæmissvarið eru ekki að fullu þekkt. Líklega eru þau fjölbreytileg, meðal annars ónæmisbælandi og draga þannig úr áhrifum alvarlegra sýkinga. Niðurstöður okkar nú um áhrif lýsis gegn sýkingum með Kl. pneumoniae, sem ekki fást fram, þegar sýkt er með Str. pneumoniae eru áhugaverðar. Niðurstöður gætu bent til, að áhrifa lýsisins gæti frekar á þá þætti ónæmiskerfisins, sem svara sýkingum með gram-neikvæðum bakteríum umfram þá þætti, sem svara gram-jákvæðum bakteríum.V 38 Áhrif lýsisríks fæðis á lifun tilraunadýra eftir lungnabólgu með Klebsiella pneumoniae

Valtýr Stefánsson Thors1, Auður Þórisdóttir1, Helga Erlendsdóttir2, Ingibjörg Harðardóttir1, Ingólfur Einarsson3, Sigurður Guðmundsson4, Eggert Gunnarsson5, Ásgeir Haraldsson1,31Læknadeild HÍ, 2sýklarannsóknadeild Landspítala Hringbraut, 3Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut, 4landlæknisembættið, 5Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Netfang: asgeir@rsp.isInngangur: Lýsisríkt fæði hefur verndandi áhrif á tilraunadýr, sem sýkt eru í vöðva með Klebsiella pneumoniae. Ekki er að fullu ljóst á hvern hátt lýsið virkar í slíkum tilraunum. Líklegt er talið, að virknin tengist áhrifum ómega-3 fitusýra í lýsinu á ónæmissvar dýranna við sýkingunum. Áhrif lýsisins ættu því að fást fram óháð íkomustað sýkingarinnar. Í tilraunum okkar nú var því metið, hvort áhrifin sem fengust fram við sýkingu í vöðva mætti einnig fá fram í tilraunadýrum, sem sýkt eru í lungu.

Efniviður og aðferðir: Sextíu NMRI mýs voru fóðraðar á lýsissríku (30 mýs) eða kornolíuríku fæði (30 mýs) í sex vikur. Mýsnar voru því næst sýktar með Klebsiella pneumoniae í lungu. Fylgst var með lifun músanna. Kaplan-Meier log rank test var notað við tölfræðiútreikninga

Niðurstöður: Lifun músa, sem fengið höfðu lýsisríkt fæði, var marktækt betri samanborið við mýs, sem aldar voru á kornolíubættu fæði (p=0,0001 og 0,0013 ).

Ályktanir: Ýmsar rannsóknir hafa bent til að lýsi hafi áhrif á ónæmissvörun líkamans. Bent hefur verið á, að lýsi dragi úr einkennum ýmissa sjálfnæmissjúkdóma. Enn er þó óljóst, hvar lýsið virkar á ónæmissvarið. Því hefur verið haldið fram, að lýsi sé vægt ónæmisbælandi og dragi þannig úr ónæmissvari dýranna.

Niðurstöður okkar nú sýna fram á aukna lifun músa, sem aldar hafa verið á lýsisbættu fæði og sýktar eru í lungu. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og áður hafa fengist eftir sýkingar í vöðva. Niðurstöðurnar benda því til, að jákvæð áhrif fáist fram, óháð íkomustað sýkinganna. Þessar niðurstöður renna stoðum undir þá kenningu að lýsi virki á almennt ónæmissvar líkamans.V 39 Öryggi og ónæmisvekjandi eiginleikar tveggja 11-gildra prótíntengdra bóluefna gegn peumókokkum, F3 og F3bis, í heilbrigðum íslenskum börnum

Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1, Gunnhildur Ingólfsdóttir1, Þórólfur Guðnason2, Sveinn Kjartansson2, Katrín Davíðsdóttir4, Karl G. Kristinsson3, Mansour Yaich5, Odile Leroy5, Ingileif Jónsdóttir11Ónæmifræðideild, 2barnadeild og 3sýklarannsóknadeild Landspítala Hringbraut, 4barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, 5Aventis Pasteur, Frakklandi

Netfang: veiga@rsp.isInngangur: Markmið rannsóknarinnar var að meta eftir frumbólusetningu öryggi og ónæmisvekjandi eiginleika tveggja 11-gildra prótíntengdra bóluefna gegn pneumókokkum, F3 og F3bis (hjúpgerðir 1, 3, 4, 5, 6B, 7F, 9V, 14, 18C, 19F og 23F, tengdar við tetanus og/eða diphtheria toxoíð) og hvort tvö burðarprótín fyrir lítt ónæmisvekjandi hjúperðir það er hjúpgerð 6B 9V, 18C og 23F myndu bæta ónæmissvarið.

Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað fjörutíu og sex heilbrigð ungbörn voru bólusett samtímis og þau fengu DTP/PRP-T/IPV við þriggja, fjögurra og sex mánaða aldur. Foreldrar skráðu aukaverkanir í fimm daga eftir bólusetningu. Ónæmissvar var metið með sértæku IgG (ELISA) við þriggja og sjö mánaða aldur.

Niðurstöður: Bóluefnin voru álíka örugg og ollu marktækt minni staðbundnum aukaverkunum en bóluefni gefin á sama tíma í hitt lærið. Almennar aukaverkanir voru skráðar í F3/F3bis hópnum hjá 89% / 88% barnanna eftir fyrsta skammt, 66% / 64% eftir annan skammt og 84% / 85% eftir þriðja skammt. Hiti >38°C var skráður hjá 30% / 31%, 19% / 29% og 58% / 66% barnanna. Bæði bóluefnin ræstu marktækt mótefnasvar gegn öllum hjúpgerðunum sem mældist í µg/mL (% >1,0 µg/mL) fyrir F3 / F3bis; hjúpgerð 1: 2,65 (92%) / 2,15 (85%); 3: 4,05 (97%) / 3,51 (95%), 4: 4,17 (99%) / 3,72 (88%); 5: 1,86 (78%) / 1,67 (63%); 6B: 0,87 (47%) / 0,98 (47%), 7F: 3,76 (97%) / 4,02 (95%); 9V: 1,96 (85%) / 1,68 (77%); 14: 2,83 (84%) / 2,32 (69%); 18C: 1,91 (81%) / 1,96 (82%); 19F: 6,22 (95%) / 4,03 (80%); og 23F: 1,43 (63%) / 1,2 (60%).

Ályktanir: Bæði bóluefnin voru örugg og ónæmisvekjandi. Ekki var marktækur munur á ónæmissvari en F3 vakti heldur hærra mótefnasvar fyrir flestar hjúpgerðirnar. Tvö burðarprótín fyrir lítt ónæmisvekjandi hjúpgerðir pneumókokka í F3bis bætti ekki frumsvar gegn þessum hjúpgerðum.V 40 Viðbrögð þorsks (Gadus morhua L.) við sýkingu með bakteríunni kýlaveikibróður, Aeromonas salmonicida undirtegund achromogenes

Bergljót Magnadóttir, Slavko Bambir, Sigurður Helgason, Bjarnheiður K. GuðmundsdóttirTilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Netfang: bergmagn@hi.isInngangur: Þorskurinn er ein af undirstöðufisktegundum veiðisamfélaga við Norður-Atlantshafið. Eldi á þorski er víða á tilraunastigi, til dæmis hér á landi. Í því samhengi hafa rannsóknir á ónæmiskerfi þorsks og viðbrögðum hans við sýkingu og bólusetningu verið gerðar að Keldum.

Efniviður og aðferðir: Árs gamall þorskur, meðalþyngd 42 g, alls 98 fiskar, var alinn við 9°C í tveimur kerjum. Í öðru kerinu voru 49 fiskar sprautaðir í kviðarhol og í hinu jafnmargir fiskar sprautaðir í vöðva. Fiskarnir (sjö í hópi) voru sprautaðir með mismunandi magni af bakteríunni Aeromonas salmonicida undirtegund achromogenis (Asa, 0-6,5x105 colony forming units, CFU).

Fylgst var með afföllum í 28 daga og LD50 skammtur reiknaður út, það er sá fjöldi baktería (CFU), sem drepur 50% af fiskinum. Sjáanleg merki um sýkingu voru skráð og sýking af völdum Asa staðfest með endurræktun bakteríunnar úr nýra, milta eða lifur. Ýmis líffæra- og vefjasýni voru tekin í vefjameinafræðilega rannsókn og blóðsýni (sermi) voru tekin úr fiskum, sem lifðu af sýkinguna.

Niðurstöður: Sýkingarleið bakteríunnar hafði umtalsverð áhrif á niðurstöður. Afföll voru hægari og í heild lægri og LD50 skammtur var mun hærri þegar bakteríunni var sprautað í kviðarhol (44.000 CFU) en þegar henni var sprautað í vöðva (200 CFU). Sýkingarleið hafði minni áhrif á meinafræðileg viðbrögð hinna ýmsu líffæra og á vessabundna ónæmisþætti. Í upphafi afmörkuðu bólgufrumur bakteríuþyrpingar, sem á síðari stigum leiddi til myndunar bólguhnúta. Ennfremur sáust blæðingar og vefjadrep í ýmsum líffærum. Ekkert sérvirkt mótefnasvar greindist í sermi en ósérvirkt mótefnasvar, til dæmis mótefni gegn TNP-BSA, var hærra í sýktum fiski en ósýktum. Rauðfrumuleysandi virkni sermis, sem gæti verið vegna komplementþátta styttra ferlisins, var lægra í sýktum fiski en ósýktum og lækkaði með hækkandi bakteríuskammti.

Ályktanir: Af þessum niðurstöðum má álykta að þorskurinn nýti sérstaklega frumubundna ónæmiskerfið og ósérvirka þætti eins og komplementkerfið og ósérvirk mótefni til að verjast sýkingu, að minnsta kosti í upphafi sýkingar.V 41 Vessabundnir ónæmisþættir eldislúðu (Hippoglossus hippoglossus L.)

Sigrún Lange, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Bergljót MagnadóttirTilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Netfang: bergmagn@hi.isInngangur: Lúða er tiltölulega ný tegund í fiskeldi og lofar góðu um árangur. Fiskum í eldi er oft hættara á sýkingum vegna mikils þéttleika og streitu. Öflun þekkingar á ónæmiskerfi nýrra eldistegunda er mikilvægur liður í fyrirbyggjandi aðgerðum á þessu sviði.

Efniviður og aðferðir: Blóðsýni voru tekin úr 30 lúðum, um 1,4 kg að þyngd, í Fiskeldisstöð Eyjafjarðar, Þorlákshöfn, sermi einangrað og geymt við -20°C. Eftirfarandi vessabundnir ónæmisþættir voru mældir: heildarprótín- og mótefna- (IgM) magn, ósérvirkt mótefnasvar, lysozyme- og komplementvirkni, bakteríudráp, ensímtálmar og járnbindigeta. Þá voru áhrif hitastigs og áhrif geymslu við -20°C á virkni lysozyme og ensímtálma mæld.

Niðurstöður: Í ljós kom að prótín og IgM magn í sermi eldislúðu var svipað og hjá öðrum fisktegundum. Ósérvirk mótefnavirkni gegn TNP-BSA var há en engin virkni greindist gegn öðrum mótefnavökum. Há lysozyme- og ensímtálmavirkni greindist en hitaþol þessara þátta var breytilegt. Geymsluþol var líka ólíkt, lysozymevirkni var óbreytt eftir geymslu við -20°C en virkni ensímtálma dalaði umtalsvert. Engin komplementvirkni mældist í þessum sermum og lúðusermi hafði ekki bakteríudrepandi áhrif. Járnbindigeta lúðusermis var tiltölulega há.

Ályktanir: Skortur á komplementvirkni, sem er einn af helstu varnarþáttum fiska, kom á óvart en gæti tengst ófullkominni samsetningu ætis. Hinn mikli breytileiki, sem kom fram á milli einstaklinga í öllum þessum mælingum, þrátt fyrir einsleitni hópsins hvað varðar aldur og umhverfisaðstæður, kom á óvart. Ólíklegt er því að nýta megi þessa þætti til að meta almennt heilbrigði hópsins.V 42 Sextán ára drengur með Common Variable Immunodeficiency (CVI) og heilabólgu af völdum enteróveira sem giftusamlega var meðhöndluð með ónæmisglóbúlíngjöf í heilahólf (IVTIG)

Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1, Ásbjörn Sigfússon1, Anna Þórisdóttir21Ónæmisfræðideild Landspítala Hringbraut, 2smitsjúkdómadeild Landspítala Fossvogi

Netfang: veiga@rsp.isMótefni eru nauðsynleg til að verja miðtaugakerfið sýkingum af völdum enteróveira. Hér kynnum við 16 ára gamlan dreng með Common Variable Immunodeficiency (CVI) sem var meðhöndlaður mánaðarlega með gammaglóbúlíngjöfum í æð (IVIG), þegar hann veiktist með háum hita, höfuðverk, hnakkastífleika og meðvitundarskerðingu.

Mænuvökvi sýndi 42 einkjarna frumur/µL og hækkuð prótín, 873 g/L. Meðferð fólst meðal annars í háskammta IVIG, acíklóvír og sýklalyfjum og fór ástand drengsins hægt batnandi. Allar ræktanir fyrir bakteríum, vírusum og sveppum voru neikvæðar sem og upphaflegt PCR á blóði, mænuvökva og hægðum. Tveimur vikum eftir að hákammta IVIG meðferð var hætt versnaði sjúklingi skyndilega með vaxandi rugli, höfuðverk og ósjálfráðum hreyfingum. Endurtekið MRI sýndi þykknun á heilahimnum sem lýstu eftir skuggaefnisgjöf, breytingar í basal ganglia og merki um aukinn þrýsting innan hauskúpu (intracranial). Á þessu stigi lá fyrir að PCR á einu af mörgum mænuvökvasýnum var jákvætt fyrir enteróveirum. Leggur var settur inn í heilahólf og tengdur við selkar lyfjabrunn subcutant á parieto-frontal svæði. Sandóglóbúlíni 6% var dælt intraventriculert; 300 mg fyrsta daginn, 450 mg annan daginn, 600 mg/dag í fjóra daga, 300 mg/dag í sjö daga og loks 300 mg annan hvern dag í tvær vikur (1).

Klínískur bati varð fyrst tveimur vikum eftir að IVTIG meðferð var hafin og var síðan hraður og stöðugur. Fjórum árum eftir veikindin er taugaskoðun eðlileg og eftir sitja eingöngu vægir erfiðleikar við einbeitingu og nám.

Intraventriculer iónæmisglóbúlíngjöf er meðferðamöguleiki sem ætti að koma til greina snemma í meðferð á heilabólgu af völdum enteróveira hjá sjúklingum með mótefnaskort.Heimildir

1. Erlendsson K. NEJM 1985; 312: 351.V 43 Hvaða þættir trufla mælingu CH50 í geli?

Steinunn Þórðardóttir, Kristín H. Traustadóttir, Ásbjörn Sigfússon, Kristján ErlendssonRannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði Landspítala Hringbraut

Netfang: kristtr@rsp.isInngangur: Notaðar hafa verið tvær aðferðir til að meta heildarvirkni klassíska ferils komplementkerfisins (CH50). Önnur aðferðin mælir hæfni sermis til að sprengja mótefnahúðuð kindablóðkorn í lausn (svokallað glasapróf), hin mælir hæfni þess til að sprengja kindablóðkorn steypt í agargel (svokallað gelpróf). Einstaka sinnum hefur komið fram ósamræmi milli þessara mælinga og oftast þannig að sýni reynast eðlileg í glasaprófi en lækkuð í gelprófi. Markmið verkefnisins var að leita skýringa á þessu misræmi og einnig á fjölbreyttu mynstri sem kemur stundum fram í gelprófinu.

Efniviður og aðferðir: Þrjú hundrauð níutíu og fjögur sermi voru mæld bæði í glasa- og gelprófi. Þar af voru 94 sýnanna valin vegna þess að þau höfðu áður mælst lág í gelprófinu. Hin 300 voru óvalin sýni sem komu inn til komplementmælinga. Áður voru nefndar tvær aðferðir til mælinga CH50, gerðar í glösum og geli. Mótefnafléttur voru mældar með Complement consumption. Rheumafactor og mótefni gegn C1q voru mæld með ELISA. Mótefni gegn ónæmdum kindabóðkornum voru mæld í geli. CRP var mælt á Rannsóknastofu í blóðmeinafræði.

Niðurstöður: Ósamræmi kom fram í samtals 100 sýnum og mun algengara var að sýni væru lág í geli en eðlileg í glösum (89 sýni). Í sumum sýnanna var hitaþolinn hemjandi þáttur sem rannsóknir benda til að geti verið mótefni gegn ýmsum mótefnavökum (antigens). Tengsl fundust við mótefni gegn komplementþætti C1q og ósértæk mótefni gegn kindablóðkornum. Ekki var hægt að skýra að fullu ástæður hringamyndunar í geli. Sum sýnanna mældust með marga mögulega truflunarþætti, en í öðrum fannst engin skýring á misræminu.

Ályktanir: Til að mæla virkni klassíska ferils komplementkerfisins er betra að gera prófið í glösum. Hins vegar gefur gelprófið meiri vísbendingar til dæmis um tilvist IgA mótefna gegn C1q auk mótefna gegn kindablóðkornum.V 44 Er aukinn stýrður frumudauði í SLE sjúklingum og fyrst gráðu ættingjum þeirra, vegna galla í frumunum sjálfum eða miðlað af leysanlegum þætti í sermi?

Kristín H. Traustadóttir1, Gerður Gröndal2, Friðrika Harðardóttir1, Ásbjörn Sigfússon1, Kristján Steinsson3, Kristján Erlendsson2,31Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, 2Rannsóknastofan í gigtarsjúkdómum og 3lyflækningadeild Landspítala Hringbraut

Netfang: kristtr@rsp.isInngangur: Í SLE sjúklingum eru fleiri T-eitilfrumur í stýrðum dauðafasa (apoptosis) í frumum sem eru mældar strax eftir einangrun (t0) heldur en í heilbrigðum viðmiðunarhópi (control). Í þessari rannsókn var þetta fyrirbæri kannað nánar. Settar voru upp þrjár aðskildar tilraunir þar sem í fyrsta lagi var kannað hvort aukin apoptosis við t0 geti stafað af meðfæddum galla, sem komi einnig fram í fyrstu gráðu ættingjum án tillits til SLE einkenna. Í öðru lagi var kannað hvort aukin apoptosis endurspegli frumugalla og mælist einnig eftir in vitro ræktun í einn, tvo og þrjá daga. Í þriðja lagi var kannað hvort leysanlegur þáttur í sermi geti valdið aukinni apoptosis, sem þá væri hægt að flytja með serminu.

Efniviður og aðferðir: Í fyrstu tilraun var apoptosis mæld í 12 einstaklingum sem allir voru úr sömu fjölskyldu. Til samanburðar voru 10 óskyld viðmið. Í annarri tilraun voru mældir 12 SLE sjúklingar, þeirra makar og 10 óskyld viðmið. Í þriðju tilraun voru sermi frá 10 SLE sjúklingum borin saman við sermi frá 10 óskyldum heilbrigðum viðmiðum. Eitilfrumur voru einangraðar á Ficoll/Hisotopaq. Apoptosis var mæld í flæðifrumusjá með FITC-Annexin V. Til að fylgjast með gangi frumudauða var einnig gerð Propidium Iodide litun.

Niðurstöður: Við t0 var apoptosis marktækt aukin bæði í SLE sjúklingum og fyrst gráðu ættingjum þeirra miðað við viðmið. Eftir eins, tveggja og þriggja daga rækt er apoptosis aukin aðeins í SLE sjúklingum, en ekki í mökum þeirra eða viðmiðum. Apoptosis T frumna er hægt að flytja með sermi, því hún var marktækt meiri eftir 28 stunda rækt með sermi frá SLE sjúklingum en með sermi viðmiða.

Ályktanir: Þessi rannsókn bendir til að aukin apoptosis T frumna í SLE sjúklingum stafi af galla í frumunum sjálfum og geti auk þess verið miðlað af leysanlegum þætti í sermi.V 45 Stökkbrigði af Eschericia coli gatatoxínum (LT) örvar einkum myndun IgG2a og IgG3 mótefna eftir slímhúðarbólusetningu með prótíntengdum pneumókokkafjölsykrum í músum

Håvard Jakobsen1, Dominique Schulz2, Rino Rappuoli3,

ngileif Jónsdóttir11Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, Landspítala Hringbraut, 2Aventis Pasteur, Marcy l´Etoile, Frakklandi, 3Immunobiology Research Institute Siena, Ítalíu

Netfang: ingileif@rsp.isInngangur: Við höfum sýnt fram á að slímhúðarbólusetning með prótíntengdum pneumókokkafjölsykrum (PNC) og ónæmisglæðum vekur bæði staðbundið og útbreitt ónæmissvar og verndar mýs gegn ífarandi pneumókokkasýkingum. Fjölsykruhjúpurinn sem umlykur pneumókokka er aðalsýkiþáttur þeirra og eru mótefni gegn fjölsykrum, ásamt komplementum, mikilvægasta vörnin gegn pneumókokkasýkingum. Fjölsykrumótefni sem myndast við pneumókokkasýkingar eru einkum IgG2 í mönnum (IgG3 í músum), en við bólusetningu með PNC svara bæði börn og mýs með fjölsykrusértækum mótefnum af IgG1 gerð. Með notkun ónæmisglæða við bólusetningu má vekja ónæmissvar sem líkist ónæmissvari við sýkingu. Afeitruð stökkbrigði af Escherichia coli gatatoxíni (LT) eru vel skilgreindir ónæmisglæðar sem vekja bæði Th1 og Th2-líkt svar gegn prótínum, en virkni LT gegn PNC er hins vegar óþekkt.

Efniviður og aðferðir: Við rannsökuðum samsetningu IgG undirflokka gegn fjölsykrum og burðarprótíni í sermi eftir bólusetningu músa um nef með PNC. Tvö stökkbrigði af LT, LT-K63 og LT-R72, voru notuð sem ónæmisglæðar.

Niðurstöður: Miðað við hefðbundna stungubólusetningu með PNC án ónæmisglæðis, olli nefbólusetning með PNC og LT-stökkbrigðunum marktækri aukningu í IgG2a, IgG3 og IgA mótefnum, bæði gegn fjölsykrunum og burðarprótíninu, en magn IgG1 mótefna var svipað. Þegar LT-stökkbrigðin voru notuð við stungubólusetningu fékkst svipað IgG undirflokkamynstur og við nefbólusetningu sem bendir til þess að aukningin í IgG2a og IgG3 hafi verið vegna LT fremur en bólusetningarleiðarinnar.

Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að ónæmisglæða má nota til að stýra ónæmissvari gegn prótíntengdum pneumókokkafjölsykrum til að líkja eftir náttúrulegu ónæmissvari gegn fjölsykruhjúpuðum bakteríum.V 46 Áhrif vatns- og fituleysanlegra glýseríða á slímhimnu nefsins

Sesselja Bjarnadóttir1,2, Sveinbjörn Gizurarson1,3, Sighvatur S. Árnason21Lyfjaþróun hf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavik, 2Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 3lyfjafræðideild HÍ

Netfang: sesselja@lyf.isInngangur: Glýseríð eru nokkuð mikið notaðir í lyfjafræði, bæði sem frásogsaukandi efni, hjálparefni við gerð fleyta og dreifa og nú nýlega sem ónæmisglæðir eða ónæmisörfandi efni. Verkunarmáti þessa efnis er ekki þekkt en það glýseríð sem hefur reynst best sem ónæmisglæðir er nokkuð flókin blanda af mono og di caprylic/capric glýseríð. Markmið verkefnisins er að kanna áhrif glýseríða á slímhimnu nefsins og verkunarmáta þess og þá sérstaklega mono og di caprylic/capric glýseríð sem og polyethylenglycol mono og di caprylic/capric glyceríð.

Efniviður og aðferðir: Til að skoða áhrifin á slímhimnurnar, voru nasaslímhimnur einangraðar úr sex mánaða nýslátruðum grísum. Himnurnar voru geymdar í ískaldri Krebslausn þar til komið var á rannsóknarstofu. Þar var vefurinn skorinn og komið fyrir í þekjustraumsmælitæki (Ussing chamber). Krebslausn var sett í kerin og vefnum var leyft að jafna sig í 30-60 mínútur. Kerin voru loftuð með 95% súrefni og 5% koldíoxíði og hitastigi lausnarinnar haldið við því sem næst 37°C. Því næst var stigvaxandi styrk af tveimur gerðum glýseríða sett á mucosal-hlið slímhimnunnar og áhrifin á straum og spennu himnunnar mæld í allt að tvær klukkustundir.

Niðurstöður og ályktanir: Glýseríðin hafa áhrif á jónastraum yfir slímhúð. Samhengi mælist milli styrks glýseríðanna og áhrifa á slímhimnuna en áhrif glýseríðafleiða á slímhimnuna verða kynntar á þinginu. Rannsóknin skýrir því að hluta hvernig hægt er að fá ónæmisglæðandi áhrif af glýseríðum.V 47 Virkni hvítfrumna úr þorski í rækt

Sigríður Guðmundsdóttir, Bergljót MagnadóttirTilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Netfang: siggag@hi.isInngangur: Verið er að leita aðferða til að meta hvítfrumur úr þorski og mæla virkni þeirra í rækt. Þegar hafa verið gerðar tilraunir með upptöku geislamerkts thymidins, MTT-litun, aðskilnað með segulmerktum mótefnum (MACS) og skoðun í frumuflæðisjá (FACS). Hér eru kynntar niðurstöður af tvennum toga, það er notkun flúrljómandi litarefna frá fyrirtækinu Molecular Probes (Leiden, Hollandi) til að meta magn kjarnsýra í frumum og öndunarsprett átfrumna.

Efniviður og aðferðir: Hvítfrumur voru einangraðar úr blóði og nýrnavef á ósamfelldum Percoll stigli. Litað var með CyQUANT og lesið af við 485 nm (excitation) með 535 nm sem viðmiðun (emission). Metið var samhengi flúrljómunar og frumutalningar.

Niðurstöður: Samhengið var línulegt (innan tiltekinna marka) og endurteknar mælingar gáfu lágt staðalfrávik. Ræktir örvaðar með mítógenum sýndu marktækar breytingar frá viðmiðunarræktum. Hlutfall frumna úr blóði og nýra sem festist á ræktunarbakka var misjafnt eftir einstaklingum og reyndist vera á bilinu 1/5-1/2 af heildarfjölda. Athyglisvert er, að í þeim hópi varð frumufjölgun, sem er andstætt því sem búast má við í sambærilegum ræktum úr spendýrum.

Öndunarsprettur var metinn sem framleiðsla örvaðra frumna á vetnisperoxíði (H2O2). Aðferðin byggir á því að H2O2 hvarfast við litarefnið amplex red (10-acetyl-3,7-dihydroxyphenoxazine) ef vetnisperoxíðasi (hydrogenperoxidasi) er einnig til staðar. Við það myndast resorufin, sem var mælt við 530nm með 595 nm sem viðmið. Öndunarsprettur var örvaður með PMA og mælt á 10 mínútna fresti í 100 mínútur. Hámarki var náð eftir 80 mínútur. Frumur í Hankslausn svara hraðar en frumur í saltlausn (PBS), en lokasvarið er sambærilegt. Staðlfrávik sambærilegra mælinga var lágt.

Ályktanir: Báðar þessar aðferðir verða nýttar við frekari rannsóknir á hvítfrumum úr þorski og samspili þeirra við sjúkdómsvaldandi bakteríur.V 48 Tjáning á Vg og Vd keðjum í sjúklingum með Behcets sjúkdóm

Jóna Freysdóttir1,2, Luma Hussain1, Ian Farmer1, Shin-Hin Lau1, Farida Fortune11Dept of Oral Medicine, Leeds Dental Institute, University of Leeds, England, 2núverandi vinnustaður: Lyfjaþróun hf., Geifsgötu 9, 101 Reykjavík

Netfang: jona@lyf.isInngangur: Sjúklingar með Behcets sjúkdóm hafa sár í munni og á kynfærum. Þeir hafa auk þess æðabólgu sem getur komið fram í húð, liðum, augum, heila og víðar. Fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt að gd T eitilfrumur eru auknar í blóði sjúklinga með Behcets sjúkdóm og að þessar frumur eru ræstar og geta framleitt aukið magn af boðefnum tengdum bólgu (IFN-g og TNF-a).

Efniviður og aðferðir: Til að kanna nánar hvort þessar gd T eitilfrumur eigi þátt í meingerð Behcets sjúkdómsins var mæld tjáning á einstökum Vg og Vd keðjum á gd T eitilfrumum í blóði frá 31 sjúklingi með Behcets sjúkdóm og 19 heilbrigðum einstaklingum með flúrljómandi mótefnum og flæðifrumusjá. Einnig var tjáning Vg og Vd keðjanna mæld í vefjasýnum frá munnholi 17 sjúklinga með Behcets sjúkdóm (níu með sárum og átta án sára) og þriggja heilbrigðra einstaklinga með ensímmerktum mótefnum og smásjárskoðun.

Niðurstöður: Allar Vg og Vd keðjurnar sem voru mældar voru tjáðar á gd T eitilfrumum í blóði. gd T eitilfrumur voru tjáðar í töluverðu magni í vefjasýnum frá sjúklingum með Behcets sjúkdóm með sár en ekki í heilbrigðum vefjasýnum frá sjúklingum með Behcets sjúkdóm og frá heilbrigðum einstaklingum. Allar Vg og Vd keðjurnar voru tjáðar í munnsárunum og var engin ein þeirra ráðandi. Þegar sjúklingum var raðað niður í hópa eftir sjúkdómseinkennum (húð/slímhúð, augu, miðtaugakerfi) þá var greinilega hægt að sjá að mismunandi Vg og Vd keðjur voru ráðandi í mismunandi sjúkdómsmyndum.

Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að gd T eitilfrumur í sárum Behcets sjúklinga eru ekki af einum stofni og virðast ekki vera sértækt ræstar. Jafnframt benda niðurstöðurnar til þess að margir mismunandi vakar ræsi gd T eitilfrumur í munnslímhúð Behcets sjúklinga og að annað hvort mismunandi vakar eða mismunandi ónæmisviðbrögð valdi sjúkdómseinkennum hjá sjúklingum með Behcets sjúkdóm.V 49 Samspil heilbrigðra þekjufrumna úr munni og T eitilfrumna

Jóna Freysdóttir1,2, Abdulbaset M Dalghous1, Ian Farmer1, Farida Fortune11Dept of Oral Medicine, Leeds Dental Institute, University of Leeds, England, 2núverandi vinnustaður: Lyfjaþróun hf., Geifsgötu 9, 101 Reykjavík

Netfang: jona@lyf.isInngangur: Skemmd á þekjulagi er einkennandi fyrir flesta sjúkdóma í slímhúð. Í flestum tilfellum er orsök skemmdanna óþekkt. Við komum með þá tilgátu að boð frá T eitilfrumum hefðu áhrif á skemmdir þekjufrumnanna.

Aðferðir og niðurstöður: Til að geta skoðað þá kenningu nánar voru ræktaðar þekjufrumur úr munni heilbrigðs einstaklings, svokallaðar SVpgC2a frumur.

Þegar SVpgC2a frumurnar voru bornar saman við þekjufrumur í sneiðum úr munni frá heilbrigðum einstaklingum kom í ljós að tjáning á mörgum sameindum sem taka þátt í viðloðun og ræsingu var sambærileg. Þetta átti meðal annars við MHC-I sameindir, CD29 (ß1-integrin), CD40, CD44, CD54 (ICAM-1), CD58 (LFA-3), CD95 (Fas) og E-kadherín. SVpgC2a þekjufrumulínan var því ákjósanleg til þess að skoða samspil munnþekjufrumna og T eitilfrumna í mönnum. SVpgC2a frumurnar voru ræktaðar með og án boðefna frá T eitilfrumum (IL-4 og IFN-g) eða með floti frá ConA ræstum eða óræstum T eitilfrumum og tjáning viðloðunar- og ræsisameinda skoðuð með ensímmerktum mótefnum og smásjárskoðun. Einnig var frumufjölgun athuguð með því að mæla innlimun á geislavirku tímídíni.

Aukning á tjáningu CD40 sást þegar SVpgC2a frumurnar voru ræktaðar með IL-4 og aukning á tjáningu CD40, CD54 og MHC-II þegar þær voru ræktaðar með IFN-g. Þegar SVpgC2a frumurnar voru ræktaðar með floti frá ræstum T eitilfrumum sást aukning í frumufjölgun og frumurnar tjáðu viðloðunar- og ræsisameindir (MHC-II, CD40, CD54, CD58 og CD86) í meira magni.

Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að fjölgun og ræsing þekjufrumu er háð boðum ættuðum frá T eitilfrumum.V 50 Tíðni úrfellingar á C4A geninu hjá íslenskum SLE sjúklingum. Greining með LR-PCR

Helga Kristjánsdóttir, Kristján SteinssonRannsóknastofan í gigtsjúkdómum, Landspítal Hringbraut

Netfang: helgak@rsp.isMarkmið: Að greina erfðafræðilegan grunn C4A prótínskorts (C4AQ0) í SLE sjúklingum og meta hlutfall úrfellingar á C4A geninu í C4AQ0.

Inngangur: Með prótínrafdrætti höfum við áður greint C4A prótínskort hjá 50% íslenskra SLE sjúklinga. Greining á C4AQ0 byggir á styrkleika banda í prótínrafdrætti þar sem einstaklingar arfblendnir fyrir C4AQ0 sýna veikara band. Slíkt mat getur leitt til vangreiningar á C4AQ0 hjá arfblendnum.

Erfðafræðilegur grunnur C4A skorts er breytilegur, en úrfelling á C4A geninu er fyrir hendi hjá allt að 2/3 hvítra SLE sjúklinga með C4AQ0. Úrfellingin finnst í tengslum við MHC setröðina HLA-B8-C4AQ0-C4B1-HLA-DR3.

Vegna mikillar samsvörunar C4A og C4B genanna (99%) geta hefðbundnar PCR aðferðir ekki greint C4A úrfellinguna. Við höfum notað langdræga PCR aðferð til að greina úrfellinguna hjá arfblendum og arfhreinum einstaklingum.

Efniviður og aðferðir: Sjötíu oig fjórir SLE sjúklingar, 52 einstök tilfelli, 22 sjúklingar úr íslenskum fjölskyldum með ættlægan SLE sjúkdóm og 102 fyrstu gráðu ættingjar. Beitt var LR-PCR aðferð til greiningar á úrfellingu á C4A geninu. Aðferðin byggir á tveimur LR-PCR hvörfum, einu sértæku fyrir úrfellingu á C4A geninu og einu sértæku fyrir ekki-úrfellingu .

Niðurstöður: Úrfelling á C4A geninu er erfðafræðilegur grunnur C4AQ0 hjá allt að 2/3 íslenskra SLE sjúklinga. Greining á MHC setröðum á fjölskylduefnivið sýnir að fimm mismunandi MHC setraðir bera úrfellingu á C4A geninu: 1. klassíska C4A úrfellingarsetröðin B8-C4AQ0-C4B1-DR3 og fjórar afleiður hennar, 2. B8-C4AQ0-C4B1-DR5, 3. B8-C4AQ0-C4B1-DR7, 4. B8-C4AQ0-C4B1-DR10 og 5. B7-C4AQ0-C4B1-DR3.

Nokkrir einstaklingar sem áður höfðu verið greindir með eðlilegan C4A prótínstatus, reyndust vera arfblendnir fyrir úrfellingu á C4A geninu.

Ályktanir: LR-PCR hefur staðfest úrfellingu á C4A geninu fyrir hendi í C4AQ0 hjá allt að 2/3 íslenskra SLE sjúklinga. Úrfellingin finnst í tenglsum við fimm MHC setraðir. Aðferðin sýnir að með prótínrafdrætti er hætt við vanmati á C4AQ0 þar sem erfitt getur verið að greina einstaklinga sem eru arfblendir fyrir C4AQ0.V 51 Erfðir langlífis á Íslandi

Hjalti Guðmundsson, Daníel F. Guðbjartsson, Augustine Kong, Hákon Guðbjartsson, Mike Frigge, Jeffrey R. Gulcher, Kári StefánssonÍslensk erfðagreining

Netfang: hjaltig@decode.isInngangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort langlífi erfist.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn samanstendur af einstaklingum sem fæddir voru milli 1870 og 1900 og lifðu lengur en 95% jafnaldra þeirra. Þetta var alls 1531 einstaklingur, 770 konur eldri en 96 ára og 761 karl eldri en 94 ára. Að fengnu samþykki Vísindasiðanefndar og Tölvunefndar var ættfræðigrunnur notaður til að bera saman innbyrðis skyldleika langlífra einstaklinga við innbyrðis skyldleika viðmiðunarhópa sem fundnir voru úr ættfræðigrunni.

Borinn var saman lágmarksfjöldi ættfeðra/-mæðra, sem rannsóknarhópur getur rakið ættir sínar til við lágmarksfjölda ættfeðra/-mæðra sem viðmiðunarhópar geta rakið ættir sínar til. Innbyrðis skyldleiki rannsóknarhópsins var einnig metinn með skyldleikastuðli (kinship coefficient) og hlutfallsleg áhætta fyrir ættingja (relative risk) var reiknuð.

Niðurstöður: Lágmarksfjöldi ættfeðra/-mæðra langlífa hópsins var marktækt minni en lágmarksfjöldi ættfeðra/-mæðra viðmiðunarhópanna. Skyldleikastuðull fyrir rannsóknarhópinn var 1,0x10-4 en 0,83x10-4 fyrir viðmiðunarhóp (SD 2,93x10-6, P<0,001). Hlutfallsleg áhætta fyrir systkini var 1,8 og 1,7 fyrir foreldra.

Ályktanir: Langlífi er flókið fyrirbæri þar sem umhverfis- og erfðaþættir hafa breytileg áhrif á mismunandi tímabilum ævinnar. Með því að leggja til grundvallar ættfræðiupplýsingar heillar þjóðar höfum við sýnt að langlífi liggur sterklega í ættum. Í sumum þessara ætta eru margar kynslóðir langlífra einstaklinga en það bendir til að félagslegir og efnahagslegir þættir hafi ekki afgerandi áhrif. Niðurstöður okkar sýna því að erfðaþættir stuðli að langlífi.V 52 Litningakort byggt á arfgerð 12 502 Íslendinga

Guðrún Margrét Jónsdóttir1, Daníel Fannar Guðbjartsson1,2, Kristján Jónasson1, Guðmar Þorleifsson1, Augustine Kong1,31deCode Genetics, Reykjavík, 2Institute of Statistics and Decision Sciences, Duke University, Durham NC, 3Dpt of Human Genetics, University of Chicago, Chicago, USA

Netfang: garun@decode.isInngangur: Nauðsynleg forsenda meingenaleitar með tengslagreininu er að til staðar sé áreiðanlegt litningakort yfir staðsetningu þeirra erfðamarka sem notuð eru. Í Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) höfum við arfgerðargreint yfir 20 000 Íslendinga og höfum við notað hluta þess efnis til að setja saman litningakort. Þetta litningakort er því byggt á arfgerð umtalsvert fleiri einstaklinga en önnur birt kort.

Efniviður og aðferðir: Við samsetningu litningakortsins var notast við tvö forrit; Crimap og Allegro. Hið síðarnefnda er forrit til tengslagreiningar þróað í Íslenskri erfðagreiningu. Bæði þessi forrit ákvarða innbyrðis afstöðu erfðamarkanna með því að lágmarka þann fjölda litningavíxla sem er nauðsynlegur til að útskýra arfgerðirnar. Auk innbyrðis raða einstakra erfðamarka, ákvörðuðum við erfðafræðilegar fjarlægðir milli þeirra. Við beittum þessum aðferðum á arfgerð 12 502 skyldra Íslendinga og til samanburðar á arfgerð CEPH fjölskyldna. CEPH fjölskyldurnar liggja til grundvallar Marshfield litningakortinu.

Niðurstöður og ályktanir: Hinn mikli fjöldi arfgerðargreindra einstaklinga gaf okkur kost á nákvæmari staðsetningu erfðamarka en áður var mögulegt. Samanburður við önnur birt litningakort gaf til kynna nokkur staðbundin frávik.V 53 Tengsl stökkla og stökkbreytimynsturs í erfðamengi mannsins

Hans Tómas Björnsson1, Jón Jóhannes Jónsson1,21Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2meinefnafræðideild Landspítala Hringbraut

Netfang: htb@hi.isInngangur: Rúmlega þriðjungur erfðamengis mannsins samanstendur af endurteknum röðum og er meirihluti þeirra talinn vera stökkulerfðaefni. Hugsanlegt bælikerfi gegn stökklum gæti útskýrt hvers vegna stökklar valda sjaldan stökkbreytingum í mönnum. Tilgáta hefur komið fram um að slíkt bælikerfi sé til staðar og byggi á metýleringu á CpG tvíbasanum. Ef þessi kenning er rétt gætu sést tengsl milli magns aðlægra stökkla og fjölda metýltengdra CpG stökkbreytinga í táknröð.

Efniviður og aðferðir: Gen með fleiri en 10 stökkbreytingar í stökkbreytibankanum Human Gene Mutation Database (HGMD) og samfellu (contig) hjá National Center for Biotechnology Information (NCBI) voru valin í rannsóknarhóp. Að auki þurftu gen að hafa að minnsta kosti 1 Kb röð þekkta hvorum megin við táknröð. Þessi skilyrði uppfylltu 57 gen. Magn stökkulerfðaefnis var metið í netvinnslugagnabankanum CENSOR. Metýltengdar CpG stökkbreytingar voru taldar í gögnum frá HGMD. Loks voru tengsl milli magns stökkulerfðaefnis og hlutfallslegs fjölda metýltengdra CpG stökkbreytinga metin.

Niðurstöður: Marktækt samband fannst ekki milli heildarmagns stökkulerfðaefnis og fjölda metýltengdra CpG stökkbreytinga í táknröð. Tæplega fimmtungur rannsóknarhóps hafði stökkulerfðefni í mRNA röð. Sá undirhópur hafði fremur lágt meðalhlutfall metýltengdra CpG stökkbreytinga (11%) miðað við heildarhóp (20%).

Ályktanir: Ef kenning um hýsilvarnir erfðamengis væri rétt og metýlering í erfðamenginu réðist að mestu af heildarmagni stökkla mætti búast við aukinni tíðni metýltengdra CpG stökkbreytinga í táknröðum gena með mikið af aðlægum stökklum. Í niðurstöðum okkar virtust stökklar lítil áhrif hafa á fjölda metýltengdra CpG stökkbreytinga í táknröð. Stökklar virðast því ekki vera eins ríkjandi þáttur í staðsetningu metýleringar og ofangreind tilgáta gerir ráð fyrir.V 54 Magnmælingar á erfðaefni og mRNA mæði-visnuveiru með RT-PCR samhliða flúrljómunarmælingum á rauntíma

Bjarki Guðmundsson1, Helga Bjarnadóttir1,2, Steinunn Kristjánsdóttir1,2, Jón J. Jónsson1,21Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2meinefnafræðideild Landspítala Hringbraut

Netfang: bjarkigu@hi.isInngangur: Tímgunarhringur lentiveira felst í skrefum þar sem nokkrir cis og trans erfðaþættir eru nauðsynlegir. Rannsóknir á virkni þeirra in vitro í frumurækt eða in vivo í dýri væru miklu skilvirkari með tilkomu öflugra, næmra og nákvæmra magnmælinga erfðaefnis og mRNAs veiranna. Við höfum þróað slíkar aðferðir fyrir erfðamengi mæði-visnuveiru (MVV). Þær byggja á PCR samhliða flúrljómunarvokorkuflutningi (fluorescence resonance energy transfer (FRET)) á rauntíma. Sértækni mæliaðferða fyrir mismunandi mRNA sameindum mæði-visnuveiru fæst með notkun valinna vísibindiseta ásamt FRET á milli tveggja flúrljómandi þreifara sem eru sitt hvorum megin við splæsset.

Efniviður og aðferðir: Liðþelsfrumur úr kindafóstri (FOS) voru sýktar með mæði-visnuveiru klóni KV1772 og RNA var einangrað úr umfrymi og frumuræktarvökva. RT-PCR var framkvæmt og PCR afurðir mRNAs veirunnar voru klónaðar. Raðgreining var gerð til að ákvarða að um rétt umrit var að ræða og til að kortleggja splæsset nákvæmlega fyrir smíði FRET þreifara. Þessi klón voru einnig notuð sem staðlar fyrir magnmælingar á mRNA veirunnar í frumurækt. Til að magnmæla genómískt RNA mæði-visnuveiru var klón KV1772 notað sem staðall.

Magnmælingarnar er hægt að nota til rannsókna á hlutverki erfðaþátta við mæði-visnuveiru sýkingu. Einnig er hægt að nota þær til að prófa genaferjur og pökkunarkerfi byggð á mæði-visnuveiru.V 55 Þróun aðferða til að mynda á sértækan hátt langar og stuttar DNA sameindir sem innihalda skilgreindar skemmdir af völdum útfjólublárrar geislunar

Guðmundur Heiðar Gunnarsson1, Jón Jóhannes Jónsson1,21Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2meinefnafræðideild Landspítala Hringbraut

Netfang: ghg@hi.isInngangur: Þekktasta orsök húðkrabbameina er útfjólublá (UV) geislun. Verði DNA fyrir útfjólublárri geislun myndast blanda ólíkra DNA skemmda. Þar af eru þrjár gerðir skemmda algengastar, CPD , 6-4 og Dewar skemmd. Ein af forsendum rannsókna á því hvernig lífverur bregðast við skemmdum af völdum útfjólublárrar geislunar er að hafa til staðar nokkuð langar DNA sameindir sem innihalda skilgreinda skemmd. Slíkar DNA sameindir má meðal annars nota til að skoða bindingu prótína við skemmdina og sem hvarfefni til mats á viðgerðum skemmda in vitro. Auk þess væru slíkar sameindir hentugar til ítarlegri þróunar á aðferðum til að meta myndun skemmda.

Efniviður og aðferðir: Til eru aðferðir til að mynda ljósskemmdir í DNA sameindum. Slíkar aðferðir eru oft flóknar og notast er við sérhæfð tæki sem ekki eru algeng á rannsókastofum. Þróaðar voru einfaldar aðferðir til að mynda þrjár algengustu skemmdirnar.

CPD skemmdin var mynduð með því að geisla sérhannað einþátta DNA(30 pmól/ml í 20 mM acetophenonlausn) á 300 nm ljósaborði. 6-4 skemmdin var mynduð með geislun á einþátta DNA (30 pmól/ml í ddH2O). Með því að geisla hluta 6-4 skemmdar frekar við 365 nm var henni breytt yfir í Dewar skemmd. Myndun CPD skemmdar var metin sértæku niðurbroti með T4endV. Myndun 6-4 skemmdar var metin með heitu basísku niðurbroti og myndun Dewar skemmdar með köldu basísku niðurbroti. Eftir geislun voru bútarnir gerðir tvíþátta. Til að eyða þeim bútum sem ekki innihéldu neina skemmd voru CPD bútar skornir með SspI en 6-4 og Dewar bútar með EcoRV. Eftir skurð voru bútar sem innihéldu ljósskemmd einangraðir úr geli. Myndaðir voru langir DNA bútar (300 bp) með því að líma hentugt erfðaefni á sitt hvorn enda stuttra DNA búta sem höfðu yfirhengi. Þannig var búið til safn DNA sameindum með þrjár algengustu ljósskemmdirnar í góðum styrk og á hreinu formi.A_erfðabreytileikans>V 56 Áhrif Taq1B erfðabreytileikans á áhættu og aldur við kransæðastíflu eru óháð áhrifum -629C>A erfðabreytileikans

Guðný Eiríksdóttir1, Manjeet K Bolla1, Bolli Þórsson1, Gunnar Sigurðsson1, Steve E. Humphries3, Vilmundur Guðnason1,21Hjartavernd, 2læknadeild HÍ, 3Centre for Genetics of Cardiovascular Disorders, Dpt of Medicine, UCL Medical School, The Rayne Institute University Street, London

Netfang: gudny@hjarta.isInngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort starfræni -629 C>A erfðabreytileikinn í stýrisvæði CETP (cholesterol ester transfer protein) gensins gæti útskýrt áhrif óstarfræna Taq1B erfðabreytileikans í innröð 1 á HDL-C og aukna áhættu á að fá kransæðasjúkdóm.

Efniviður og aðferðir: Þrjú hundruð áttatíu og átta karlar með kransæðasjúkdóm og viðmiðunarhópur 833 heilbrigðra karla voru fengnir úr hóprannsókn Hjartaverndar til rannsóknar.

Niðurstöður: Í heilbrigðum körlum reyndist tíðni Taq1B B2 samsætunnar vera 0,47 (95% CI: 0,44-0,50) og var tengslaójafnvægi á milli hennar og -629A samsætunnar (D=-0,21; p<0,0001). Tíðni -629A samsætunnar var 0,52 (95% CI: 0,49-0,56). B2B2 arfhreinir einstaklingar voru með 15% hærra HDL-C en arfhreinir B1B1 einstaklingar (p<0,0001). Arfhreinir -629A einstaklingar voru með 13% hærra HDL-C en -629C arfhreinir (p<0,0001). Tíðni samsætanna, sem eru tengdar lægra HDL-C, var marktækt hærri í kransæðastíflusjúklingunum en í viðmiðunarhópnum, eða 0,59 á móti 0,53 (Taq1B B1) og 0,52 á móti 0,48 (-629C) (p<0,05 í báðum tilfellum). B1B1 arfhreinir einstaklingar höfðu marktækt aukna áhættu á að fá kransæðastíflu en einstaklingar með B2 arfgerðir (OR=1,44; 95% CI: 1,10-1,87; p<0,01). Þetta sást ekki með -629C erfðabreytileikann (OR=1,16; 95% CI: 0,87-1,54). Arfhreinir Taq1B B2 einstaklingar fengu kransæðastíflu að meðaltali tveimur árum fyrr en aðrir, 59 ára miðað við 61 árs (p<0,05). Þessi áhrif fundust ekki fyrir erfðabreytileikann í stýrisvæðinu.

Ályktanir: Niðurstöðurnar staðfesta óstarfræna Taq1B erfðabreytileikann í CETP geninu sem áhættuþátt fyrir kransæðasjúkdóm og benda til þess að enn sé ófundinn starfrænn þáttur sem getur útskýrt áhrifin á kransæðastíflu sem sáust í þessari rannsókn.V 57 Rannsókn á prótínsamskiptum príon-prótíns (PrP)

Birkir Þór Bragason, Eiríkur Sigurðsson, Ástríður PálsdóttirTilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Netfang: birkirbr@rsp.isInngangur: Príon-prótínið (PrP) er tjáð í öllum vefjum líkamans, mest í taugafrumum en minnst í lifur. Uppsöfnun á afbrigðilegu formi þess í miðtaugakerfi er talinn vera lykilþáttur í riðusjúkdómum (transmissable spongioform encephalopathies), sem eru ólæknandi hæggengir smitandi hrörnunarsjúkdómar til dæmis riða í sauðfé, BSE í nautgripum og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur í mönnum. Líffræðilegt hlutverk PrP er ekki ljóst, en það er afar vel varðveitt milli spendýrategunda. Markmið okkar rannsókna er að athuga prótínsamskipti PrP.

Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var Yeast Two-Hybrid skimun á rottuheila-cDNA genasafni. Bútarnir sem veiddust voru raðgreindir. Tjáning genanna sem þeir tilheyra var athuguð með Northern-Blot. Genin sem þeir tilheyra voru einangruð í heild með skimun cDNA genasafns í l-veiru eða RT-PCR á RNA og síðan PCR og raðgreiningu á cDNA. Tengingar bútanna við PrP hafa verið athuguð in vitro með GST-"pulldown" og ónæmisfellingu. Þau svæði PrP sem máli skipta fyrir tenginguna hafa verið greind með því að prófa mismunandi PrP búta á móti bútunum sem veiddust. Fyrir síðari stig verkefnisins er verið að framleiða mótefni í tilraunadýrum.

Niðurstöður og ályktanir: Bútar úr þremur genum veiddust við skimunina. SODD (Silencer of Death Domain), NRAGE og óþekkt gen A. NRAGE og SODD eru nýskilgreind prótín sem bindast bæði á innanfrumuhluta viðtaka af TNF-fjölskyldunni og hafa áhrif á apoptósu-boðferla. Ekki er ljóst hvert hlutverk prótíns A er, en það sýnir (veikan) skyldleika við prótín af fjölskyldu carboxyl-terminal hydrolasa sem fjarlægja ubiquitin hópa af prótínum.V 58 Erfðabreytileikar í SR-BI geninu hafa ekki áhrif á HDL í blóði

Guðný Eiríksdóttir1, Vilmundur Guðnason1,21Hjartavernd, 2læknadeild HÍ

Netfang: gudny@hjarta.isInngangur: Scavenger receptor class B, type I (SR-BI) er viðtaki sem sér um sértæka upptöku kólesteróls frá HDL. Þremur erfðabreytileikum í geninu og áhrif þeirra á blóðfitu og fitudreifingu í heilbrigðum einstaklingum var nýlega lýst (Acton, et al. ATVB 1999; 19: 1734-3). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort erfðabreytileikarnir í SR-BI geninu hefðu sömu áhrif í íslenska þýðinu og hvort tengja mætti þá áhrifum á kransæðasjúkdóm.

Efniviður og aðferðir: DNA var einangrað úr 318 einstaklingum úr almenna þýðinu og 511 einstaklingum sem höfðu fengið kransæðastíflu og voru þátttakendur í hóprannsókn Hjartaverndar. DNA var magnað með PCR aðferðinni og breytileikar í geninu ákvarðaðir með skerðiensímum. MADGE hraðvirka aðferðin var notuð við arfgerðargreiningu. Tíðni erfðabreytileikanna var fundin og kí-kvaðratspróf notað til að bera saman viðmiðunar- og sjúklingahópana. Samband erfðabreytileikanna við áhættuþætti kransæðasjúkdóma (kólesteról, þríglyseríða, HDL og BMI) var einnig kannað.

Niðurstöður: Tíðni sjaldgjæfu samsætanna var 0,08; 0,15 og 0,47 fyrir erfðabreytileikana, en þau eru í útröð 1, innröð 5 og útröð 8 gensins. Erfðabreytileikinn í innröð 5 er í tengslaójafnvægi við erfðabreytileikann í útröð 8 (d=-0,17). Marktækur munur á tíðni erfðabreytileikans í innröð 5 fannst á milli viðmiðunarhópsins og sjúklingahópsins (0,15 á móti 0,10; p<0,05). Ekkert samband fannst á milli hefðbundinna áhættuþátta fyrir kransæðasjúkdóma og arfgerðanna.

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að erfðabreytileikarnir í SR-BI geninu séu ekki mikilvægir varðandi HDL í blóði Íslendinga, en áhrif á myndun kransæðasjúkdóms þarf að kanna nánar.V 59 Greining tengsla við mælanlega eiginleika

Daníel Guðbjartsson1, Augustine Kong1,21Íslensk erfðagreining, Reykjavík, 2Dpt of Human Genetics, University of Chicago, Chicago, USA

Netfang: dfg@decode.isAðferðir byggðar á að kljúfa dreifni (variance components methods) og Haseman-Elston próf eru vinsæl tæki til að greina tengsl við mælanlega eiginleika. Sýnt hefur verið fram á að höfnunartíðni aðferða sem byggja á að kljúfa dreifni er viðkvæm fyrir röngum forsendum um úrtaksdreifingar, til dæmis frávikum frá normaldreifingu og vali byggðu á eiginleikanum sem er til rannsóknar (Allison, et al. 1999). Haseman-Elston próf eru ekki eins viðkvæm fyrir röngum forsendum en þau eru ekki útvíkkanleg til greiningar á almennum fjölskyldum.

Líkön byggð á sameiginlegum erfðum (e. allele sharing models) hafa verið mikið notuð til að greina tengsl við flokkanlega eiginleika. Við útvíkkum notkun þeirra til greiningar tengsla við mælanlega eiginleika. Beita má nýju aðferðinni beint á almennar fjölskyldur og hefur hún verið útfærð í tengslagreiningarforriti okkar, Allegro. Eins og er raunin með flokkanlega eiginleika, gefur aðferðin rétta höfnunartíðni óháð röngum forsendum um úrtaksdreifingu hins mælanlega eiginleika. Við sýnum niðurstöður hermana byggðra á systkinapörum. Höfnunartíðni og afl nýju aðferðarinnar eru borin saman við hinar aðferðirnar. Hermt var bæði með fullkomnum og ófullkomnum upplýsingum um erfðir.V 60 Þarmabólgur og forstigsbreytingar í spjaldliðum aðstandenda hryggiktarsjúklinga

Kristján Orri Helgason1, Árni Jón Geirsson1, Ólafur Kjartansson2, Einar Jónmundsson2, Kristín Haraldsdóttir2, Steinunn Lindbergsdóttir2, Ragna Ragnarsdóttir2, Helga Norðland1, Aðalbjörg Gunnarsdóttir1, Matthías Kjeld3, Ingvar Bjarnason4, Bjarni Þjóðleifsson11Lyflækningadeild, 2röntgendeild og 3rannsóknastofa í meinefnafræði Landspítala Hringbraut, 4Kings College Hospital, London

Netfang: bjarnit@rsp.isInngangur: Hryggikt er ættlægur bólgusjúkdómur sem leggst á hryggjar- og spjaldliði þannig að liðirnir stirðna og beingerast. Þekkt eru tengsl milli þarmabólgu og hryggiktar. Þarmabólgur eru algengari bæði hjá hryggiktarsjúklingum og nánustu aðstandendum þeirra en hjá sambærilegum viðmiðunarhópi. Ónæmisfræðilegt samræmi (antigenic interrelatedness) er milli ákveðinna þarmabaktería og HLA B27 vefjaflokksins sem er til staðar hjá yfir 90% hryggiktarsjúklinga en um 50% aðstandenda. Bólgur í þörmum eru taldar auðvelda inngöngu þessara baktería í líkamann.

Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort forstigsbreytingar sjúkdómsins væru til staðar hjá aðstandendum hryggiktarsjúklinga og hvort tengsl væru við þarmabólgur.

Efniviður og aðferðir: Forstigsbreytingar í spjaldliðum voru metnar með tölvusneiðmynd sem er næmasta aðferðin til að greina byrjandi hryggikt. Einnig voru teknar blóðprufur (blóðstatus, CRP, sökk), framkvæmd klínísk skoðun og spurningalisti lagður fyrir. Þarmabólgur eru metnar með mælingum á kalprotectin í saur.

Niðurstöður: Áttatíu og fimm nánum aðstandendur hryggiktarsjúklinga var skipt í tvo hópa eftir því hvort þarmabólgur voru til staðar eða ekki. Af 44 aðstandendum með hækkað kalprotectin (>10 mg/L) reyndist samanlagður fjöldi forstigsbreytinga vera 137 (3,1 á einstakling) en af 41 aðstandanda með eðlilegt kalprotectin (<10 mg/L) reyndist fjöldi forstigsbreytinga vera 82 (2,0 á einstakling). Meginmunurinn lá í osteophytum (73% á móti 37%) og subcortical cystum (59% vs 37%) við spjaldliðina. Schöber próf (sem mælir hreyfanleika hryggs) var jákvætt hjá 52,3% af hópnum með bólgur í þörmum á móti 45% af hópnum án þarmabólgna. Fjórir einstaklingar uppfylltu fyrstu gráðu skilmerki um að hafa hryggikt og voru þeir allir með hækkað kalprotectin (meðaltal 33 mg/L).

Ályktanir: Þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að þarmabólgur spili stórt hlutverk í meingerð hryggiktar. Hér sýnum við fram á að einkennalausar forstigsbreytingar í spjaldliðum eru marktækt fleiri hjá aðstandendum hryggiktarsjúklinga sem hafa þarmabólgur heldur en hjá þeim sem mælast ekki með bólgur í þörmum.V 61 Lifun nýragræðlinga hjá íslenskum sjúklingum 1970-1998

Árni Stefán Leifsson1, Páll Ásmundsson2, Runólfur Pálsson1,21Læknadeild HÍ, 2nýrnadeild og lyflækningadeild Landspítala Hringbraut

Netfang: runolfur@rsp.isInngangur: Nýraígræðsla er kjörmeðferð sjúklinga með lokastigsnýrnabilun. Fyrsta nýrað var grætt í íslenskan sjúkling í London árið 1970. Hafa ígræðslurnar alfarið verið framkvæmdar erlendis en langtímameðferð nýraþega verið í höndum lækna hér á landi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga lifun nýragræðlinga hjá íslenskum sjúklingum frá 1970 til loka árs 1998 og þá þætti sem þar kunna að hafa áhrif.

Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru allir íslenskir sjúklingar sem fengu ígrætt nýra á tímabilinu 1970-1998. Um var að ræða afturskyggna rannsókn og var upplýsinga aflað úr gagnagrunni blóðskilunardeildar Landspítala, sjúkraskrám sjúklinga og sameiginlegum gagnagrunni Norðurlanda um ígræðslur. Lifun var reiknuð með Kaplan-Meier aðferð en mismunur milli hópa með Mantel-Cox prófi.

Niðurstöður: Alls voru 108 nýru grædd í 100 sjúklinga á tímabilinu, 58 karla og 42 konur. Níutíu og þrír sjúklingar gengust undir eina ígræðslu, sex undir tvær ígræðslur og einn gekkst undir þrjár ígræðslur. Meðalaldur við ígræðslu var 36,8 ár (1,4-61,4). Fyrstu árin voru græðlingar frá nágjöfum (NG) í meirihluta en hlutfall græðlinga frá lifandi gjöfum (LG) hefur síðan aukist mikið og var orðið 68% tímabilið 1990-1998. Eins árs græðlingslifun var 78,7% og fimm ára lifun 68,6% yfir allt tímabilið. Eins árs lifun LG græðlinga (n=56) var 96,4% og fimm ára lifun 90,6%. Eins árs lifun NG græðlinga (n=52) var 59,6% og fimm ára græðlingslifun 45,9% (p<0,0001). Fyrir tilkomu cýklósporíns 1984 (n=21) var fimm ára lifun 42,9% en eftir að cýklósporín kom til sögunnar (n=87) var fimm ára græðlingslifun 74,9% (p=0,0017). Meðal sjúklinga sem fengu skilunarmeðferð í eitt ár eða meira fyrir ígræðslu (n=55) var fimm ára græðlingslifun 53,9% en væru sjúklingar skemur en eitt ár í skilunarmeðferð (n=53) var fimm ára græðlingslifun 84,0% (p=0,00061). Ef græðlingur varð fyrir höfnun, einni eða fleiri (n=46), var fimm ára græðlingslifun 53,% á móti 80,1% fimm ára græðlingslifun hjá þeim sem aldrei fengu höfnun (n=62) (p=0,00061).

Ályktanir: Lifun nýragræðlinga hjá íslenskum sjúklingum er sambærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Lifun græðlinga hefur batnað og stafar það eflaust af auknum fjölda LG græðlinga sem og bættri ónæmisbælingu með tilkomu cýklósporíns. Lifun LG græðlinga er með því sem best gerist annars staðar en lifun NG græðlinga er slakari.V 62 Ný aðferð til að meta hreyfingar gerviaugna

Haraldur Sigurðsson, Þór Eysteinsson, Guðlaugur Stefán EgilssonAugndeild Landspítala Hringbraut

Netfang: haraldsi@rsp.isTilgangur: Reyna að bæta aðferðarfræði við að meta augnheyfingar, sérlega hjá þeim sem hafa gerviaugu.

Efniviður og aðferðir: Myndbandsupptaka var gerð af 10 eðlilegum einstaklingum og 10 einstaklingum með gerviaugu. Sjúklingarnir með gerviaugun höfðu mismunandi tegundir af augntóftarfyllingu.

Þessum myndbandsupptökum var komið á stafrænt form og skoðaðar með tölvuprógrammi, sem var sérhannað með tilliti til þessa (Oculus). Einstaklingarnir voru beðnir að horfa upp og niður, til hægri og vinstri, meðan á myndatöku stóð. Leiðrétting var gerð vegna höfuðhreyfinga. Augnhreyfingar voru síðan færðar á grafískt útlit. Svæðið sem einstaka auga hreyfðist var mælt í myndeiningum og borið saman við hitt augað.

Niðurstöður: Í eðlilegum einstaklingum, þá hreyfðist annað augað heldur minna en hitt, eða 94%. Gerviaugu hreyfðust mun minna en heilbrigð eða 7,5%-52,1%.

Ályktanir: Góð aðferð hefur verið þróuð til að meta hreyfingar hjá einstaklingum með gerviaugu. Í ljós kemur að hreyfingar þeirra eru yfirleitt lélegar.V 63 Áhrif mismunar í birtumagni milli augna á sjónhrifrit í sjóndepru

Raymond T. Meaney, Þór Eysteinsson, Kristján ÞórðarsonAugndeild Landspítala Hringbraut, Lífeðlisfræðistofnun HÍ

Netfang: thoreys@hi.isTilgangur: Markmiðið var að skoða áhrifin af mismuni í birtumagni milli augnanna (interocular luminance difference, ILD) á "the steady-state" sjónhrifrit (visual evoked potential, VEP) í sjóndepru (amblyopia).

Efniviður og aðferðir: Sjónhrifrit frá einu auga og báðum augum voru skráð frá eðlilegum þátttakendum og strabismotropískum og anismotropískum sjúklingum. Öfugt mynstur sjónkallaðar rafspennur voru skráðar með notkun UTAS E-3000 tæki. Stærð köflótta mynstursins var 54 min. arc. með 100% skerpu. Ertingartíðni var 7,5 Hz. Mismunur í birtu milli augnanna var myndaður með staðsetningu "neutral density" sía fyrir framan eitt auga. Hvert svar var meðaltal af 80 umskiptum. Svör voru greind með "fast fourier transform" (FFT), og sveifluvídd og fasi annars (2F) og fjórða (4F) "harmonics" í svari mælt.

Niðurstöður: Nokkrir sjúklingar sýndu ekki samlagningu við tvenndarsjón (binocular summation). Sjónhrifritssvarið frá eðlilega auganu var ávallt stærra í sveifluvídd en frá sjóndapra (amblyopic) auganu. Í nokkrum sjúklingum var svar frá einu auga (monocular response) stærri en frá báðum. Þegar ILD var myndað með staðsetningu sía fyrir framan eðlilega augað, var sveifluvídd sjónhrifrits frá báðum augum, bæði 2F og 4F harmonics, minna en svar frá einu auga. ILD olli tilfærslu í fasa beggja harmonics. Samt sem áður var þar engin breyting í sveifluvídd eða fasa sjónhrifrits frá báðum augum þegar ILD var myndað með síum fyrir framan sjóndapra augað.

Ályktanir: ILD hefur áhrif á bæði sveifluvídd og fasa 2F og 4F í eðlilegum þátttakendum, þó að þau hafi mismunandi "spatial tuning" og þar með mismunandi uppruna. Samt sem áður er engin bæling (suppression) svars frá báðum augum þegar dregið er úr birtumagni er fellur á sjóndapra augað.V 64 Faraldsfræði grárrar mánasigðar í sjóntaugarósi meðal þátttakenda í Reykjavíkuraugnrannsókninni

Friðbert Jónasson1, Óskar Jónsson1, Karim F. Damji3, Þór Eysteinsson1,2, H. Sasaki 4, K. Sasaki4 og íslensk-japanski samstarfshópurinn1Læknadeild HÍ, 2Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 3Háskólinn í Ottava, augnstofnunin, 4Kanasawa Medical University, Uchinada, Japan

Netfang: fridbert@rsp.isInngangur: Hugtakið grá mánasigð (GM) (optic nerve gray crescent) í sjóntaugarósi var fyrst notuð af Bruce Shields (1980) til þess að lýsa afmarkaðri lífeðlisfræðilegri litun taugavefs við útjaðra sjóntaugaróss. Þessar litabreytingar þarf að aðgreina frá algengri uppsöfnun litarefnis strax utan taugavefs sjóntaugaróss. Sé þessum tveimur tegundum ruglað saman, til dæmis að grá mánasigð í ósi sé talin uppsöfnun litarefnis utan sjóntaugaróss, myndi rönd taugavefs virðast þynnri og minni en hún er í raun og veru sem benti til glákuskemmda á sjóntaug. Tilgangur þessarar rannsóknar var að finna algengi ofannefndra breytinga í þeim aldurshópi sem líklegastur er til að fá gláku.

Efniviður og aðferðir: Við notuðum Nidek þrívíddar augnbotnamyndir af 1040 einstaklingum 50 ára og eldri sem þátt tóku í Reykjavíkuraugnrannsókninni. Myndirnar voru metnar af einum okkar, reyndum glákusérfræðingi (KFD). Nægilega góðar myndir voru til af 975 hægri augum og 962 vinstri augum þannig að hægt væri að meta ástand sjóntaugar.

Niðurstöður: Algengi grárrar mánasigðar í hægri augum var 21,9%. Þessar breytingar voru marktækt algengari (p<0,001) hjá konum (26,1%) en hjá körlum (16,6%). Breytingar fundust oftast gagnaugabeinsmegin í sjóntaug (37,1%), nefmegin í sjóntaug (16,2%) og allan hringinn (15,7%). Ekki fundust nein marktæk tengsl milli grárrar mánasigðar og aldurs eða sjónar. Þegar við bárum saman þá sem voru með og þá sem voru ekki með gráa mánasigð var marktækur munur á meðal sjónlagi, aþð er +1,3 dioptriur fyrir þá fyrrnefndu og +0,8 dioptriur fyrir síðarnefndu (p=0,002). Þegar við bárum saman þvermál sjóntaugarósa, mælt á myndunum annars vegar hjá þeim sem voru með gráa mánasigð og hins vegar hjá þeim sem voru án, þá reyndist marktækur munur á lóðréttu þvermáli eða 1,98 mm fyrir þá með og 1,92 mm fyrir þá án (p<0,001) og á láréttu þvermáli sjóntaugaróss eða 1,91 mm á móti 1,83 mm (p< 0,001). Niðurstöður fyrir vinstri augu voru svipaðar.

Ályktanir: Þetta er fyrsta rannsóknin á algengi grárrar mánasigðar í norrænum mönnum og er algengi í hærra lagi miðað við aðrar rannsóknir og hærra í konum en körlum. Grá mánasigð í sjóntaugarósi virðist tengd fjarsýni augna og stærri sjóntaugarósi. Vekja þarf athygli á þessum breytingum meðal augnlækna þar sem um er að ræða lífeðlisfræðilegan breytileika sem hæglega getur valdið því að menn telji að um gláku sé að ræða og jafnvel meðhöndli sjúkdóm sem ekki er fyrir hendi.V 65 Breyting á sjónskekkju með aldri. Heildarsjónskekkja á móti hornhimnusjónskekkju. Reykjavíkuraugnrannsóknin

Elínborg Guðmundsdóttir1, Friðbert Jónasson1, Einar Stefánsson1, H. Sasaki2, K. Sasaki2 og íslensk-japanski samstarfshópur augnlækna1Augndeild Landspítala Hringbraut, 2Kanazawa Medical University, Uchinada, Japan

Netfang: fridbert@rsp.isInngangur: Í Reykjavíkuraugnrannsókn hefur áður verið sýnt fram á aukna tíðni sjónskekkju með aldri, sérstaklega sjónskekkju á móti reglunni í einstaklingum 50 ára og eldri. Við vildum skoða hvort þetta skýrðist af breytingum í lögun hornhimnu eða öðrum þáttum sem ráða sjónlagi.

Efniviður og aðferðir: Fengið var tilviljunarkennt úrtak úr þjóðskrá, 1635 einstaklingar 50 ára og eldri búsettir í Reykjavík. Þrettán hundruð sjötíu og níu komu til greina og af þeim tóku 76% þátt. Útilokaðir voru þeir sem höfðu gengist undir aðgerðir sem hafa áhrif á sjónlag. Notaður var Nidek ARK sjálfvirkur sjónlagsmælir til að mæla sjónlag og lögun hornhimnu (autorefracto-keratometer) og fékkst þannig fram heildarsjónskekkjan og einnig sú sjónskekkja sem eingöngu orsakast af hornhimnu. Sjónskekkja sem liggur í 180 gráður ±15 er skilgreind "með reglunni" en sjónskekkja í 90 gráður ±15 á "móti reglunni". Til að greina breytinguna á sjónskekkju með aldri var notuð aðferð sem lýst var af Naeser (1990) þar sem hann breytir sjónskekkjunni í polar hnit þannig að henni er lýst með einu gildi, þar sem sjónskekkja hefur annars bæði styrk og öxul.

Niðurstöður og ályktanir: Í yngri aldurshópunum (50-64 ára) er hærri tíðni á hornhimnusjónskekkju en heildarsjónskekkju og hornhimnusjónskekkjan er aðallega "með reglunni". Því er hugsanlegt að sjónskekkja sem orsakast af lens sé aðallega á móti reglunni og jafni þannig út eitthvað af þeirri sjónskekkju sem orsakast af hornhimnunni og útkoman verður minni heildarsjónskekkja.

Með aldrinum breytist sjónskekkjan yfir í að verða meira á "móti reglunni". Breytingin á hornhimnu sjónskekkju og heildarsjónskekkju er nánast sú sama sem gæti gefið til kynna að breytingin sem verður með aldri skýrist af breytingum á lögun hornhimnunnar en sjónskekkjan í lens sé stöðug (constant).V 66 Miðlæg hornhimnuþykkt, boglína hornhimnu og augnþrýstingur meðal þátttakenda í Reykjavíkuraugnrannsókninni

Friðbert Jónasson1, Þór Eysteinsson1,2, Hiroshi Sasaki3, Ársæll Arnarsson1, Kazuyuki Sasaki3, Einar Stefánsson1 og íslensk-japanski samstarfshópurinn1Læknadeild HÍ, 2Lífeðlisfræðistofnun læknadeild HÍ, 3Kanasawa Medical University, Ushinada, Japan

Netfang: fridbert@rsp.isInngangur: Augnþrýstingur er mældur í fólki, sem komið er yfir miðjan aldur, vegna tengsla hækkaðs augnþrýstings og gláku. Aldur, kyn, miðlæg hornhimnuþykkt og boglína hornhimnu eru meðal atriða sem hugsanlega geta haft áhrif á niðurstöður augnþrýstimælinga. Við mældum miðlæga hornhimnuþykkt, boglínu hornhimnu, augnþrýsting og innbyrðis tengsl þeirra.

Efniviður og aðferðir: Eitt þúsund fjörutíu og fimm Reykvíkingar 50 ára og eldri valdir með slembiaðferð eru þátttakendur. Þessir einstaklingar tóku þátt í Reykjavíkuraugnrannsókninni. Til voru nægilega góðar mælingar fyrir 925 einstaklinga, 1850 augu. Við notuðum sneiðmyndatökuvél frá Nidek (EAS 1000) til að mæla hornhimnuþykkt og boglínu hornhimnu og loftþrýstimæli til að mæla augnþrýsting (Nidek NT 2000).

Niðurstöður: Meðalaugnþrýstingur hægri augna var 15,1 mm Hg (SD 3,3) fyrir karla og 15,8 fyrir konur (SD 3,1), sem er tölfræðilega marktækur kynjamunur. Meðalboglína hornhimnu fyrir hægri augu var 7,78 (SD 0,60) og fyrir konur 7,62 (SD 0,58) sem er einnig tölfræðilega marktækur kynjamunur. Meðalmiðlæg hornhimnuþykkt fyrir augu karla var 0,528 mm (SD 0,041) og fyrir augu kvenna 0,526 mm (SD0,037), sem er ekki marktækur kynjamunur. Línuleg aðhvarfsgreining á tengslum miðlægrar hornhimnuþykktar og augnþrýstings sýndi hærri augnþrýstingsmælingar hjá einstaklingum með þykkari hornhimnu og var þessi munur marktækari hjá konum en hjá körlum.

Ályktanir: Augnþrýstingur reyndist óháður aldri og marktækt hærri í konum en í körlum. Boglína hornhimnu reyndist óháð aldri og marktækt brattari í konum en í körlum. Miðlæg hornhimnuþykkt virðist óháð aldri og kyni. Aukin þykkt hornhimnu leiðir til hærri augnþrýstingsgilda og þar með ástæðulauss glákugruns.V 67 Áhrif birtumunar milli augna á sjónhrifrit sem vakið er með því að kveikja og slökkva á skákborðsmynstri

Raymond T. Meaney, Þór EysteinssonAugndeild Landspítala Hringbraut, Lífeðlisfræðistofnun læknadeild HÍ

Netfang: raymond@rsp.isMarkmið: Að athuga áhrif birtumunar milli augna á einstaka þætti sjónhrifrits (VEP) sem vakið er með því að kveikja og slökkva á skákborðsmynstri, og talið eru eiga upprunna í aðskildum hlutum sjónbarkar heila.

Efniviður og aðferðir: Sjónhrifrit voru skráð frá 14 heilbrigðum sjálfboðaliðum með húðskautum er sett voru á miðlínu höfuðkúpu. Þolendur voru látnir horfa á tölvuskjá með ýmist báðum augum eða öðru. Á tölvuskjánum birtust skákborðsmynstur með 100% skerpu (contrast), en þess á milli grár flötur. Heildarbirtumagn frá skjánum var ávallt 50 cd/m2. Til að skapa mun í birtu milli augna var dregið úr birtumagni er féll á annað augað með því að setja ljóssíur (neutral density filters) fyrir framan það. Notaður var birtumagnsmunur milli 0,1- 4,0 log10.

Niðurstöður: Allir sjónhrifritsþættir, bæði þeir sem vaktir eru með því að kveikja og slökkva á skákborðsmynstri, og óháð því hvort þeir eru taldir eiga sér upprunna í rákótta berki (striate cortex) eða tengslaberki lækkuðu að spennu ef birtumagnsmunur milli augna var meiri en 0,1 log. Ef jöfn birta féll á bæði augu var sjónhrifritssvar vakið frá báðum augum ávallt stærra en frá einu auga, en ef birtumagnsmunur var meiri en 0,5 log var svar frá einu auga stærra. Mest lækkun í spennu allra sjónhrifritsþátta vegna birtumagnsmunar var 40-60% af svari skráð án birtumagnsmunar. Mest lækkun fékkst ef birtumagnsmunur var á bilinu 2-2,8 log10. Enginn marktækur munur var í dvöl (latency) svars frá báðum eða öðru auga, og birtumagnsmunur milli augna hafði heldur engin marktæk áhrif á dvöl sjónhrifrits.

Ályktanir: Niðurstöður benda til að hömlun í tvísæisskyni (binocular inhibition) sem vakin er með mun í birtumagni er fellur á hvort auga um sig eigi sér upprunna í rákótta berki, og að ferli í nærliggjandi svæðum (extrastriate cortex) breyti þar litlu.
Til baka Senda greinÞetta vefsvæði byggir á Eplica