Lyflæknaþing

Dagskrá erinda og veggspjalda

Föstudagur 9. júní

Valaskjálf aðalsalur 13:30-15:50

Hjartasjúkdómar

Fundarstjórar: Þórður Harðarson, Karl Andersen



13:30 Reynsla af notkun hálfsjálfvirks rafstuðstækis við endurlífgun eftir hjartastopp utan sjúkrahúss á Akureyri og nágrenni 1997-1999 (E 01)

13:40 HLA-B27 vefjaflokkurinn er ekki tengdur gangráðskrefjandi hjartsláttartruflunum á Íslandi (E 02)

13:50 Heilablóðfall orsakað af segareki frá gangráðsvír sem var settur í vinstri slegil af misgáningi (E 03)

14:00 Notkun blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum með gáttatif (E 04)

14:10 Purkinje kerfið og sleglatakttruflanir tengdar blóðþurrð og endurflæði í tilraunamódeli (E 05)

14:20 Þegar frábending verður ábending. Áhrif metaprólóls á dánartíðni hjartabilunarsjúklinga (E 06)

14:30 Efnaskiptavilla á Íslandi og tengsl við líkamsvísa við fæðingu (E 07)

14:40 Horfur sjúklinga sem gengust undir hjartaþræðingu á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1991-1997 (E 08)

14:50 Samanburður á meðferð og horfum sjúklinga eftir bráða kransæðastíflu á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur árið 1996 (E 09)

15:00 Ættgengi kransæðastíflu á Íslandi (E 10)

15:10 Kransæðastífla hjá foreldrum er ákvarðandi fyrir áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma í afkomendum. Afkomendarannsókn Hjartaverndar (E 11)

15:20 Konur með útbreiddan kransæðasjúkdóm hafa verri horfur en karlar með sambærilegan sjúkdóm (E 12)

15:30 Áhrif áreynslu og íþrótta á dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og heildardánartíðni. Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar (E 13)

15:40 Segaleysandi meðferð við bráða kransæðastíflu og greiningaraðferðir á endurflæði (E 14)


Valaskjálf aðalsalur 16:20-18:10

Gigt og lungnasjúkdómar

Fundarstjórar: Björn Guðbjörnsson, Björn Magnússon




16:20 Þarmabólgur og forstigsbreytingar í spjaldliðum aðstandenda hryggiktarsjúklinga (E 15)

16:30 Styrkur leysiensíms í sermi til að fylgjast með virkni mónócýta/makrófaga við iktsýki (E 16)

16:40 Algengi augn- og munnþurrks í tveimur aldurshópum Íslendinga, með sérstöku tilliti til algengis heilkennis Sjögrens (E 17)

16:50 Berkjuauðreitni og skert lungnastarfsemi hjá sjúklingum með heilkenni Sjögrens. Rannsókn yfir átta ára tímabil (E 18)

17:00 Hvað aðgreinir berkjuauðreitni við astma og heilkenni Sjögrens? (E 19)

17:10 Loftvegabólga við astma og heilkenni Sjögrens (E 20)

17:20 Erfðaþættir sem stjórna myndun IgE og tengjast alvarlegum astma fundust ekki hjá Íslendingum (E 21)

17:30 Bandvefsmyndandi berkjungateppa með lungnabólgu á Íslandi 1983-1998 (E 22)

17:40 Áhrif lungnasmækkana á Íslandi á þol og öndun til skemmri og lengri tíma (E 23)

17:50 Er samband milli sýrubakflæðis í vélinda og öndunarfæraeinkenna í vöku og svefni? (E 24)

18:00 Eru fjölskyldutengsl milli íslenskra kæfisvefnssjúklinga? (E 25)


Valaskjálf bíósalur 16:20-18:10

Meltingarsjúkdómar, geð- og taugasjúkdómar, faraldsfræði, öldrunarsjúkdómar og barnalækningar

Fundarstjórar: Guðný Bjarnadóttir, Sigurður Guðmundsson


16:20 Algengi kransæðasjúkdóms og áhættuþátta hans hjá fólki með Barrettþekju í vélinda (E 26)

16:30 Tengsl tíðahrings við meltingarfæraeinkenni hjá ungum konum (E 27)

16:40 Eitranir á bráðamóttöku Landspítalans á árunum 1996-1998 (E 28)

16:50 Rannsókn á algengi þunglyndis og notkun þunglyndislyfja meðal ungs fólks á Íslandi (E 29)

17:00 Samband skólagöngu, líkamshreyfingar og lífslíkna (E 30)

17:10 Leit að þáttum er skýra samband lengdar skólagöngu og dánartíðni (E 31)

17:20 Staðreyndamiðuð öldrunarendurhæfing (E 32)

17:30 Heilsufarsbreytur á vist- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða 1982-1998 (E 33)

17:40 Samband fjölda kjarnablóðkorna í blóði og alvarleika veikinda barna sem fæðast í legvatni lituðu barnabiki (E 34)

17:50 Mígren með fyrirboða, er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir óhvött flog hjá börnum (E 35)

18:00 Hlutverk anterograd axoplasmic transport í myndun rangra taugaboða í kjölfar þverskurðar á skyntaugum (E 36)


Laugardagur 10. júní

Valaskjálf aðalsalur 9:00-10:00

Meltingarsjúkdómar

Fundarstjórar: Kjartan B. Örvar, Sigurður Björnsson

9:00 Magatæmingarannsókn með ísótópatækni, stöðlun og ákvörðun viðmiðunargilda (E 37)

9:10 Af hverju "speglum" við meltingarveginn? (E 38)

9:20 Holsjárskoðanir á efri meltingarvegi. Hver er þáttur vélindabakflæðis? (E 39)

9:30 Holsjárómskoðun. Til sóknar á nýrri öld (E 40)



Valaskjálf aðalsalur 10:30-11:00

Blóðmeinafræði og krabbameinslækningar

Fundarstjórar: Páll Torfi Önundarson, Sigurður Árnason

10:30 Mergskipti og eigin stofnfrumuflutningur. Árangur meðferðar íslenskra sjúklinga 1981-1999 (E 41)

10:40 Tengsl von Willebrands þáttar og storkuþáttar VIII við blóðflokka og tíðahring (E 42)

10:50 Klónun á nýju krabbameinsgeni úr sjúklingi með krónískt kyrningahvítblæði (E 43)



Valaskjálf aðalsalur 11:00-11:50

Gestafyrirlestur



Valaskjálf aðalsalur 13:10-14:50

Smitsjúkdómafræði

Fundarstjórar: Haraldur Briem, Sigurður B. Þorsteinsson


13:10 Lifrarbólga C meðal sprautufíkla á Íslandi (E 44)

13:20 Interferonmeðferð við lifrarbólgu C (E 45)

13:30 Faraldsfræði blóð- og miðtaugakerfissýkinga með pneumókokkum á Íslandi. Yfirlit 20 ára (E 46)

13:40 Tækifærissýkingar í kjölfar hratt lækkandi ANCA títers meðal sjúklinga með ANCA-jákvæða æðabólgu (E 47)

13:50 Sveppasýkingar í blóði á Íslandi á árunum 1984-1999 (E 48)

14:00 Klónun á fosfólípasa B geni (PLB 1), mikilvægu meinvaldandi geni í Cryptococcus neoformans (E 49)

14:10 Lýsandi rannsókn á sameindafaraldsfræði Chlamydia trachomatis á Íslandi (E 50)

14:20 Verkun penicillíns in vitro á mismunandi næma pneumókokkastofna (E 51)

14:30 N. meningitidis W135 faraldur í Saudi Arabíu. Skilvirkt alþjóðlegt samstarf í sóttvörnum og viðbrögð hérlendis (E 52)

14:40 Meningókokkasjúkdómur og varnir gegn honum (E 53)


Valaskjálf aðalsalur 15:20-17:00

Meltingarsjúkdómar

Fundarstjórar: Sigurður Ólafsson, Bjarni Þjóðleifsson


15:20 Rabeprazól og ómeprazól. Tveggja ára viðhaldsmeðferð gegn bakflæðissjúkdómi í vélinda (E 54)

15:30 Samanburður á áhrifum Lanser® og Lanzo® á sólarhrings sýrumælingu í maga (E 55)

15:40 Samanburður á áhrifum Lanser® og Lanzo® á sólarhrings sýrumælingu í vélindi (E 56)

15:50 Helicobacter pylori og sjúkdómar í efri hluta meltingarvegar (E 57)

16:00 Tveggja lyfja meðferð við H. pylori sýkingu. Árangur meðferðar með ómeprazóli og amoxicillíni (E 58)

16:10 Hefur kisa Helicobacter pylori? Hugsanleg smitleið til manna? (E 59)

16:20 Erfðamynstur þarmabólgu í ættingjum sjúklinga með svæðisgarnabólgu (E 60)

16:30 Smásæ ristilbólga á Íslandi árin 1995-1999 (E 61)

16:40 Framskyggn rannsókn á bráðri briskirtilsbólgu á Landspítalanum (E 62)

16:50 Hepatocellular carcinoma á Íslandi (E 63)


Valaskjálf bíósalur 15:20-17:00

Nýrnasjúkdómar og innkirtlafræði

Fundarstjórar: Páll Ásmundsson, Gunnar Sigurðsson


15:20 Nephrocare - gæðaþróunarverkefni í nýrnalækningum (E 64)

15:30 Algengi og orsakir langvinnrar nýrnabilunar á Íslandi (E 65)

15:40 Nýrnamein í tegund 1 sykursýki á Íslandi (E 66)

15:50 Kvörðun á hvölum. Fæðutekja, vatns- og saltbúskapur stórhvala metin með allometríu (E 67)

16:00 Líkamsvísar við fæðingu og blóðsykurgildi síðar á ævinni (E 68)

16:10 Breytingar á insúlínþörf og blóðsykurstjórnun sykursjúkra kvenna á meðgöngu (E 69)

16:20 Fastandi blóðsykur í háræðaheilblóði sem áhættuþáttur kransæðadauða og dauða af öllum orsökum (E 70)

16:30 Gegnflæði og efnaskipti prostaglandín E2 í mannafylgju (E 71)

16:40 Meðhöndlun þungaðra rotta með sykursterum breytir vefjagerð og blóðflæði í æðum afkvæma þeirra (E 72)

16:50 Lágt dehýdróepiandrósterón (DHEA) í sermi hjá konum með heilkenni Sjögrens (E 73)



Hótel Hérað, ráðstefnusalur 17:10-18:00

Veggspjaldakynning



Sunnudagur 11. júní

Valaskjálf aðalsalur 10:30-11:45

Málþing

Rafræn sjúkraskrá

Valaskjálf aðalsalur 13:30-14:50



Æðasjúkdómar

Fundarstjórar: Guðmundur Þorgeirsson, Rafn Benediktsson

13:30 Fimmtíu ára íslenskar konur. Eru tengsl milli háþrýstings og tíðahvarfaeinkenna? (E 74)

13:40 Eru flestir sjúklingar með háþrýsting rangt greindir og meðhöndlaðir að óþörfu? (E 75)

13:50 Algengi og nýgengi æðahnúta í ganglimum Íslendinga (E 76)

14:00 Styrkur hómócysteins í blóði Íslendinga. Samanburður milli almenns þýðis og þeirra sem hafa fengið kransæðastíflu (E 77)

14:10 Konurnar í 4S (E 78)

14:20 Skimun fyrir ættlægri blandaðri blóðfituhækkun á Íslandi (E 79)

14:30 Áhrif yfirborðsvirkra lyfja á breytingar sem verða í fosfólípíðum æðaþels við háan styrk glúkósa (E 80)

14:40 Áhrif angíótensín II á MAP-kínasa í æðaþelsfrumum (E 81)

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica