Umræða fréttir

Smásjá 2

Norræn ráðstefna um fjarlækningar 13.-16. september 2000

ÞriÐja norræna fjarlækningaráðstefnan verður haldin í Kaupmannahöfn dagana 13. til 16. september næstkomandi. Þema ráðstefnunnar er reynsla Norðurlanda af fjarlækningum og hvert stefnir nú (the Nordic experience and beyond).

Ráðstefnan er haldin af Norræna fjarlækningasambandinu með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar og Rigshospitalet í Kaupmannahöfn.

Ráðstefnan hefst með móttöku á miðvikudeginum 13. september en meginefnið er á fimmtudag, föstudag og laugardag. Seinni part föstudags bjóða Svíar til sérstakarar dagskrár í Lundi.

Helstu viðfangsefni ráðstefnunnar eru yfirlit um fjarlækningar á Norðurlöndum, reynslan af fjarlækningum og mat á þeim ásamt nýjungum í tækni fyrir fjarlækningar. Nánar er sagt frá ráðstefnunni á

http://www.telemedicine.dk

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica