Umræða fréttir

Nesstofusafni afhentur arfur Jóns Steffensen

Afhending arfs Læknafélags Íslands eftir Jón heitinn Steffensen í hendur ríkissjóðs fyrir hönd lækninga-

minjasafnsins Nesstofsafns og afhending framlags Læknafélags Íslands til Nesstofusafns Föstudaginn 16. ágúst síÐastliÐinn fór fram formleg afhending á arfi Jóns Steffensen í hendur Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ afhenti gjöfina í Nesstofu, að viðstöddum gestum. Þar á meðal voru þjóðminjavörður, fulltrúar bæjarstjórnar Seltjarnarness, stjórnarmenn LÍ, fyrrum og núverandi stjórnarmenn Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og starfsmenn lækningaminjasafnsins Nesstofusafns.

Formaður LÍ ávarpaði gesti og er ræða hans birt hér með. Að henni lokinni undirrituðu ráðherrar og formaður gjafagerning "til staðfestingar á móttöku gjafarinnar og þeim skuldbindingum sem henni fylgja, með fyrirvara um samþykki Alþingis", eins og stendur í niðurlagi skjalsins.

Formaður afhenti ráðherrum einnig ávísun frá Læknafélagi Íslands að upphæð kr. 2.000.000 sem renna skulu til endurbóta á húseign þeirri er kaup voru fest á.

Menntamálaráðherra þakkaði góðar gjafir og afhenti Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði gjafagerninginn til varðveislu enda mun lækningaminjasafnið heyra undir Þjóðminjasafn Íslands. Í framhaldi þess kynnti þjóðminjavörður samþykkt Þjóðminjaráðs frá 15. ágúst síðstliðnum. Er samþykktin birt hér með.

-bþ-

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica